Óðinn - 01.03.1909, Side 4

Óðinn - 01.03.1909, Side 4
92 ÓÐINN hr. Jón Finsen, borgnrstj hi í Ringköbing á Jótlnndi, og hr. Olafur Finsen, borgarstjóri í Nyköbing á Falstri. Einfn sonur fæddist þeim í Kaupmannahöfn 1864, Arni Finsen, er druknaði þar 1882. En tvær yngstu dæturnar, frú Anna Klöcker, gift í Noregi, og ungfni Olufa Finsen, fæddust hjer í Reykjavík. Árið 1882 fluttust, þau Finsens hjónin búferlum til Kaupmannahafnar, þar sem Finsen fyrst gegndi yfiipræ idents-embæltinu og því næst innanríkisráð- herrastöðu, þar til kvalafullur sjúkdómur neyddi hann til að leggja niður allar embættisannir. Frú Finsen vaið ekkja 15. d. janúarm. 1886, og syrgði hún svo mann sinn, að hún beið þess aldrei bætur. Ilún hafði oft á orði, að bestu ár æfi sinriar hefði hún lifað á Islandi, og að hún hefði saknað þess, þegar hún þó var komin heim til átthaga sinna aftur, enda fyigdist hún með um hagi íslands með því að- dáanlega fjöri, er henni var eiginlegt. Seinustu árin þjáðist hún af hjartasjúkdómi, sem gjörði hana þunglynda, en alt til hins siðasta fylgdist, hún með í bókmentum og fögrum listum, uns hún loks fjekk hvild 5. d. ágústm. siðastliðið sumar. Afskamtað rúm hefur neytt mig til að fara fljótt yflr sögu, því margt mætfi enn segja um þessa gáfuðu meikiskonu. Að endingu skal jeg að eins geta þess, að allir-, sem þektu liana, virtu hana og elskuðu, og hef jeg orðið þess mikið vör siðan fijt-tiin um andlát hennar barst út um Reykjavík. hvað minning hennar enn þá liflr rikt í hugum mivnna hjer. Póra Fiiðriksson. % f lans barón og Asta barónessa von Jaden. íkið má ýkjulaust segja, að ísland sje farið að verða allmjög umrætt meðal mentamanna hinnar þýsku þjóðar. Þeir verða með hverju ári fleiri og fleiri er heimsækja frá Þýskalandi hina merkilegu norðurhafsey, og frá 1905 koma nokkur af hinuin stóru skemliskipum Hamborgar-Ameríku-línunnar og Norður-þýska gufuskipafjelagsins til íslands á norðurferðum sínum. Þessa gleðilegu eftirtekt, sem ísland hefur vakið, er lýrst og fremst að þakka óþreytandi starfsemi ýmsra þýskra vísindainanna og rithöfunda, er síðastliðinn áratug hafa með mikltim velvilja skýrt frá nútímans íslandi í bók- um, ritgerðum og fyrirlestrum, en alt til þess líma voru það vart aðrir en fáir sjerfræðingar, erþektu heiinkynni Eddanna og gerðu sjer far um að kynn- ast því, og þó eigi öðru en hinni fornu menningu og bókmentum, eða þá náttiiru landsins. Afþess- ari breytingu, sein ekki getur verið til annars en Asta v. Jaden. góðs fyrir ísland, á Austurríki, eða rjettara sagl: gamla keisaraborgin við Dóná, ekki minstan þátt. Þar hafði þegar á næstu árunum eftir 1880 mynd- ast dálítill söfnuður manna, sem sneri eftirtekt sinni með áhuga að íslandi, og var það vegna llokks af greinum, sem komu fram í blöðum í Vín1). 1885 kom einnig út í Vín bók Poestions l) Þær greinar voru eftir J. C. P.iestion, seni inest og best allra útlendr.i manna hefur uin ísland rit ió. Ritstj.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.