Óðinn - 01.08.1912, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.08.1912, Blaðsíða 7
ÓÐINN 39 Svala, svala! Þá get jeg vakað og vonað og vaggað mjer út um höf. Handa þeim einmana eiga þær nætur inndæla sumargjöf. Stundin líður og dvaladís flýr daginn, sem hávær og grimmur rís; þá hverfa í álögin allir, sem eiga í náttlöndum hallir. Svala, svala! Ein er jeg ekki lengur, ef þú vilt dvelja hjer meðan útlegð þín, veslingur, varir og vaka á kvöldin hjá mjer. Samt vildi’ jeg lielst, að þú hittir veg heim til þín, smáa, því glögt veit jeg að þjer bætist einveran eigi, þó ’eg hjá þjer glaðna megi. Hulda. Sí. Kaflar úr brjefum frá síra Páli Sigurðssyni í Gaulverjabæ til Porsteins Jónssonar læknis í Vestmannaeyjum. Gaulverjabæ, 18. apríl 1883. Jeg kenni í brjósti um ykkur, að eyjarnar ykkar skuli vera farnar að bregðast svo hraparlega með sjávar- aílann, að fólk heldur sjer ekki frá hungri, og álít jeg fyllilega, að sveitir pær, er slíkt kemur árlega fyrir í, sjeu alls ekki byggilegar með pvi lagi; og stefnir alt að því einu, að annaðhvort er að fara að yfirgefa landið eða taka í lurginn á atvinnuvegum og verslun, til að bæta það. Pið, eins og íleiri, þurfið þilskipa við sjávarafia. Nú erkrökt af fiskiskútum Frakka rjett uppi í landstein- um fyrir framan Loftstaði, og draga þær fiskinn ótæpt, en landsmenn komast ekki út. Slíkt er grátlegt. Jeg er að segja formönnum á Loftsstöðum, að þar sem svo mikilvæg atvinna þeirra sje bundin við sárfáa daga á árina, þá megi þeir ekki vita af neinum helgidögum, heldur róa sýknt og heilagt, en — þeir hafa ótrú á því, halda þeim hefnist fyrir og gjöra það svo ekki. Sagt er að prófastur vor hafi gefið síra Jóni á Asgautsstöðum að- hald um, að sjá um sálir þeirra þar, að þeir rói ekki á helgidögum. Svona líst sitt hverjum, og af öllu er hörmulegast, að fólk er að kvelja sig í nafni trúarbragð- anna. En þau eru reyndar lítið annað en form og hjá- trú; fólkið er meðvitundarlaust um ástand sitt og þörf. — Meðal annara orða: Verður ekki bætt eða fjölgað atvinnuvegum í Vestmannaej'jum? Pvi er þar ekki æðarvarp? Eða verður því ekki á komið? Má ekki auka atvinnu af bjargfuglinum? Eða gjöra eitthvað til framfara? Landstjórnin vor liggur, að mínu áliti, mjög á liði sínu, á meðan hún hefur ekki erindreka sína, mentaða og duglega fagmenn, út um alt, til að kynna sjer ástand sveitanna, bæði auðsuppspretturnar, sem til gætu verið á hverjum stað, svo og hverju bráðast liggur á í lag að hrinda. Reynslan margsýnir, að fólk þekkir ekki land sitt, hvorki að kostum nje ókostum, og veit ekki hót, hvað í því kynni að liggja, en liins vegar blindar gamall vani og kreppir sjóndeildarhringinn, og samgönguleysið gefur ekki kost á, síst hjer austan fjalls, að þekkja neitt annað en sitt eigið »slehdrian«. Er það ekki t. d. bágborið, að jeg skuli daglega sjá Eyjarnar út um glugga minn, en á milli ykkar og okkar skuli vera eins mikið djúp staðfest og »hins ríka og fátæka«, að enginn skuli nokkru sinni koma fráykkurtil okkar, nje frá okkur til ykkar? Hvernig eiga rnenn, með svo dœma- lausu samgönguleysi, að geta vaknað til að styðja hver annars framfarir? Eyjarnar þurfa —segi jeg það enn — að eiga gufubát. Pað er lifsspursmáf, og landssjóðurinn á að lilaupa undir bagga. Rjett nýlega var haldinn sýslunefndarfundur á Eyrarbakka, en ekki hef jeg enn af lians aðgjörðum frjett. Jeg sendi, í umboði hreppsnefndar Gaulv.b. hrepps, áskorun tii sýslunefndar um, að gefa gaum verslunar- málum hjeraðsins, einkum því, að hjer Vantaði alveg allan markað fyrir nautpening, sem þó væri lífsspurn- ing fyrir þá stóru atvinnu Flóamanna, nautpeningsrækt- ina, sem nú væri ófullkomin sökum verslunarleysis, en mundi taka íljótt framförum, ef vörur þær, sem naut- peningsræktin af sjer gefur, gætu komist í verð. Jeg vona að sýslunefndin hafi eitthvað sint þessu. Hin sunnlenska verslun hefur verið óbrúkandi í því, að taka aldrei neitt kjöt. Með því liefur landbúnaðinum verið lialdið í skömm og skötulíki. Nú er jeg, vinur minn, búinn að þreyta þig á heil- miklu hagfræðislegu rausi. En jég brenn af áhuga fyrir viðreisn lands og þjóðar. Bæði grein sunnlenska prests- ins i »Fróða« og lærisveins rikiskirkjunnar i »Pjóðólfi« eru — inter nos — eítir mig. Jeg hlakka til að heyra svar síra Jóns Bjarnasonar. Jeg hygg — þótt ófagurt sje frá að segja — að trúarbragðakenslan í landinu sje óhæf. Pessi »dogmatiski« kristindómur hlýtur að hverfa og rýma sess fyrir praktiskri kenslu. Jeg er sannfærð- ur um, að hjerer fyrir höndum mikil andleg revolution, og hún mun frelsa þjóðina. í útlöndum er hún byrjuð. Lestu »Sanningssökaren«, sænskt tímarit. Pantið þið hann i sameining Eyjabúar, og lesið þá árganga, sem komnir eru. Jeg heí verið að því í vetur, og geðjast vel. Síra Matthías á ritið, og gætirðu fengið það hjá honum til láns, ef þú hefur ekki sjeð það. — Pað þarf að snúa því upp, sem niöur er í þjóðlifi voru, og hinu niður, sem upp er. Ivennivald, klerkastjett, biskup, pró- fastar, skóli — er alt saman úrelt og óhafandi. Satt að segja efast jeg um, livort það var nokkurt framfarastig fyrir landið, þegar kristni var lögtekin . . . « Gaulverjabæ 14. febrúar 1884. Nú eru farnir suður til að sigla faktor G. Thor- grimsen og Jón Arnason i Porlákshöfn, hinn fyrri, að sagt er, eftir beiðni kaupmanns Lefolii, en hinn. síðari til að útvega sjer vörur að versla með. Hverju spáirðu fyrir Stokkseyrar verslunarstað? Hann er nú kominn í

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.