Óðinn - 01.07.1912, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.07.1912, Blaðsíða 7
ÓÐINN 31 arstaðar reglulegt sálnrdrep. í kirkjulegum efnuni er alt valdboðið, eins og þú veist: kirkjur, kirkjulðg, kirkjusiðir, prestar, gjöld til prests og kirkju, bænir, söngvar, sálmar, skilningurinn á heil. ritningu etc. Alt petta óeðlilega vald parf að brjóta, og trúa söfnuðunum algert fyrir s j á 1 f u m s j e r. En um lcið parf að fjölga skólum sem verða má og 1'ræða upp á kraft. Veislu hver mín skoðun er? Hún er ljót, en hún er sú, að vjer eigum pjóðkúgun og eymd vora mikið, ef ekki mest, upp á hina svonefndu siðabót á íslandi, p. e. upp á ríkiskirkjuna. Ahrif sannleikans hafa verið »nautraiiseruð« af einveldi og einokun, svo í andlegum sem likamlegum efnum. Ábyrgðarleysið hefur gert söfn- uðina hugsunarlausa; föðurnáð kongsins og stiftsyfir- valdanna hefur gert pá ugglausa. Kristindómurinn hef- ur glatast f}rrir pað, að hann fjekk aldrei að standa á sínum eigin fótum; meðalgangarafjöldinn er svo mikill, að söfnuðurnir sjá ekki guð. . . . Við höfum sem stendur engan skörung, enga frelsishetju. Skárstir verða Einar í Nesi og Gr. Thom- sen. Einkum er undarlegt og skaðlcgt, livað pjóðin er illa vöknuð til að hugleiða trúarbragðamálefnin, sem eru pó undirstaðan. Sömuleiðis, hvað sum kjördæmin kjósa hraparlega til alpingis. En látum sem flesta ná að mentast af ungdómi landsins; par fáum við eitthvað golt upp úr á cndanum. Þegar 99 eru farnir í hundana, pá verður kannske sá 100. góður og bætir upp alla hina. í’ótt jeg sje »pessimisti«, eins og pú segir, pá hef jeg samt örugga trú á framtíð Iands og pjóðar, pó jeg reyndar verði að álíta, að menn purfi í ýmsum grein- um að snúa við blaðinu og breyta til. Við þurfum sjálf- sagt að ganga nokkuð aðra vegu til farsældar en þær koppagötur, sem vjer nú göngum. í snatri sendi jeg pjer tvær nýsamdar ræður, en — sökum annríkis lief jeg eigi tima til að afskrifa pær, svo pú verður að senda mjer þær aftur. Þú verður að afsaka, þótt pjer kunni ekki að falla pær eins vel og sú i fyrra. Þær eru íljótlega samdar, þó reyndar sumt í þeim sje ekki svo fljótlega hugsað. Fj'rirgefðu alt saman. . . . * Skug'gamyndir. Lampinn þornar, ljósin deyja, Ijóra sverlir skinlaus nótt. Frækilega fangbrögð heyja freistingar við holdsins þrótt. — Ilann var ungur, hraustur, fríður, hafði engan kunnan llekk; ekki var þó svanninn síður. — t*au sátu þarna’ á legubekk. Kossum þau ei vanga vörðu, — vært og sælt er náttmyrkrið. — Hvað þau sögðu, livað þau gjörðu, kemur ekki neinutn við. Hún varð flækt í Venus-vaðnum viðsjálasla þessa nótt. Seinna þarna’ á sama staðnum sáust þau. — Hún mælti hljótt: »Hjerna kvaðstu hjartað brenna af hreinni, sterkri ást til mín. Viltu nú ei viðurkenna vald þitt þá og armlög þín?« »Síður vil jeg setja láta svartan blett á heiður minn; en vísast mun jeg verða’ að játa, verði rengdur eiðurinn«. Henni þótti þunglegt svarið; þetta var nú brynjan hans, — úr lýgi’ og svikum saman barið sigurvirki óþokkans. Stundu síðar straumur þungur steðjar fram með konulík, Iemur því við kletta’ og klungur, kastar því svo upp í vík. Henni þótti þetla betra, þessi grimmu heljartök, en að vistast átján vetra í ógæfunnar þrengstu vök. * * * * * ♦ * ¥ * I’ú, sem veldur þessum skrefum, þekkir blygðun svikarans og færð að kenna’ á hefni-bnefum hnúabera sannleikans. Jakob Tborarensen. Si Norsk bók. Ivar Sæter: Ignatius Loijola. 228 bls. Gyldendnl. Verö: 3,80. Mjer pætti ekki óscnnilegf, að íslendingum, sumum hverjum, pætti fróðlegt að kynnast Ignatius Loyola. Ef svo væri, gerðu peir vel í að útvega sjer pessa bók, sem skáldið Ivar Sæter hefur um liann skrifað. Pað er æfisaga hans, vel sögð. Til pess að sjá pá staði, er hann lýsir eigin augum, tóksl Ivar lerð á hendur til Spánar, Ítalíu o. v. Um leið átti hann tal við marga fremstu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.