Óðinn - 01.03.1909, Síða 3

Óðinn - 01.03.1909, Síða 3
ÓÐ I N N 91 Finsen fyrir söngkunnáttu hennar. Frú Anna Pjet- ursson, okkar langfremsta og besta kenslukona í hljóðfæraslætti, sem á sjer lærisveina svo hundruðum skiftir út um land alt, naut einnig um þriggja ára tíma hinnar dýrmætu tiisagnar frú Finsen, er undir- bjó hana undir hið þýðingarmikla starf, sem hún hefur leyst af hendi í þjónustu sönggyðjunnar íslensku. Hefur frú Anna Pjetursson sjálf sagt mjer, að þegar hún við frú Finsen mint- ist á þakklátsemi sína, þá svaraði hún henni alla-jafna: „Jeg gjöri þetta ekki beinlínis fyrir yður, heldur fyrir æsku- lýð íslands". Þvi einmitt á uppfræðslu æskulýðsins, og þá einkum á mentun kvenna, lagði frú Finsen allan hug. Með hinni sömu ósjerplægni og alúð og hún vann að því, að koma sönglist- inni á hærra stig hjer í bæ og hjer á landi, vann hún einnig að því, að koma kvennaskólan- um hjer á stofn. — Eins og allir vita, stendur nafn hennar efst á blaði undir: „Ávarpi til íslendinga" um kvennaskólastofnun, dag- settu 18. d. marsm. 1871, og auðvitað var það frú Finsen, sem átti mestan og bestan þátt í því, að faðir hennar, justitsráð Böjesen, safnaði gjöfum í Danmörku til nefndrar skólastofnunar. íslendingar urðu heldur illa við ávarpinu, því ekki söfnuðust hjer nema 272 kr., en frá Danmörku komu 4692 kr. í peningum auk þess, að gefnir voru ýmsir góðir munir (um 2400 kr. virði), og var því safnað til hlutaveltu hjer í Reykjavík, sem frú Finsen ásamt öðrunv heldri konum veitti forstöðu. Eftir hlutaveltuna átti kvenna- skólasjóðurinn 8000 kr., og þá var tekið til framkvæmda. Frú Finsen var frá fyrstu kosin formaður í kvenna- skólanefndinni og hjelt því starfi þar til hún fór af landi burt 1882. Sýndi hún þar, sem ella, stakan áhuga á framförum skólans, útvegaði honum árlegan styrk bæði frá „Classenska Fideikommisinu" og„Vallö“- stofnun o. s. frv., en því miður hefur hún fengið alt of iitla viðurkenningu fyrir þetta mikla starf sitt, og henni ekki verið þakkað það sem skyldi. Því ber ekki að gleyma, að einmitt þau árin, er kvennaskólinn var að komast á fót, voru erfiðustu árin, sem þau Finsens- * hjónin lifðu hjer á landi. Sjálfstjórnar- barátta landsmanna stóð þá sem hæst, og enginn var öf- undsverður af því, að vera milligöngu- maður milli dönsku stjórnarinnar og ís- lensku þjóðarinnar. Einkum hlaut þetta að eiga sjer stað þegar konungur gjörði Finsen að landshöfðingja 1. d. aprílm. 1873. Allir munu kannast við þær móðganir, sem í fyrstu voru sýndar landshöfðingjanum, en þau hjónin tóku þeim með stillingu og ljetu ekki sitt eftir liggja til þess, að konungskoman árið eftir gæti orðið þjóð og landi til sóma, án þess að kosta ógrynni fjár. Þau hýstu konung og Valdemar prins, og er eng- um blöðum um það að fletta, að hjer kom móttakan harðast niður á húsmóðurinni, sem um alt þurfti að hugsa og um alt að sjá. En frú Finsen var ekki einungis dugleg húsmóðir, heidur líka hin elskuverð- asta heim að sækja, og gestum hennar leið æfinlega vel, hvort heldur voru konungar eða kotungar. Heimilislíf alt var hið skemtilegasta, því húsmóð- irin var góð eiginkona og ástrík og skyldurækin móð- ir; en hún átti líka góðan eiginmann og góð börn, 6 að tölu. Þrjú hin elstu fæddust á Alsey, nefnilega frú Ragnhiidur Kock, dáin í Kaupmannahöfn 1880;

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.