Óðinn - 01.02.1911, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.02.1911, Blaðsíða 5
ÓÐINN 85 hans: Om Algevegetationen ved Islands Kyster (Um þaragróðurinn við strendur íslands) í Botanisk Tidskrift. Auk þess eru margar smærri ritgerðir eftir hann í íslenskum tímaritum, og loks hefur hann samið allstóra bók: Um byggingu og líf plantna, um almenna jurtafræði, er Bók- mentafjelagið gaf út. Vert er einnig að geta þess, að Helgi hefur sett á stofn vísi til jurtagarðs, þar sem gróðursett- ar eru margar íslenskar jurtir, í gróðrarstöðinni við Beykjavik, í fjelagi við Einar Helgason garð- yrkjumann. Af þessu, sem nú hefur verið tínt til, má sjá, að Helgi hefur afkastað miklu, ekki eldri maður en hann er og eigi vel hraustur. Hann hefur líka gefið sig allan við vísindum og aldrei fengist við opinber mál, enda er hann yfirlætislaus maður og lítið fyrir að trana sjer fram. í haust er leið varð hann doktor í heimspeki (doctor philosophiæ) fyrir ritgerð þá, er nefnd er lijer að framan. Hjer skal eigi gerð nein tilraun til þess að lýsa vísindastarfsemi Helga, en aðeins tekið það fram, að hann er mjög athugull, nákvæmur og vandvirkur vísindamaður, og liefur þegar unnið mikið og golt verk í þarfir íslenskrar náttúrufræði. Sjerstaklega hefur hann ransakað þaragróður landsins meira en nokkur annar, og fundið þar fjölda tegunda, er áður voru óþektar hjer við land. Er það eðlilegt, að hugur hans liafi sjerstaklega hneigst að sjávargróðrinum, þar sem liann er al- inn upp við sjó og vanur sjóferðum frá æsku. Má nú telja Helga meðal hinna fremstu af ís- lenskum náttúrufræðingum, en, eins og tekið var fram í upphafi, — það er ekki arðvænlegt starf að gefa sig við náttúruvísindum á Islandi, sem ekki er von, þar sem efnin eru lítil og margt annað kallar að, sem talið er nauðsynlegra. ()g því miður liefur landið eigi enn getað boðið Helga neitt meira en dálítinn styrk til ransókna og hefur hann því, síðan hann fluttist hingað, meðfram orð- ið að hafa ofan af fyrir sjer með tímakenslu við ýmsa skóla, en það starf örfar nienn sannarlega eigi til vísindaiðkana. Sœþörungur. % Síra Júlíus Þórðarson. Það er fátítt, að kandídatar frá prestaskólan- um lijer í Reykjavík hafi orðið prestar ann- arstaðar en hjer á landi, eða þá hjá íslendingum vestan hafs. Síra Júlíus Þórðarson er þar undan- tekning, en hann liefur nú í 9 ár verið þjónandi prestur í sænsku ríkiskirkjunni, og frá 1. maí 1909 sóknarprestur Wisseltofta og Verum prestakalls í Svíþjóð. Síra Júlíus Kristinn Þórðarson er fæddur á Fiskilæk í Borgarfirði 12. des. 1866, sonur Þórðar hreppstjóra Sigurðssonar og Sigríðar Runólfsdóttur, er þar bjuggu. Stú- dent frá lærða skól- anum hjer íReykja- vík varð hann 1891, og útskxáfaðist af . prestaskólanum . lijer 1893. Vorið eftir var liann vígð- ur aðstoðarprestur að Görðum á Alfta- nesi, til sira Þórar- ins Böðvarssonar, og var það 2 ár rúm, eða þar til síra Þórarinn dó og prestakallið var öðrum veitt. Sum- arið 1897 var sira Júlíus lijer i Reykjavík og þjón- aði þá enn Garðaprestakalli að nokkru leyti, með- an síra Jens Pálsson sat á þingi. En þá um haustið fór síra Júlíus til Noregs og iðkaði guðfræðisnám næsta vetur við »prakt.-tlieol. Semi- nariet« við liáskólann i Kristjaniu. Var svo kenn- ari við Ullmans lýðháskóla í Noregi sumrin 1898, 1899 og 1900, en síðan í þjónustu ungmennafjelag- anna þar 1900—1901, og flutti fyrir þau fyrirlestra. 1902—1904 var hann sjómannaprestur í Karlshöfn í Sviþjóð, og 1903 var hann jafnframt aukakenn- ari við lærða skólann þar. í desember 1903 tók hann próf í Lundi í sænskum kirkjurjetti, og gekk frá næstu áramótum í þjónustu ríkiskirkjunnar sænsku, var fyrst vicipastor í Lunds stifti, en síð- an sóknarprestur í Wisseltofta og Verum presta- kalli, eins og áður segir. 25. júlí 1906 kvæntist liann sænskri konu, Signe Tretow, dóttur Aug. Theodórs Tretows, prests í Karlshöfn. Sira Júlíus Pórðarson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.