Óðinn - 01.02.1911, Qupperneq 3

Óðinn - 01.02.1911, Qupperneq 3
ÓÐINN 83 Ylur vors i aftanblævi elda lífs af glóöum vekur. — Dagar líöa, ár og æfi — Enn í forna strenginn tekur. LOKUÐ SUND. Sund eru lokuð og svellað út um sker. Nú skal jeg hlæja og hlaupa sorg frá þjer. Nú skal jeg hlæja — og hlæ þó máske kalt. Hjeluð er lágsveit og lán mitt fölt og svalt. Hjeluð' er lágsveit; en loftið er lireint. Bleikt er þó hvolfið, því býsna’ er orðið seint. Bleikt er það hvolfið og norðurljósa Iog iðukvik sem ástin og örlaga vog. Oróleg er ástin, sem uthafs bylgju-rót. — Sjerðu þarna huldufólkið, hárprúða snót? Sjerðu þarna huldufólk við hlátra og dans? Allra fremst er drotning með ísnála krans. Allra fremst er drotningin ísköld sem mjöll. Dunar í hömrum við dans og hlátra sköll. Dunar í hömrum og hug minn kaldi sker. Nú skal jeg hlæja og hlaupa sorg frá þjer. DAGABNIB LÍÐA. Liða dagar og líða ár, liða fijúgandi tiðir; hallar gleði og harmur sár hverfur þögull um siðir. — Varir hringurinn hreinn og blár og hnjúkar fríðir. Liða dagar og líða ár. — Lýsir sólskin um morgna; glóir himininn hreinn og hlár, hverskins hjeluspor þorna. — Söm er æskan með sól um brár sem til forna. Liða dagar og líða ár, líða’ á dularhafs eiminn. Fljettar minningin mjúk og sár margt í vaxandi hrciminn. — Horfir vonin með bros um brár í bláan geiminn. SKUGGAVÖLD. Yfir dal og döprum heiðum dvelur heiðríkt nepjukvöld; þýtur gola þung og köld. Bíða sveit á sálna veiðum sár og djúptæk skugga-völd. Læsir nöglum frosts og fanna fast í bleika huldar slóð. Blær á mátt sem bruna glóð. Olyf smýgur eiturtanna íss og húms í merg og blóð. Hvít er jörð sem auga eygir; um fer járnkalt rennings skrið. Glita stjörnur gaddað svið. Eins og krabbi arma teygir eftir fangi nætur lið. Ríkir þögn á lífsins lindum, lyftir óttans töfra-staf. Hrapar stjarna himni af. — Einstæð, ráðvilt sál í syndum sökkur kvik í tómsins haf. SÓLARLAG. Nú hnigur sólin í svalan boða og sundið glitrar í kvöldsins roða; en blærinn sofnar við bylgju skaut og blikið döknar um hvamm og laut. ■ ..jt Og blómið grætur við gullin ögur, er glóey minnist svo blið og fögur, og fuglinn hljóðnar og foss í þröng á fiðlu rekur sinn trega-söng. Mín löngun fylgir þjer, lífsins móðir, og leitar þögul á bjarmans slóðir. — Við brúnir fjalla þú brosir rótt og býður tindunum góða nótt. Pó dimrni, vakir minn vonarkraítur: jeg veit á morgun þú stigur aftur. Ó komdu blessuð! með eld og yl, svo enn þá megi jeg finna til. ívar Hlújárn (Ivanhoe) eftir Walter Scott kom út í íslenskri þýðingu eftir Porstein Gíslason síðastliðið haust, og fæst nú hjá öllum islenskum bóksölum. Verðið er óvenjulega lágt á svo stórri bók, áðeins kr. 2,50. Sagan er frægasta skáldsaga W. Scotts og ein þeirra skáldrita, er þýdd hafa verið á fiest eða öll tungumál hins mentaða heims. Sagan kom áður neð- anmáls i Lögrjettu. Áður hefur komið út á kostnað Lögrjettu: Sjó- mannalír, skáldsaga eftir R. Kipling, i islenskri þýðingu eftir Þorstein Gíslason. *

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.