Óðinn - 01.03.1909, Page 7

Óðinn - 01.03.1909, Page 7
Ó Ð I N N 95 En nú er ei stund fyrir hálfvelgju og hik, við hljótum að fara eða vera, og kjósum þá lieldurað halda okkar strjrk, því hitt ættu fáir að gera. Við liræðumst hann ekki liinn graslitla geim, þó gróðurinn sje varla hálfur. En hitt, hvort að við komum vonsviknir heim, það veit ekki kóngurinn sjálíur. Svo íarðu vel, dalur, með skin þitt og skúr, nú skulum við þó ekki bíða, en fá okkur einu sinni’ ærlegar túr, því óðlluga dagarnir líða. Þau hrosa svo laðandi öræfin öll, og austrið með skýin og blámann. En niður við draga hin fjarlægstu fjöll sem fald yfir ljósgulan námann. Já, við skulum reyna að gjöra’ okkur glöð við glampann af frelsinu sjálfu, og sinna’ ekki þarfanna kaldlyndu kvöð, nje kröfum frá annanna hálfu. Jeg get ekki skilið, það skaði þær neitt að skilja þær eftir í dalnum, því svo er um all það, sem lýðum er leitt, það lifir sem Jónas í hvalnum. Og það get jeg líka í sannleika sagt, aö samviskan nagar mig ekki, þó jeg hafi um vorönn í vikuferð lagt, sem veldur mjer talsverðum hnekki. Jeg ann þeim, sem vinnur með opinni sjón og elskar hið fagra og góða; og gjörir ekki andanum eins mikið tjón sem eigurnar vaxa til gróða. Við Laxá. Við lyngvaxnar heiðar í litfögrum dal þú lætur ei fossana’ og strengina teljast; þeir flýta sjer þangað sem hávaxnar hefjast hofskeflur norður í Ránar sal. Eá langar víst blátæru dropana’ í dans um dagseturs tímann í kveldroðans slæðum, að renna undan blænum frá heiðbjörtum hæðum hlæjandi’ að blómskauti næsta lands. Jeg fæ ekki skilið, hve ferð þeirra er geyst, því fegurðin virðist mjer nóg hjerna heima, að fá milli iðgrænna eyjanna að streyma og alt af í nýjar myndir brej'st. Mjer finst að jeg yndi mjer æfina hjer, þótt enda hún treindist á dropanna vísu. En innan um þara með þorski og ýsu, þar mundi hún ekki geðjast mjer. í stirðnuðum hraun-örmum sterkur og ör strengurinn syngur við lygnuna bjarta. Klettarnir spegla þar kollana svarta i kynlegum myndum við bakkans skör. Já, droparnir hverfa’ í hinn kalda straum og hvannirnar verða að trjenuðum njóla; hver einasta sóley og fífill og fjóla fellur, og verður — aðeins að draum. í liuganum margt og margt jeg tel, en má ekki í þetta sinn lengur bíða, því dagurinn verður lika að líða sem lífið og áin. — Farðu vel! Mývatnssveit. Hjartkæra sveitin mín söngva-rík, jeg sje þig þó enn að nýju. Og sjálfri þjer ertu aft af lík, með eyjarnar grænai', bláa vík, og fjallanna heiðu, bröttu brik og brosunum munar-hlýju. Mjer gengur svo erfitt hvert einasta sinn augunum frá þjer að snúa. í húminu vitjar þín hugur minn, og hjartað slær örara, þegar jeg finn að minninga geislarnir gægjast þar inn og gjána á milli’ okkar brúa. Og hvernig á jeg að geta glejunt glaðlega svipnum þínum? Öllu, sem mig hefur um þig drej^mt og að minu hjarta frá þjer streymt; það verður til loka lífs míns geymt hjá ljútustu eignunum minum. I Stórugjá. Dulda laug í bjargsins harða barmi, barnsins þrá og kararmannsins hrós, heit og tær sem tár á meyjar-hvarmi, til þin ber 'mig enn við kvöldsins ljós. Enn sem fyrrum glymur hátt i gjánni gleðiskvaldur — æskulifsins mál. Enn í bjargið tyllir margur tánni til að forðast viðvaningsins skál. Þögli steinn, í þínum köldu dráttum þrotið hefur mörg ein hláturs stund. Pegar hingað komu’ úr öllum áttum æskumenn, að þreyta í gjánni sund. Tært og rólegt ber mig dúnmjúkt djúpið draumi líkt, á fjaðurmagnsins barm; ó, hve blítt þið hlýju boðar lijúpið háls og axlir, síðu, brjóst og arm.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.