Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 1
OÐINN ÍO. BLAÐ \ JANÚAR 1007. \ IF. A lí. Klemenz Jónsson, landritari ei' fæddur á Akureyri 27. ágúst 1862 og eru for- eldrar hans: Jón Jónsson Borgfirðingur, bókfræð- ingur, er fyrst var bókbindari og ferðabóksali á Akureyri um 9 ár, síðan lögregluþjónn í Reykja- vík í 23 ár.frá 1865 til 1888, - og kona hans Anna Guðrún Eiríksdóttir, bónda á Vöglum, Sig- urðssonar. Er ætt- bálkur hennar mikill í Norðurlandi, eink- um í Suður-Þingeyj- arsýslu. Hún dó 10. apríl 1881, en Jón Borgfirðingur lifir enn, nú áttræður að aldri, og hefur hann síðan 1894 dvalið að jafnaði hjá Klemenz syni sínum. Jón Borgfirðingur og kona hans áttu 6 börn: dr. Finn há- skólakennara í Iíaup- mannahöfn, Klemenz landritara, Vilhjálm cand. phil., dáinn 1901, Ingólf stúdent og verslunarstjóra í Stykkish., Guðrúnu, sem er ógift og nú hjá landritaranum.og Guðnýu konu Björns sýslumanns Bjarnar- sonar á Sauðafelli í Dalasýslu. Klemenz landritari er útskrifaður úr lærða- skóla Reykjavíkur 1883 og í lögfræði úr háskól- anum í Khöfn 1888. Hann tók l>æði þau próf með 1. einkunn. Að loknu háskólaprófi kom liann heim til Reykjavíkur og dvaldi hjer nál. eins árs tíma við ýms störf, en varð síðan að- stoðarmaður í stjórnardeild íslensku málanna í Kaupmannahöfn og hjelt því starfi uns hann fjekk veítingu fyrir Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeta- embættinu á Akureyri um vorið 1892. Hann kvæntist 6. júlí 1889 Þorbjörgu dóttur Stefáns Björnssonar, sýslumanns í Árnessýslu; átti hann með henni 4 börn, dóu 2 þeirra á ungum aldri, en 2 dætur lifa, Anna og Karen. Kona hans, Þorbjörg, þjáðist mjög síðustu árin, sem hún lifði, og' andaðist í lækninga- ferð í Khöfn 30. jan. 1902. Þá er Ivlemenz var orðinn sýslu- maður Eyjafjarðar- sýslu og hæjarfógeti á Akureyri, kom það brátt í Ijós, að hann var áhugamikill og röggsamlegt yfirvald. Tók hann þá brátt að beita sjerfyrir ýms mál, er gætu orðið kaupstaðnum til efl- ingar og framfara; var nóg að vinna, því að lítið hafði gjört verið áður í þessa átt. Honum var það ljóst þegar í fyrstu, að hænum var hin mesta nauð- sin á, að auka land sitt, hæði lil húsa- bygginga og einnig til ræktunar og til beitar fyr- ir gripi bæjarmanna. Hann fjekk því þegar til vegar komið 1893, að bærinn keypti jörðina Eyrarland, er liggur að bæjarlandinu að vestan- verðu og skifti bænum í tvo hluti. Það var mikil landaukning fyrir bæinn, því jörðin er stór, nær til fjalls, og fylgir afrjettur, en nálægt kaup- staðnum eru móar mjög hentugir til túnræktar.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.