Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 6
40 ÓÐINN Hugfnngin horfðu þau bæði á hafið, svo töfrandi breitt. Hann sigldi á sama kveldi yfir sæinn, í ókunn lönd. Nú horfir hún ein á hafið fiá hrjóstugri og berri strönd. Fleyið með fannhvítum seglum flaug, eins og svanur, á höf, til landa í árroðans eldi, en öldurnar bjuggu' 'onum gröf. Nornirnar fleyinu fagra förguðu. Um sólarlag horfir hún alein á hafið, — horfir enn þá í dag. 8. Við djúpið. Jeg yndi því vel, að óðal mitt væri' ylst úli í köldum mar, langt niðri í svörtu sölunum, í sólarleysinu þar. Hún kemur einatt, hin klökkvandi þrá og kallar, sem megi jeg til að steypast af klettunum köldu og svörtu í koldimman mararhyl. Hvað seiðir svo sái mína, Unnur! Svarið það kemur ei. Er það hlátur úr dauðadjúpinu, eða deyjandi brimstunur? Nei! Hvort eru það æíintýrin, sem ungum þeir sögðu mjer frá um hafmey, með gullna hörpu' og strengi, sem hljóma af svellandi þrá? Er það eldur frá kristallsarni, sem ilmar að vitum mjer, og legst um hjartað svo hljóðlega' og hugnnn i djúpið ber? Nei! IJað er ókyrð þín, Unnur, sem altaf mig flytur þjer nær; þú ert ekki að eilífu hin sama, ekki eins í dag og í gær. Þú byggir þjer turnháar bylgjur með blátær og sólroðin þil, — og jeg var að byggja mjer brýr, sem áttu að bera mig sólar til. Öldurnar þínar urðu að ógnandi, svimdjúpri gjá, og háreistu brýrnar, þær hrundu að grunni, — til Helvítis niður jeg sá. Svo skyld vorum við sköpuð, skyldari en hiti og bál; hverfleikur einn er hjartnð í mjer; jeg er hluti af þinni sál. Sveinn H. Jónsson. Runólfur Halldórsson hreppstjóri á Rauðalæk. Fáir munu þeir vcra suöur lijer, sem ekki kannast við Kunólf á Kauöalæk; svo cr liann víða nefndur og að mörgu góðu kunnur. Fyrrum lá aðalvegurinn um Rangárvallasýslu svo að segja um túnið á Kauðalæk. Kar þá margan gest að garði, en öllum beini veittur. Kynlust menn þá við rausn bónda, en Runólfur á Rauðalæk festist í minnum manna og hefur lifað þar siðan — þó vegurinn flyttist nokkuð frá bænum. En þó dálítill krókur sje ofan af Holtaveginum, eru það þó margir, sem telja hann ekki eílir sjer. Allir, sem lil þekkja, vila hvað Kunólfur helur gaman af gestum sín- um. Svo er og altaí eitthvað nýlt að sjá með hverju ári, annaðhvort i byggingum, jarðabótum — eða þá verkfærum. — Runólfur er læddurá Syðri-Rauðalæk 23. nóv. 1850. Voru forcldrar hans Halldór Halldórsson og Elin Tómas- dóttir, og átlu þau fjölda barna. Var Runólfur næst elstur þeirra. Olst hann upp hjá forcldrum sínum, og dvaldi hjá l'öður sínum þangað til hann var 21 árs. Móður sína misti hann 14 ára gamall. Búskap sinn lióf Kunólfur á nokkrum hluta Syðri- Rauðalækjar. Varhann þá á öðru árinu um tvítugl. Og árið cftir gekk hann að eiga Guðnýju Kjarnadóltur, Jónssonar á Efri-Rauðalæk. Voru þeir lengi í tölu hinna merkari bænda í Hollamannahreppi hinum forna. — Elnalítill var Runólfur, er hann hóí búskap sinn. En hann var snemma hagsýnn, og dugnaður, ráðdeild og sparsemi í besta lagi; græddist honum því bráll fje. Má geta þess, sem dæmi upp á dugnað hans, að cftir að hann var farinn að búa, stundaði hann útróður i í) vertíðir fyrir Háfs- og Þykkvabæjar-sandi hjá fyrv. alþ in. Þórði Guðmundssyni í Hala. Var Þórður þá á ljettasta skeiði, og sótti sjó með miklum dugnaði. Átti Runólfur að fara um 3 vikur til sjávar yflr vötn og eríið- an veg, var flestar nætur heima, en sat þó aldrei fisk

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.