Óðinn - 01.03.1909, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.03.1909, Blaðsíða 6
t 94 ö Ð í N N »Þegar fyrirlestrinum var lokið, leiddi barón- inn hina ungu frú sína, sem er innborin íslensk kona, inn í salinn, til þess að sýna áheyrendunum hinn íslenska þjóðbúning. Hún gekk að ræðu- stólnum og las upi) kvæði á íslensku, og á einu augabragði urðu allir viðstaddir sem frá sjer numdir. Þóttust menn á pallinum í hátíðasalnum alt í einu sjá eina af hinum þjóðkunnu kóngsdætrum æíin- týranna í lifanda líki. Það var ekki hinn fallegi búningur einn, sem hafði þessi áhrif, hinn dökki kyrtill, prýddur fögru saumskrauti, sem ljet hálsinn skína óhulinn, og haldið var saman með silfurbelti einu, hið ljómandi höfuðdjásn: breitt gullhlað, sem hinn hvíti skautfaldur hóf sig upp frá, og frá toppi hans fjell aftur fíngerður motur eða slæða til beggja handa niður á lierðarnar. Það var hin álfkenda vera sjálf, sem vakti aðdáun allra, sem við voru, — hárið, eins og það væri spunnið úr gullþráðum, hin óviðjafnanlega fínu litbrigði í and- litinu og þar á ofan augun, sem eru blá eins og heiðavötn. Menn spurðu sjálfa sig undrandi, hvort slíkar æfintýramyndir væru virkilega enn þá til í heiminum, og gleymdu þvi, að þessi fagra is- Ienska kona mælti á tungu, sem öllum var svo gagnókunn, að menn gátu ekki einu sinni ráðið í þjTðingn á einu einasta orði. Hve innilegum til- finningum þessi ókunna tunga getur lýst, sýna kvæði þau, sem í gærkvöldi voru gripin afhanda- hófi úr hinurn auðuga Ijóðmælasjóði Islendinga, og sem ekki höfðu mist neitt af frumleik sínum og andriki í þýðingu Poestions. Að lokum söng söng- flokkur söngskólans margraddað lofsöng eftir Matth. Jochumsson (»Ó, guð vors lands«), sem íslenska tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur samið lagið við, og sem kórónaði þá mynd, er menn liöfðu fengið af ástandi hinna fögru lista á íslandk. Asta barónessa var fljót að venjast Vínarborg. Þegar hún hafði veiið þar lítinn tíma, talaði hún þýsku mjög vel, meira að segja hina alveg sjerstöku leikandi Vínarmállýsku, oghún umgengst hefðarfólk Vínarborgar eins og hún væri sjálf fædd þar og upp alin. Hjónabandið er svo ástúðlegt og ham- ingjusamt sem framast má verða, því barónessan hefur — eins og Hans liennar þreytist aldrei á að segja vinum sínum — eigi aðeins hár, heldur Iíka hjarta úr gulli. En hann annast líka Ástu sína og sjer um hana eins og liinn heiti íslandsvinur einn getur annast og sjeð um slíkan íslands-»gimstein«. Þessar fregnir liygg jeg íslendingum ekki óvel- komnar af landsystur þeirra, er nú lifir svo langt frá þeim, úti i hinni viðu veröld, og eigi heldur liitt, að lita sem snöggvast inn í hið hlýlega ís- lensk-austurríkska hefðarheimili þeirra hjóna, sem hjer hefur verið talað um. Barón von Jaden á fjölskrúðugt safn af ís- lenskum og fornnorrænum búningum og áhöldum ýmiskonar, hið eina í sinni röð í Austurríki. ./. C. 1\ Sólskinsblettir. Fcrðakvæði eftir Sigurð Vilhjálmsson. Frá barnsárum hafði jeg beðið þess dags að Byrgið og Fossinn jeg lili, en gmsar af kgnfylgjum erfiðs hags eyddu þróun hvers fyrirdrags og drógu á það daufari lili. En þráin mín varð þó svo vaxin og fleyg i viðjunum skortsins og slríðsins, að flnna’ að hán þyrfti að fá sjer teyg af fegurðarinnar dýrustu veig, og brjóta’ af sjer tœðing lýðsins. Svo hjet jeg á von mína, að veita' henni lið, er velurinn hyrfl iir garði; og lúta’ ekld aldanna og alþjóðar sið, eira’ ekki lengur við gagnslansa bið, sem feldi mig fyr en mig varði. Og veturinn leið þar til vorið steig af vindskýi’ á fjöllin og sœinn. Ilver ísborgin niður af annari hneig, og óðfluga skaflinn í brúninni seig, og brydding sásl grœn um bæinn. Af stað. Nú erum við loksins að leggja í þá för, sem lengi’ hefur verið í ráði, og í okkar nýtustu og nýjustu spjör; pó náunginn óförum spáði. Þeir segja’ að við fáum í ferðinni regn og fátt verði’ um skemtana-notin. Og þeim verði ekki svo ilt við þá fregn, að eitt eða tvö komi brotin,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.