Óðinn - 01.04.1912, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.04.1912, Blaðsíða 2
2 ÓÐINN Ljóðmæli eftir Sigurjón Friðjónsson. Yæri komið vor og sumar. Væri komið vor og sumar, væri kvöld eða’ árdagsstund, væri’ eg barn og væri’ eg drengur veldi’ eg rós úr þinni mund. Liðast hár um ljósan vanga; leikur glelni’ um augans djúp, og á þína ásýnd dregur unaðsfagran töfrahjúp. Mjúkt og skært í eyrum ómar eins og ljóð þitt djarfa mál. Leiftur undan brúnahaugum berast inst í mína sál. Og þau kveikja og þau verma — og þau brenna, heit og skjót. Ástar tvenning: yndi’ og kvíðan eiga’ í kvöld sitl stefnumót. — Þungt er loft og þögul heiði, þrútin hrönn í lágri skor. En í mínum ofurhuga ómar Ijóð sem nálgist vor. Hátt yfir dölum. Lýsir um tinda og laufblöðin glitra; Ijósbylgja náttsorann þvær. Himininn roðnar. En hafdjúpin titra; hljóðnar inn náttkaldi blær. Hátt yfir dölum, hátt yfir sölum hlýleg og brosandi vorgyðjan rís. Með hljómþýðum niði, himneskuin kliði, heilsar in sóleyga dís. Korndu nú ljúfa! með Ián mitl og yndi, læknaðu vetrarins mein. Senn rísa bárur í suðrænum vindi, senn kvaka þrestir á grein. Hátt yfir dölum, hátt yfir sölum hamingja fögur í Ijóshrönnum skín. — Hugur minn saknar, vorþrá mín vaknar, vitjar á náðir til þín. Ljósvakinn titrar og Ijósbylgjan streymir leiftrandi’ um slrendur og haf; engu, sem lifir í ónáð, hún gleymir. Omar liver vættur, er svaf. Hátt yfir dölum, hátt yfir sölum með hátign fer dísin í geislanna flaum, lítur til moldar, leiðir til foldar lífþrunginn sköpunardraum. í ljúfuin blæ á ljósu kveldi. Enn lyftir þungum skörum skýja og skín in milda himinsól, og enn á gleðin garða nýja og geisladýrð um veldis-stól. Hvert fjall er bjart af fórnar eldi, liver foldar rós á boð til mín. í ljúfum blæ á Ijósu kveldi fer Ijóð mitl frjálst og vitjar þín. Og sjálfur út á grundu græna jeg geng og teyga vorsins óm; hvert liljuhlað, hver lækjarspræna um lífsins kveður helgidóm ; í suðri gneggjar gaukur fagur; í glitskóg kvakar þrasta lier. Með sól á vanga sumardagur og söng á vörum fagnar mjer. Svo bendir dís frá björtum slóli og her sitt gull á leið til þín. Við hláa lynd í bjarka skjóli þú bíður, lijartans vina mín. í augum klökkvi ástar glilrar og unaðsljóma’ á vanga slær, og kringum varir viðkvæm titrar sú viljans rós, sem fegurst grær. Og eygló skær að unnuin hnígur — sem augabragð er stundarbið — og angan hrein af engi stígur og ár í fjarska talast við. En fjall er vafið fórnareldi og fugl í hljóði lofsöng tjer. í ljúfum hlæ á ljósu kveldi er lán mitt kæra! fult hjá þjer. V í s u v (brot). Lyflir tjöldum ljóshiminn; líður kvöld á sviðið inn. Frostnótt köld með farfa’ í kinn fer með völd i þetta sinn.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.