Óðinn - 01.04.1912, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.04.1912, Blaðsíða 5
ÓÐINN 5 Söng’varar. I’að þótti góð skemlun, er þau sungu lijer saman í fyrra haust. tvísöngva úr ýmsum söngleikjum lir. Pjetur Jóns- son og frk. Ellen Schultz. Þau voru hjer gestkomandi sumarmánuðina. Pjetur Jónsson er sonur Jóns Árnasonar kaupmanns hjer í Rvík. Varð hjer stú- dent fyrir nokkrum árum, tók svo heimspekispróf við liá- skólann í Khöfn, og fór síðan að nema tannlækningar, en hætti því brátt og gaf sig all- an að söngnámi. Var fyrst einn vetur á söngskóla kngl. leikhússins í Khöfn, en fjekk þá tilboð frá nýstofnuðu söng- leikhúsi í Berlín, sem heitir Kurfúrsten-Opera, og var ráðinn þar sem einn af aðalsöngvurunum. Fór hann þangað síðasll. haust. Fjekk þó fyrsl leyfi frá leikhúsinu til þess að fullnuma sig í þýsku, áður hann byrjaði, og mun því nú vcra lokið um þelta íeyti og lrann að byrja að syngja þar. Pjetur var í söngflokki stúdentafjelags- ins danska, er það fór ferð sina um Ameríku í fyrra. Það segja söngmenn lijer, að P. J. sje efnileg- asti og raddbesti söngmaðurinn, sem við íslendingar böfum átt á síðari árum. Frk. Ellen Scliultz dvaldi hjer lijá systur sinni og mági, Jóni Ófeigssyni kennara. Hún vann sjer hjer góðan orðstír fyrir söng sinn i fyrra. Röddin er hreimfögur og þýð altrödd, og henni vel beitt. Frk. E. S. á heima í Khöfn og hefur sungið þar á samsöngum í vetur. a. Pjclur Jónsson. Ellen vScliultz. með nýrri andans öldu fólkið vaktir, þá upp hinn bjarta listafána hófst. Þú, listaskáld, oss leiðir fyrir sjónir vort líf, og stríð við ilsku, svik og tál. Vjer erum kaldir klettar mosa grónir, ef kunnum ei að skynja leiksins sál. Hann sýnir bvernig harðúð heiftir skapar, um böfuð frjálst svo enginn strjúka má, hann sýnir hvernig saklaus stundum hrapar í sekl og útlegð, rekinn klakann á. á málin stundum bregða skírri birtu, þó beri ekki kyndla sína bátt. Þó Laurentíus lagasverðið reiði, svo loksins verði hverjum bófa náð, og böggin sviklaust grimmum Skugga greiði, það gagnar lítt, ef þrýtur dýpri ráð. Því »skuggum« þeim, er liggja þyngst á landi með lagahörku seint til bana vinst, um stund þó bnigi fyrir beittum brandi, úr böndum losna, þegar varir minst. Hann sýnir líka’, að ástin ein má bæla það alt, sem mannsins vonska hefur stnáð, með einu líknarorði’ er ljett að kæla þann ólánsmann, er loksins finnur náð; liann sýnir og, þeir aumu’ og lítils virtu, sem oft af veröld leiknir voru grátt, Ei hepnast Jóni »heiðarsvein« að vinna, þó hreykinn sje, því vit og lagið brast. Af hendi Ásta verkið vel má inna, hún viltum sveini haldið gelur fasl. Það mundi gefa vængi vonum bestu og vekja heilladísir þessa lands,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.