Óðinn - 01.03.1909, Síða 9

Óðinn - 01.03.1909, Síða 9
O Ð I N N 97 Litið pið nær á hið ljómandi spjald, sem liggur við fætur okkar og glitrar í morgunsins geisla-dýrð sem gimsteinn — tðfrar og lokkar. O, geymið þið íjöll þessa sólbjörtu sveit með samræmi í hverjum drætti, og lijúpaða milt og munarhlýtt í morgunsins geisla-þætti. Jeg bið ykkur einnar bænar í dag í brennhita einlægni minnar, að hneigja ykkur djúpt og drekk’ henni til sem drotningu fegurðarinnar. Við lindina. Nú er mál að fara að fá sjer bita, því flestir eru svangir að jeg liygg; og klárinn minn, hann þarf í þessum hita að þamba teyg og velta sjer um hrygg. Og strax er krökl um alt af opnum töskum, með ýmsu því, sem munninum er tamt; og víða bólar þar á fullum flöskum, sem fara hægt — en lofa góðu samt. Hjer engin regla yfir borðum drotnar, því öll sú hörmung var í bygðum gist, og þegar einum eru birgðir þrotnar, lijá öðrum getur maginn fengið lyst. Við sþyrjum ei, hvort þessu líki þetta, nje þjótum uþn við sjerhvern litinn hrekk. Við erum kát og frjáls sem loftið ljetta, og látum vera, hvernig sem það gekk. En eitt er víst, þótt að því nú ei stefni og okkur virðist gleðin djúp og rik, að niðri’ í bygð, að brugðnum nætursvefni, við breytumst öll, og verðum hinum lík. Norðurfjöllin. Alt af kveður fjall af fjalli fram undan hjá sveina-gjalli, út af vegi beygja ber. Austur beint af Eilíf karli úða-mökkur fossins er. Hjer er smátt um grös og gróður, gráleit holt og bruna-rjóður skiftast á við eyðisand; þó er bændum þrekinn sjóður þetta blásna fjalla-land. Suður á jöklum júni-sólin jaðrar gulli fannastólinn, — hefur til þess hjarn og svell. Sumarhlíðu bláma-kjólinn ber hið aldna Kistufell. Herðihreið með haddinn hvíta, hana gefur nú að lita: — tignar-fögur, óháð, ein. Hún nnin aldrei öðru hlíta, en að vera frjáls og lirein. Hólsfjöllin til liægri lig'gja, hata margir þau að byggja fj’rir ókost fjarlægðar. Þó er gestum gott að þiggja gamlar sauðabringur þar. Afram! áfram yfir flögin, öldurnar og gróðurdrögin, stefnum skamt frá Stóra-Svein. Okkar biður úðalaugin örskamt norðar, svöl og hrein. Reynið nú við rauða klárinn, ríðum eins og sjálfur árinn, fossinn skal við sólskin sjá. Ekki skulu skýja-tárin skyggja yflr fegurð þá. Dettifoss. Ognar djúþi, hái söngva heimur, Iilátur skær og sorgar þungur eimur, siguróp og örvæntingar-stuna, æskuljóð og dimmur grafar-hreimur; gnýr og drunur undan fjallsins funa, fyrirskipun mild og boð í þjósti, auðmjúk bæn og særing særðra muna, sælu-andvarþ hægt frá meyjarbrjósti. Ofan bergið úða-lindin sitrar, arið ljóss í dropans fangi titrar; bifröst skær, sem stöðugt eykst og ej’ðist augnablik við hvitan faldinn glitrar. Stigi ein og hægt með blænum breiðist, brennur önnur ný við flúðakrossinn, hvikar, hikar, þúsund-lituð leiðist, leiftrar, skelfur — varþar sjer í fossinn. Nær og nær, i faðm þinn, fallið bjarta; fast og ört sem báran slær mitt hjarta. lðan lokkar auga mitt og vilja út á fremstu raðir bjargsins svarta. Hvenær mun jeg lífið ljósar skilja, læra að meta rjettar andartakið ? h'oss minn! foss minn, framar skal ei dylja irelsisþrána, sem þú hefur vakið.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.