Óðinn - 01.03.1909, Síða 8

Óðinn - 01.03.1909, Síða 8
96 ÓÐI NN Enn eitt kaf, pvi aldrei hjer jeg þrevtist, eöa skilið get við þetta bað. Enn eitt tak, og alt af Ijettar veitist, alt af betur skilst að nota það. Sveitin man þig meðan íþrótt lifir, meðan hjer á jörðu vakir bál. Pegar líður okkar dagur yfir, aðrir koma og drekka sundsins skál. Heima í Reykjahlíð. Nú skal úr baðinu halda heim með hruflaðan arminn og legginn. Mjer hefur farið sem fleirum þeim, fengið aí sniddunum ósvikinn keim. Gestrisnin brosir við bæjarvegginn, — býður fram mjólkina’ og eggin. Kvöldið er töfrandi, kyrt og svalf. Knapparnir döggina tejrga. Frá sundum og launvogum suður um alt söngurinn kveður við, lágt eða snjalt. Kvaka þar fuglar um alt sem þeir eiga, eins og þeir viðkvæmast mega. Fram undan bænum, við Byrgissker ber einna mest á þeim kvæðum. Dugganda-flotinn er fylktur sem lier framan við tangann, sem vestastur er. Kvöldskinið vefur að hæstu hæðum og hlíðinni róslitum slæðum. Nú hefur atorkan Arnórs ból aukið að verðmæti og prýði; þó að hin alkunna ættarsól undir sje gengin við kirkjuhól, grunar mig jörðin liins betra bíði í borganna og sveitanna striði. Hjer skeði undur, þá hraunið brann. — Höfð er enn sagan í gildi. - Kirkjuna alveg i kringum rann kraumandi, vellandi jarðleðjan. Hvort af því lijelt þar hlífiskildi, hepni eða alföður mildi? Á bak! A bak, því bráðum hlýnar, blessaðar stúlkur mínar, því klárarnir eru komnir lieim. — lín hvað þið eruð fínar. Gott eigum við, sem gengnir erum út: við getum þó rólegir dnðst að einum klút. Nú röðull hækkar hraður, og hjer er góður staður; komist einhver ekki á bak er jeg kraftamaður. Jóel minn, komdu, jómfrúin er þung. Jeg lield Stina taki það, hún er hraust og ung Aldrei er þó friður, ein er komin niður; en að fara fyrst á bak finst mjer ljótur siður. Svipan varð nú eftir, svona’ eruð þið íljóð; sessan þín er ekki rjett, frændkona góð. Alt fer upp af hellum með óhljóðum og skellum. Fyrri aldrei fór jeg svo fyrir kvennabrellum. Hesturinn farinn, horfinn hverri sjón, herra minn góður, svona er að vera flón. F.n ef jeg næ þeim aftur, skal enginn mejrjarkraftur fá mig til að tala orð, þó töfrum sje hann skaptur. IJvað er að tarna! koma þær ekki þó með klárinn minn rauða, og það er mjer nóg. Upp með öllum vörðum, eldgígum og skörðum, fer jeg eins og frekast má fyrir grjóti’ og börðum. Nú hef jeg þó fallega fundið á þeim tak, en fyrst um sinn skal jeg ekki láta þær á bak Uppi við Námaskarð. Að baki okkar bygðin liggur sem blómgað niðurfall. En óbygð hásljettan heilsar handan við þetta fjall. Við hvörflum þar augum til kveðju sem hverju er hjarta næst, og er þó hvert dalverpi dulið, í dökkbrúna heiðina læst. Og augun að örnefnum leita í öllu, sem fyrir ber; þó nema þau staðar Ijúfast og lengst þar sem lenda og heimili er. Og efalaust öll við íinnum einhvern kynlegan slraum renna um hverja’ einustu taug sem óskýran, blaktandi draum. Pó enginn mæli’ orð af vörum, innra jeg veit hvað býr; það er heimþráin heit og sterk, sem hjartað lil játningar knýr.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.