Óðinn - 01.01.1907, Qupperneq 4

Óðinn - 01.01.1907, Qupperneq 4
76 ÓÐINN. Ljósmynd. 15/e 1906. Egilsstaðir. — Sól og sumar sgngur gflr bggð og fljóti, skelflir heitt í heiðblám öldum, sveipar gulli hœð og hlíðar. Hringsýn töfrar fjœr og nœr: — Fljótsdalsheiði í bláum bglgjum ber við toft með hvílum jaðri. Fell í háum hamrabárum Hrjóstug, grá, með grœnum brjóstum. Snœfell rís í fjarska-fegurð sveipað björtum sólskinshjúpi. — Bringuhvitir tómar leita Lagarfljóts í bláu djúpi. — — Sólbað! — Heitur sumardagur sgngur gflr Egilsstöðum. Nótt. Hauslvindur grœlur við gtuggann minn, grœtur svo sárt um nótt. Gullfögur stjörnu’-augu gœgjast inn, gulbleikur máni pögull rís að fjaltabaki’ og fer sjer ei ótt; — en skýskuggar stíga stórum, pgrlasl um sveitina í draugadans, sumir með hala og horn og klauf, en aðrir fleggjast á fjórum. Eins og Ijóshrœddur fjandafans peir flennast og glennast á hálum ís og sökkva í dökkva svellarauf, er grímu frá andliti gulbleiku slær glottandi máninn — -- og hlær. Helgi Valtýsson Síra Ól. Ólafsson og Hjarðarholtskirkja. Með kirkjumyndinni, sem hjer fylgir, skrif- ar síra Ólafur í Hjarðarholti Óðni þetta: »Kirkja sú, sem mynd þessi er af, var reist að Hjarðarholti í Dölum sum- arið 1904, eftir uppdrætti, er Rögnvaldur Ólafsson hygg- ingafræðingur hafði gjört. Það er krosskyrkja, 16 áln. á lengd og 8 áln. á breidd. 1 horninu milli norður- og vesturálmunnar rís turninn, 4 áln. á hvern veg og rúm 50 fet á hæð. Kirkjan er prýðilega vönduð að efni og smíði, gluggar úr galvanis. járni, járnklædd öll að utan og máluð að utan og innan. Byggingarkostnaður um 5200 krónur. Smiðir við kirkjuna voru þeir Ólafur Theódórs- son frá Borðeyri, Jóhannes Böðvarsson og Guð- jón Jónsson, málari. Kirkjan stendur nú þar sem bærinn stóð áður, og er af flestum, er sjeð hafa, þótt víða hafi farið, talin mcð fegurstu og ti 1 kom umestu svei takyrkj um «. Myndin hjer fremst í greininni er af síra Ólafi Ólafssyni, sem hefur látið reisa kirkjuna, og liefur hann verið prestur í Hjarðarholti síðan 1902, en var áður prestur í Lundi í Lunda- reykjadal, frá 1885, fæddur 23. ág. 1800, sonur Ólafs sál. Jónssonar, kaupm. í Hafnarfirði, og Kristínar Ólafsdóttur, sem nú er giít ólafi Run- ólfssyni forstöðumanni bókaverslunar Sigf. Ey- mundssonar. T'

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.