Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 8
48 ÓÐINN Nátthagi. Utanmál hans 360 taömar, garður hlað- in undir viðast hvar en gaddavír 3 og 4 þættur ofan á. Er svæði það um 10 dagsláttur, og hyggur Runólfur að gera það að túni með tímanuh. Síðastliðið ár (1911) ljet hann þetta gera; Plægja og herfa um 450 ? faðma og skera þar að auki ofan af öðrum 450 ? föðmum. Býggia móhús með steinlímdri for undir (361 teningsfet) — haughús 8 fet á hæð og 9 let á vídd. Auk þess kom hann á fót dálitlum trjágarði heima við og Ijet gróðursetja allmikíð af plöntum ann- arstaðar í útgræðslu norður í túninu. Hefur hann mik- inn áhuga á trjárækt. Rauðalækur mun lengi bera nafn hans, og hrepp- urinn minnast, hvílíkur bjargvættur hann hefur varið sveit sinni. Og hver getur betri viðurkenning en þá, að lifa í verkum sinum, cftirkomandi kynslóð til fyrir- myndar? E. Sœm. Kaflar úr brjefu.m frá síra Páli Sigurðssyni í Gaulverjabæ til Þorsteins Jónssonar læknis í Vestmannaeyjuin. Gaulverjabæ 28. nóvemb. 1884. Með beslu þókk fyrir brjef þitt frá í vor sest jeg nú loksins niður til að ávarpa þig fáum orðum, og bið þig rita pennaleti mína á reikning hinnar herfilegu ó- tiðar, sem gengið heíur í sumar og haust og bakað bú- manninum marga raun. Er varla, að hugurinn hafi nokkurn tíma orðið svo hress, að sálin yrði scndibrjefs- fær, heldur hafa flestar góðar manndygðir rignt niður, ellegar orðið úti á haustnóttum líkt og mórinn, ellegar — tertio — orðið höfði skemmri likt og kýrnar. Enn þá í nóvembermánuði er nóg umhleypingatíð, e.n fátt í aðra liönd: enginn reki við sjó, enginn fiskur í verstöðum, til landsins jarðbönn að mestu, og — hamingjan má vila, hver afdrif vor verða, ef velurinn reynist harður. Flogin eru fyrir tíðindi um lát prestsins ykkar. Sje svo, að síra Brynjólfur sje látinn, þá mun úti um a'ð Eyjaprestakallið sje viðunandi, þar eð tilætlunin mun vera, að landsjóðsgjaldið falli burt eftir hans dag. Væri því ekki svo varið, þá mundi jeg sækja um Vestmanna- eyjar, en nú mun það ekkert keppikeffi úr því sem komið er, með því líka að það pláss er nálega fallið úr sögunni sem fiskiver. Af heimilisástæðum mínum er alt bærilegt að fijelta. Dóltir fæddist á höfuðdaginn síðasla og heitir Lára Mikaelina, nefnd í höíuð frænku sinni frú Láru, konu síra Jóns Bjarnasonar, nú i Ameríku. Sigurður minn settist í 1. bekk í haust í lærða skólanum, því ekki er í önnur hús að venda ettir mentuninni, og virðist mjer þó skólinn miður mentandi en skyldi. Það er latína fyrs.t og lat. slíll síðast — mestöll kensla fólg- in í orðmyndum og beygingum, og hvað er svo kent fyrir lífið? Skammlífur varð Porleifur frá Stóruháeyri og er liann nú sagður druknaður suður í Danmörku. Pað fráfall hoftir án efa verið til tjóns fyrir verslun Guð- mundar á Háeyri, mágs hans; því að Porleifur sál. var hans umboðsmaður og útvegamaður ytra, en ekki munu komið hafa þau skjöl og skilríki, er Guðm. átti von á með síðasta gufuskipi, og er því háldið að hann muni sjálfur sigla. Sagt er, að enn sje von á skipi til Eyrarbakka- verslunar. Á það að hafa lagt út snemma í sept, en brotið sig eða bilað í sjó og horfið aftur til Skotlands, fengið aðgerð þar og sje nú á uppsigling til Ebakka. Hamingjan má vita, hvernig því reiðir af í skammdeg- inu. En þó er í alla staði þörf á slíku skipi, þar sem vantar kaffi, sykur, kol, steinolíu, salt að líkindum o. fl. Slikar vörur eru menn nú þegar farnir að sækja ýmist út í Porlakshöfn til Jóns eða suður í Reykjavík. Fátt gerist hjer um sveitir til framfara. Hjer í hreppi er nokkuó farið að sinna túnasljeltun meir en verið hefur, og er á þó nokkrum bæjum sljettað nokkuð árlega. Annars er alt dautt og dofið i þessari sýslu, fjelagsmálefni engin, engin hugsun um búnaðarframfarir, nje verslunarmál, engin hugsun um stjórnar- nje kyrkju- mál, engin um uppfræðingar- nje menntamál. Blessaður svefninn á okkur er vær, og þegar undanteknar erú rign- ingarnar og stormarnir, þá hafa ekki aðrir hávaða til nluna. Pó eru nú blöðin syðra allgóð í ár og eru'ýmist að benda eða fræða, en mjer finst þjóðin lítið læra. Gaulverjabæ 10. desemb. 1884. Innilega þökk fyrir þitt góða brjet frá 19. f. m., sem jeg hef nýlega meðlekið. Tvær grímur runnu á mig um að sækja, en samt er jeg fallinn frá því og það af svofeldum ástæðum: Búskapur á Ofanleiti nokkuð sjerstaklegs eðlis og óvanalegur fyrir mig; brauðið að eins jáeinum krónum hærra en það sem jcg hef, og sem mest er um vert (eftir því sem jeg sje í stjórnartíðind- unum) — preslsekkja í brauðinu, sem eptir lögunum tekur lji af öllu næsta fardagaár og síðan !/« eður rúm- ar 140 kr. árlega og gerirþað býsna mikið skarð í. Jeg vil ekki hreifa mig nema jeg sje nokkurn veginn viss um að breyta til batnaðar, og þó langaði mig víst að Ofanleyti, sein allir segja að sje svo fagurt á; en af þvi jeg er nokkur fjölskyldumaður (með(ibörn), þá rís mjer sem sagt hugur við hreifingu, nema hagnaðarvon sje að. Hefðu Vestmannaeyjar haldið sínu gamla prestakalli — eins og þurft hefði að vera, þar eð tekjurnar eru svo mjög komnar undir óviðráðanlegum náttúrukröftum, íiski og fugli, en ekki jarðræktinni — þá heföi verið öðru máli að gegna og þá hefði jeg ekki sett fyrir mig hreifinguna, því síður, sem mjer leiðist hjer ýmislegt, og hvergi þykir mjer Flóinn skemtilegur. . . . Um þessa daga er Sigurður Guðmundsen mágur minn að taka embættispróf í lögum við háskólann og er hans von með vorinu. Prjár þungar spurningar: 1. Hvenær verða samgöngur komnar á milli Ar- nessýslu og Eyja? 2. Hvenær verður kirkjan á Islandi frjáls þannig, að alt vald vcrði bjá söfnuðunum sjálfum? 3. Hvenær nmn þjóð og þing vakna til að sinna alvarlega atvinnuvegum sínum og verslun? Að endingu kveð jeg þig og þína með óskum als góðs. Kona mín og tengdafaðir biðja ástsaml. að heilsa. Pinn elskandi vin og skólabróðir Endir. Páll Sigurðssoii. Pranttmiðjan • utenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.