Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 2
74 ÓÐINN. Þótti ýmsum allmikið í ráðist af kaupstaðnum að kaupa jörð þessa; verðið var 13500 kr., en íbúa- talan í bænum innan við 1000. Alitu þeir að bær- inn mundi reisa sjerhurðarás um öxl með þessu og sökkva í skuldir. En reynslan hefur sýnt, að bærinn hefur, og hefur haft, stórgróða af kaupinu, bæði lieinlínis og óbeinlínis, og munu allir ibúar kaupstaðarins viðurkenna það nú, og kunna honum hinar bestn þakkir fyrir fyrir- hyggju hans og framkvæmd í því máli. Vegir um bæinn voru bæði illir og ónógir; ijet hann auka þá og endurbæta. Barnaskólahús var gam- alt, ljelegt og óhentugt. Fjekk hann því fram- gengt, að nýtt hús var bygt, og útbúið eftir kröt- um nútímans. Hafnarbryggju ljet hann fullgera allmikla og breiða; geta stór gufuskip fermt og affermt við hana. Hann beitti sjer einnig fyrir það siðustu árin, sem hann var á Akureyri, að bygðar voru vatnsveitur 2, önnur fyrir Akureyri og hin fyi’ir Oddeyri; leiða pípur í jörðu niðri vatn til íbúð- arhúsanna. Af þvi sem hjer hefur sagt verið má sjá, að Klemenz ljet mikið til sín taka og starfaði bæði mikið og vel sem bæjarfógeti og sýslumað- ur. Hann ljet sjer í hvívetna mjög ant um hag bæjarfjelags síns og allra sýslubúa og var boðinn og búinn að styrkja málefni þeirra. Þeir fengu þvi brátt traust á honum og lærðu að meta hann. Þeir kusu hann til alþingis þegar sama árið, sem hann kom, og sat hann á 7 þingum sem fulltrúi sýslu sinnar, eða alt þangað til að hann tók við landritaraembættinu, og varð af Jieim orsökum að leggja þingmensku niður, 1904. Á alþingi hafði hann einnig mikil áhrif og beitti sjer einkum í vegagjörðarmálunum í fjárlögun- um. Hann stóð framarlega í flokki þeirra, er auka vildu heimastjórnina í sjermálum vorum, en fór þó stillilega og gætilega. Vann hann sjer svo mikið traust þingsins, að hann var kosinn forseti neðri deildarinnar öll 3 síðustu þingin, sem hann sat á, 1901, 1902 og 1903. Þótli hann röggsamlegur og óhlutdrægur forseti, og var það þó ekki vandalaus staða, því að hátt gengu hinar pólitisku öldur þá í þinginu eins og mörgum mun minnistætt, einkum 1901. Klemenz landritari hefur ekki geíið sig sjer- lega mikið við ritstörfum; þó hefur hann sarnið sjerstakt rit um fógetagerðir, nokkrar ritgerðir í Lögfræðingi, og allmargar blaðagreinir mun hann hafa skrifað, hæði í Stefni og víðar. Klemenz landritari er hár maður vexti, jarpur á hár og' skegg, glaðvær og gamansamur, ógn blátt áfram og viðfeldinn í viðmóti. Þar sem hann hefur unnið lengst og' starfað mest, þar vann hann sjer virðing og hylli, og' Matthías skáld mun hafa hitt mæta vel, þá er hann orti kveðjuljóðin til hans, er sungin voru í samsæti þvi, er samsýslungar og samborgarar hjeldu honum á Akureyri, þá er hann hætti sýslu- manns- og' bæjarfógeta-störfum þar í janúar 1904, en í þeim kveðjuljóðum voru þessi erindi: Fyrir þcnnan fjarðar-bæ frægðar barstu merki; lifa skal um láð og sæ lofstír pinn í verki. Vakinn, soíinn vanstu hjer veginn fremdar kenna, svo að ílestum fanst með þjer fegri sól oss renna. Lofa skyldi lund vor klökk lagni þína’ og svinnu; burt þú snýr með snjallri þökk snitdar saman-vinnul Gleðji’ oss hitt, að stjörnarstörf stærri skaltu vinna, landsins heild því hefur þörf liæfileika þinna. Pökkum fylgi, fremd og dáð, frægð og snild á þingi, varúð, kjark, og vitur ráð, verðug lýðmæringi! Fyrir horska hjeraðsstjórn, hvert þitt sporið slinga, þigðu, vinur, þakkarfórn þinna Eyflrðinga. II. J. Skautamaðurinn. Svo Ijettur og frjáls eins og fjallanna hind, svo frár, að hann sigrar hinn snarpasta vind á skeiðinu blikandi hjarta. Með öllum þeim snarleik, sem guð honum gaf, liann grefur á svellið sitt bgrjunarslaf þess hinsta, sem fraus í hans hjarta.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.