Óðinn - 01.03.1909, Síða 2

Óðinn - 01.03.1909, Síða 2
gert moldviðri og enginn viti neitt í áttina, hvað staðið hefur í heilum línum eða meira. Þessi þ\7ð- ing á Gamlatestamentinu er að langmestu leyti verk Haraldar Níelssonar. Hann einn hefur farið yfir frummálið, og málfærið á þýðingunni er hans, og er ágæt íslenska. Prentun biblíunnar í hinni nýju þýðingu var lokið 31. okt. 1908. Haraldur Níelsson var þá fertugur að aldri. Verk hans að þessu má vel kallast stórvirki — og eitt hið mesta og besta bók- mentastarf, sem hjer hefur verið unnið á síðasta mannsaldri. En fyrir það hefur Haraldur setið af sjer ýms helstu brauð landsins, sem liann mundi hafa fengið kosningu í vegna afburða predikara- hæfdeika. Töluvert hefur Haraldur ritað í innlend og fit- lend tímarit, helst um kirkjumál. Einnig hefur liann ritað nokkuð í »Templar«, blað slórstúku íslands. Hann sat á heimsstórstúkuþingi Templara 1902. Siðastliðið haust var hann um tíma settur til að þjóna fyrra kennaraembættinu við presta- skólann, er síra Jón Helgason varð þar Iektor við síðustu biskupaskifti, og prestsvígslu tók hann til Laugarness-spítala í nóvember í haust sem leið. Nú er hann einn af umsækjendunum um 2. prests- embættið hjer í Reykjavík. , b. Frú Olufa Finsen, ígreinarstúf aftan við skýrslu um aðgjörðir kvenna- skólans í Reykjavík frá 1874—1906 segir hr. B. Mel- sted um forstöðukonu hans: „Hún vill að konur mentist vel og rækilega, fyrst og fremst, til þess, að geta staðið vel í stöðu sinni sem móðir og húsmóðir. Vel mentuð, kristileg og siðgóð norræn kona er kven- hugsjón hennar". Kvenhugsjón okkar flestra held jeg að þetta sje, og fáar konur, er jeg hef þekt, hafa komist eins nærri þessu takmarki og einmitt sú kona, er „Óðinn" nú flytur mynd af. Frú Olufa Finsen var fædd 16. d. júlím. 1835. Hún var dóttir justitsráðs Böjesens, yfirumsjónarmanns fátækramála í Kaupmannahöfn. Aðeins 22 ára að aldri giftist hún þáverandi borgarstjóra í Suðurborg á Alsey, Hiimari Finsen, og komst undir eins í vanda- sama og merkilega stöðu. Þau hjónin voru bæði mjög gestrisin, enda var oft mannkvæmt hjá þeim; jafnvel konungurinn sjálfur, Friðrik 7., kom oft til Suðurborgar og gisti þá æíinlega í húsi þeirra. Vet- urinn 1863—64, meðan á ófriðinum út af Sijesvík stóð, bar mest á gestaganginum og var þá oft húsfyllir. Meðal annara gesta var þar einu sinni kom- inn hinn nýi konungur, Kristján 9., með sveit sinni og grunaði þá sjálfsagt hvorki konung nje þau hjón, að hann 10 árum seinna mundi verða gestur þeirra á íslandi. Þegar úrslit ófriðarins voru augljós orðin, varð hinn danski borgarstjóri og hjeraðsfógeti auðvitað að þoka fyrir Þjóðverjum, og voru þau hjónin næstu missirin í Kaupmannahöfn, þar til að Finsen fjekk veitingu fyrir stiftamtmannsembættinu á íslandi. Kom hann hingað til Reykjavíkur með konu og 4 börnum 3. d. ágústm. 1865. Reykjavík var þá mun minni bær en hún er nú og bæjarbragurinn alt annar. Að stiftamtmanns- hjónin hafi haft mikil áhrif á hann, liggur í hlutarins eðli, enda voru þau Finsen og kona hans samvalin að höfðingsskap og hús þeirra fyrirmyndarheimili. Frú Olufa Finsen var mjög gáfuð kona, vel að sjer og listfeng, en einkum hafði hún á æskuárunum lagt stund á sönglist og hljóðfæraslátt, enda getið sjer mjög góðan orðstír meðal sönglistarmanna í Kaup- mannahöfn áður en hún fluttist hingað. Þannighafði hún frumsamið söngljóð (Kantate), er sungin voru við jarðarför Friðriks konungs 7., og hún síðar meir ijet syngja við jarðarför Jóns Sigurðssonar. Þó að hinga,ð til hafi lítið verið talað um frú Finsen ísam- bandi við sönglistina á íslandi, þá er þó víst, að naumast hefur nokkur annar gert meira til að efla hana hjer á landi en einmitt hún. Auk þess að hún vetur eftir vetur hjelt söngæfingar heima hjá sjer, bæði til samsöngva og einsöngva, og ijet í tje frá- bærilega góða kenslu, þá tók hún einnig að sjöl- þá kenslukrafta, sem hjer voru fyrir hendi, og fullkomn- aði þá svo, að þeir síðar meir gátu kent íslendingum svo þúsundum skifti söng og hijóðfæraslátt. Jeg á hjer við alla þá hjálp, sem hún veitti Jónasi organ- ista Helgasyni og hann þakklátlega minnist í til- einkun framan við 4. hefti af „Söngvum og kvæðum“ („Hinni sönglærðu höfðingskonu, frú landshöfðingjainnu Oiufu Finsen fyrir mörg lærdómsrík ráð og velviljað- ar bendingar, sem frá fyrstu hafa styrkt viðleitni mína í sönglistinni" o. s. frv.). Hennar tilmælum var einnig að þakka sú velvild, er tónskáldið Gade auð- sýndi Jónasi, þegar hann dvaldi í Kaupmannahöfn, því Gade hafði jafnan mikið álit og miklar mætur á frú

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.