Óðinn - 01.03.1909, Qupperneq 10

Óðinn - 01.03.1909, Qupperneq 10
98 Ö Ð I N N Skal þá framtíð fegurð þessa brjóta' tjötra styrkinn, láta styrkinn þrjóta, saurga staðinn vígðan vættum landsins, vígin rjúfa, hverjum steini róta? ætlar hún að fórna sorta sandsins silfurhærum þínum, kaþþinn snjalli? Er það storkun, ómur radda-blandsins? Er það bæn til guðs í þínu kalli? Fyrir sjónum iðublæjan blaktir, blysför kvöldsins skiftir nú um vaktir. Burtu hjeðan tíminn þó mig taki, til þín skulu hugans þræðir raktir. Hvað sem mætir, á jeg bros á baki, bjartan hvamminn, fossinn geislum hlaðinn, og jeg heyri í hverju sumar-kvaki kæra rödd, sem flytur mig á staðinn. Niður með Jökulsá. Er hljómur þinn eyðist, þá hijóðnar mín lund, jeg held ekki að maka þinn líti, og það var mín sárasta saknaðarstund, að sjá af þjer, fossinn minn hvíti. .feg horfi til baka á bjarganna krans, og blærinn því hvíslar í hljóði: »Þú kemur ei framar — ei framar til hans. Því fölnarðu, vinur minn góði?« Við skufum þá taka það besta sem býðst og bragða’ ögn á glasinu þínu, og haida okkur fyrst um sinn svo lítið síðst, og syngja ögn af kvæðinu mínu. I stöðugum sþretti uþp brekkuna’ eg brýst og bið ekki nokkurn að vægja, og hvað sem að endingu af þessu hlýst, jeg ætla mjer seinast að hlæja. Já, kætin er einlæg og óbiönduð þá er alt fer á rjúkandi spretti; jeg ætla ekki’ að gleyma því, ef að jeg má, nje anda á það skugga eða bletti. f moldviðri nýjunga og minninga sæg jeg man þessar einlægnis-stundir við ána, sem niðaði hógvær og hæg í húminu bökkunum undir. Hólmatungur. t’að andar svo blítt yfir bláfjalla slóð, af blöðunum iðgrænum daggtárið hrynur, og vorinu flytur sín ljúfustu ljóð í lundinum friðsæla elskandi vinur. En náttsólin bregður sem brennandi glóð á brúnirnar allar — svo dalurinn stynur. en kvöldbjarminn leiðir fram ljósáffa-mynd i lygnunni, þar sem hún dreymandi tefur. Hún gletni og töfrabrögð telur ei synd, en titrandi blómknöppum smákossa gefur. í lautunum blágresi, burkni og hvönn, i brennhita æskunnar samförum heitir. En lækjanna freyðandi, ljósbláa hrönn lífsóðinn kveður og sti-engina þreytir; og traust þeirra er óbrigðult, ást þeirra sönn, og ekkert í heimi þeim loforðum breytir. Að litverpum smáskýjum leikur sjer blær og loftborgir skínandi í vestrinu hleður; en hljómsproti lækjanna á hamrana slær og hlíðarnar bergmálið deyjandi kveður. Já, heill sje því smáblómi hverju sem grær, ef hjer er þess vagga og síðasti beður. (), sleptu ekki tökunum, töfrandi nótt, en taktu mig fastara’ að banninum þínum, og vefðu mig að þjer með vilja og þrótt og vonum og óskum og iöngunum mínum. Jeg lýt þinni fegurð og frummynda-gnótt af fallandi ljóðum og tælandi sýnum. Hægjum nú! Hægjum nú og treinum tímann, til hvers er að flýta sjer? Mjer er ósárt um að vaka i alla nótt og sitja hjer. Hægjum ögn, því áður varir er hún búin, þessi ferð, nóttin liðin, kulið komið, kátínan að engu gerð. Hægjum ögn og horfum yfir. Hafið Tungur þökk frá mjer! Meðan einhver eftir lifir alt af verður tafið hjer. í tjaldi. Jeg get ei sofið. Ó, hvað lóan ljóðar lágt og blítt sitt nætur-kvak; og tjaldhliðarnar eru roðnar rjóðar af röðuls glóð við fjalla-bak. Þvi syngur þú svo grátklökk, lóa góða? Hvað gengar að þjer svona fagra nótt ? Það vekur minning ljúfra, horfnra fjóða, sem lifna á ný, en vcrða’ að tara hljótt. Jeg kysi helst að hugga þig sem vinur, þvi hjartað kannast glögt við ljóðin þín. En til hvers er það? Tárið bara hrynur og tekur jafnvel skemra en óskin mín. (Niðurl. næst). Hlæjandi, syngjandi, silfurtær lind um sefgræna hólmana örmunum vefur, Prerttsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.