Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 3
ÓÐINN 43 lienudikt Svciiisson. að baki peirri fram- íör, einkum þó ef tekiö er tillit til pess, hve erfitt er aðstööu par í brattanum, og landbúnaðurinn auk pess aðallcga bjávcrk eins og viðast hvar í Brekkuporpinu. Pví aðalbjargrœðisvegur er par sjávarúthald. Hefur Bcncdikt haft sjávarútgerð alla tíð síðan liann íór að búa, og bc]>nasl fiem- urvel. Ýmsstörfönn- ur hefur hann á hendi, svo sem afgreiðslu fyrir Sameinaðagufu- skipafjelagið, bóksölu, brjefhirðingu o. 11. Um langt skeið hefur hann verið einn af bestu slyrktarmönnum Templarafjelagsins austanlands, og pá að sjáltsögðu einkum i Mjóafirði. Átt par og góðan pátt i stofnun lestrafjelags. Sveitarmálefni hefur hann pó heldur leitt hjá sjer, en aftur skrifað nokkuð um landsmál, einkum atvinnumál, í blöðin eystra. Er hann og f'róður um margt og hefur lesið mikið. Sama árið sem Benedikt Uutlist fyrst að Borgareyri, kvæntist hann Margrjeti Hjálmarsdóttur dbr.m. Her- mannssonar á Brekku. Er hún dáin fyrir nokkrum ár- um. Eignuðust pau 13 börn, sem öll eru á lifi, nema ein dóttir, Sigriður að nafni, er Ijest næstum samtímis móður sinni. Elstir sona peirra eru: Sveinn flskimats- maður í Hlíð, Hjálmar bóndi í Danmörku, Vilhjálmur verslunarstjóri á Norðfirði og Friðjón bóndi á Beykjum. h. Yið sólsetur eftir Kormák. Kvöldið var kalt og napurt, eins og veruleikinn. En sólsetrið var unaðslegt, eins og heillandi endurminn- ingar horíins unaðs, eins og æfinlýrahcimur æskunnar, eins og dýrlegt draumaland. Já, draumaland, Orðið dró dilk á eltir sjer, sem óðara kom upp í huganum — kom fram á varirnar: »Par að eins yndi fann jeg, par að eins við mig kann jeg, par batt mig trygðaband. Pví par er alt, sem ann jeg — pað er mitt draumaland«. Og svo kom upphafið: »0, leyf mjer pig að leiða — Ástin mín unga er svo undur-viðkvæm og ör. Hún er svo fljót að verða hrifin og hún er svo Ijett á sjer, pví hún pekkir engin bönd. Hún breif önd mína með sjer á llug, ljet hana skilja biksvartan búkinn eftir á jörðinni. Og með aðstoð draumaguðsins almáttuga, sem er henni svo handgenginn, fann hún fljótlega pað, sem hún vildi fá að leiða — inn á logskreytta draumalandið í vestrinu. Svo vorum við pá komin pangað saman, hún ást- vina mín og jeg. Par var myrkrið ekki til og ekki kuldinn. Par var að eins unaður, tvöfaldur unaður: — af Ieiðslulindum ástarinnar og af gullnum lindum ljóssins. Mennirnir niðri á jörðunni sáu okkur ekki parna uppi á draumalandinu. Peir litu ekki pangað. Aurinn á jðrðunni var peim nógur unaður. Og svo skoðuðu peir sig í spegli sjálfselskunnar og dáðust að. Og á- nægjan með sitt elskulega »jeg« skein út úr hverjum andlitsdirelli. Parna á meðal peirra sáum við mann, sem var að mála myndir. Hann málaði að eins pað, sem honum póknaðist sjálfum, sumt af pvi honum pótti pað fagurt og sumt af pví honum póíti pað ljótt. Og hann spurði mennina ekki aö pví, hvað væri fagurt eða ljótt, heldur sagði sjer pað sjálfur. Hann málaði myndir af peim, en pær voru svo skýrar að peir pektu ekki sjálfa sig. I spegli sjáll'sclskunnar litu peir alt öðruvisi út. Peir gátu pví ekki annað sýnt honum en fyrirlitningu. En hann skeytti pví engu, heldur hjelt sína leið og málaði áfram sem áður. En við undum okkur á draumalandinu við ljúí'uslu nautnir tilverunnar. Við algleymisveigar ástarinnar er unaðurinn ótakmarkaður. Og er algleymið bráði af okkur við og við, sátim við að eins sólgylta braut liggja Iramundan. Par ætluðum við að leiðast áfram, tengd unaðsböndum ástarinnar en ekki aðfengnu tióðri------- Æ! — kuldinn beit mig i kinnarnar og vakti mig aftur til veruleikans. — Elskaða! hví hvarfstu svo skjólt? Hví fjekk jeg ekki að leiða pig lengur? Og nú er meira að segja sólroðinn horfinn að mestu og húmið fallið á. Pá held jeg heim og fel mig á vald svefninum. Hann er einnig máltugur, pví hann hefur bæði algleymi og drauma. Par leita jeg pig uppi aftur.------- Einn í myrkrinu. Myrkrið gægist um gluggann og gáir, hvort ljósið er dofnað. Svo glottir það út undir eyru, þvi alt er i skuggunum sofnað. Svo læsir það greipum um gættir og glennir hurðir frá stöfum. Það heyrist ei hrikta í lásum; alt er hljótt sem í dauðra gröfum. Það er nálykt. Úr hverju horni kemur hópur af nábleikum vofum. Þær glápa' á mig gráðugum augum og glotta í myrkursins rofum. Þær hrópa: Við eigum að æra' 'ann, svo öllum hann verði að meini. Svo dansa þær utan um mig. Ein olar fram hálfrolnu beini. Svo dregst jeg bráðum i dansinn, verð draugur, öilum að meini. En af hverju má jeg ekki, sem óvætlur, verða að steini? Soeinn H Jónsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.