Óðinn - 01.02.1911, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.02.1911, Blaðsíða 8
88 ÓÐINN og álpaðist svo inn undir kverkina á lienni og nuddaði höfðinu upp við múlinn á móður sinni. — fvílíkan ljóma pögullar móðurástar hafði hann aldrei sjeð í neinum augum. — Pað brendi sig inn í 12ára hug hans. Ogleymanlega.------ Petta flaug alt eins og elding gegnum huga Sverris í samfeldri mynd, meðan hann stóð og horfðist i augu við gráa klárinn. Hvar hafði hann sjeð hann áður? í þeim svifum bar húsráðanda þar að. »Þjer þekkið ef til vill þennan gráa«, sagði hann brosandi. »Já, það held jeg nærri því — þó jeg komi honum ekki almennilega fyrir mig — en jeg er viss um, að jeg hef sjeð hann einhvern tíma — fyrir löngu«. »Ojæja, jeg býst nú við því«, sagði bóndi. »Faðir yðar sendi hann hingað í fyrra dag með ferðamönnum, og lagði svo fyrir, að hann biði yðar hjer. Pjer mund- uð ekki þurfa fylgdarmann, ef þjer riðuð Grána, hafði hann sagt«. Sverrir vaknaði eins og úr löngum draumi, þungum svefni, og endurminningarnar streymdu inn á hann eins og hvitur foss. Gráni! Litli Gráni, stóri Gráni. Valur! Pað var hann! — Það var hann lifandi kominn. Bráð-lifandi! Hvernig gat hann hafa verið svona blindur! Pessi augu voru þó ekki sköpuð nema í einum einasta hesti. Grána. Grána, sem honum var gefinn í afmælisgjöt, þegar hann var 12 ára. Og folaldið þá misserisgamalt. — Grána, sem allir strákar voru skotnir í við kirkjuna, meðan hann var tryppi og hjet aðeins litli Gráni eða folsi. Grána, sem hann reið á til kirkju síðasta sunnu- daginn, er hann var heima, og reið þá fram úr öllu kirkjufólkinu síðasta sprettinn heim að prestssetrinu.— Grána, sem hafði fegurst höfuð og háls og fráasta fætur allra hesta í hrepnum og var talinn þriðji besti hestur í allri sýslunni, og þó tæpra sex vetra þá. — Grána, sem hann kvaddi grátandi í siðasta sinni, er hann fór suður. Þá hjet hann Valur og átti nafnið með rjettu bæði að list og lit.--- Hvernig hafði hann getað gleymt honum! Pessi löngu útlegðarár höíðu máð margtogmikið úr huga hans af því, sem kært hafði verið. Og sumt var ef til vill alveg gleymt. — »Pað var fallega gert af pabba«, sagði hann hægt, eins og við sjálfan sig, og strauk Grána um höfuð og háls, lagði vangann upp að honum og fann ylinn streyma um sig allan. Y1 bernskuminninganna úr föðurgarði. »En hvað það var fallega hugsað af pabba«. Og hugurinn sagði miklu meira. — Pabbi hans vissi, hvað hann gerði. — Pað var ekki til þess að senda honum reiðhest, að hann sendi Grána. Pví hann bjóst auðvitað við, að Sverrir hefði að minsta kosti tvo til reiðar. Og á meiru var eigi þörf. — En faðir hans vissi, að með Grána sendi hann syni sínum allar bernsku- minningarnar að heiman. Pað kærasta, sem hann hafði átt sem barn. Og með þessari sendingu fylgdi það, sem dýrmætast var af öllu. Foreldraástin og föðurumhyggj- an, sem altaf var síung. Pótt Gráni eltist. —Já, nú var hann 16 vetra! — En hvað tíminn líður. »Guði sje lof, að jeg kem heim. Er nærri því kom- inn heim aftur. Áður en það var orðið of seint«. — Gleði og þakklæti fyltu svo huga hans, að honum varð þungt um andardrátt.---------- Mitt á milli nóns og miðaftans var hann kominn á stað. Valur Ijek við tauminn, og fæturnir snertu götutroðn- ingana snögt og títt eins og stiltar stálfjaðrir. Hann bar höfuðið jafnhátt og í æsku. Sverrir gat faðmað fram um hálsinn, ef hann laut lítið eitt áfram í söðli. Hann grúfði andlitið niður í faxið og fann fjörkippina og vöðvaspil hestsins með öllum líkamanum. Hvílík nautn! Samspil tveggja lifandi vera. — Pað var eitthvað annað heldur en járnbrautir og sporvagnar, bifreiðir og hjólhestar! Öll þessi nútísku farartæki, sem hugvit mannsins hafði fundið upp. Ótakmarkað dásam- legt hugvit. — En öll skorti þessi tæki það, sem reið- hesturinn hefur í svo ríkum mæli: lif og fjör. Samræmi við reiðmanninn. — Samstarf þeirra beggja. — í því var fólginn munurinn á hugvitssmíði og sköpun. — Maður- inn verður þó aldrei Guð, hve langt sem andi hans nær og nemur lönd. Og Sverrir brosti með sjálfum sjer. Að því, hve mjög hann hafði gleymt lifinu sjálfu alla þá daga og vikur, mánuði og ár, er hann liafði sökt sjer niður í raffræði og vjelfræði. Hvílík nautn það liafði verið honum að kafa hyldýpi hugar síns og setja upp stór reikningsdæmi. Og leysa úr þeim. Og hve oft hann hafði gleymt öllu öðru yfir þessu. Nú varð alt þetta eins og barnaleikur í samanburði við þá nautn, er hann fann á hestsbaki. Fagur leikur og skemtilegur. Og nytsamur mjög. En þó alls eigi þess virði, að maður gleymdi sjálfu lífinu hans vegna. Upphafi sínu, tilgangi og takmarki. — Til hvers er það manninum, þótt hann vinni all- an heiminn, ef hann vanrækir og glatar sál sinni. Sam- ræminu við lífið og náttúruna dauða og lifandi? — En hvað það var langt síðan Sverrir hafði orðið varþvílíkra hugsana. — í mörg ár hafði vindur og vatn, ár og fossar aðeins verið afls- og auðsuppspretta, er mönnum var lagt í hendur að leysa og hagnýta sjer. Peim mönnum, er fundið höfðu »Aladdínslampann« í undirheimum liugvits síns, sem svo margir gefast upp við að kanna. Eða reyna aldrei til þess. — Nú var alt leyst úr álögum. (Niðurl.) Svo heitir kenslubók í íslensku, sem nýlega er komin út, eftir Jón Ólafsson alþm., án efa besta og handhægasta kenslubókin, sem til er í þeirri grein, bæði til skólanáms og eins fyrir þá, er nema þurfa án tilsagnar. Petta er 1. hefti og er innihald þess: 1. orðflokkanir, 2. hljóðfræði, 3. beyg- ingafræði, 4. orðmyndunarfræði. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.