Óðinn - 01.09.1912, Síða 1

Óðinn - 01.09.1912, Síða 1
OÐINN Eggert Pálsson prestur. Hann er fæddur 6. október 1864 í Sogni í Kjós. Foreldrar hans voru Páll Einarsson bóndi þar og kona hans Guðrún Magnúsdóttir Waage bónda í Stóru-Vogum Jónssonar. Eggert út- skrifaðist úr latínu- skólanum 1886 og af prestaskólanum 1888. Ári síðar fjekk hann veitingu fyrir Breiða- bólstað i Fljótshlíð og vígðist þangað 11. ág. 1889. Var liann þá nýkvæntur, en kona hans er Guðrún dóttir Hermanns Jolinsens sýslumanns á Velli í Rangárvallas. Hafa þau síðan búið á Breiðabólstað, og frá 1902 hefursíra Eggert veriðþingmaðurRang- æinga. Síra Eggert Páls- son er talinn góður prestur og hefur verið mjög vinsæll hjá sókn- arbörnumsínum,enda varð hann brátt hjer- aðshöfðingi þar eystra og forvigismaður bæði í sveitastjórnarmálum og landsmálum. Hann er búsýslumaður mikill. Segir kunnugur maður svo frá, að hann liafi tekið við Breiðabólstað 1889 ineð 2 þús. kr. skuld á baki eftir námið, og brauð- ið rýrt um 700 kr. frá því sem áður var. Og prestsekkja alla tíð í brauðinu síðan, sem tekur l/io af tekjunum. Jörðin stærðarskrokkur og karga- þýfð. En síra Eggert hefur á þessum árum sljett- að um 20 dagsláttur og girt alt túnið (80 — 90 dag- sláttur) með fimmfaldri girðingu og þrefaldri með undirhleðslu. Bygt lieyhlöðu fyrir 7—800 hesta, með íjósi á aðra hlið og hestliúsi á hina. Bygt íbúðarhús, sem kostað liefur um 7 þús. kr., og tók til þess upphaflega 4 þús. kr. lán á prestakallið, ernú munvera eftir af um 2 þús. kr. Fyrstu árin bjó hann eins og aðrir þar um sveitir með öllum þremur tegundum gripa: sauð- fje, hrossum og kúm, en hætti við sauðfjár- búskapinn 1901 og bygði þá tvær hjá- leigur, sem undir voru baldnar, af því að liann þóttist sjá, að sauðfjáreignin borgaði sig ekki. Hefur síðan að eins haft kýr og liross. Mun nú láta nærri að hann haíi um 25 nautgripi og um 30 hross. Varð hann fyrstur manna til þess þar á Suður- Iandsundirlendinu að hætta við sauðfjárbú- skapinn, en siðan hafa fáeinir bændur tekið það eftir. Hann var einnig sá fyrsti, sem byrjaði á því að plægja og herfa jörð með grasrótinni, bera aðeins áburð á og láta gróa upp af sjálfu sjer á 2—3 árum, og hafa fjölda margir tekið það upp síðan. Frú Guðrún, kona síra Eggerts, er mesta myndarkona í öllum greinum. I’au hafa eignast eina dóttur, sem Ingunn heitir, nú 16 ára, en aðra stúlku, jafngamla, hafa þau einnig alið upp, sem Eggert Pálsson prestur.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.