Óðinn - 01.10.1912, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.10.1912, Blaðsíða 1
OÐINN T. BLAi) OKTOBBB 1013. VIII. AR í Áge Meyer Benedictsen. o Age Meyer Benediktsen lektor er orðinn töluvert kunnur hjer á landi af ferðalögum sínum á síð- ustu árum og af fyr- irlestrum, sem hann hefur flutt hjer í Reykjavík, en hann er íslenskur í móður- kyn, af hinni al- kunnu Staðarfellsætt. Faðir hans var danskur stórkaup- maður af Gyðinga- ætt og hjet Filip Ferdinand Meyer. Afi F. F. Meyers hafði komið frá Frakklandi til Þýskalands með Napóleóni mikla 1806; var hann um eiU skeið fjármála- umsjónarmaður í Bremen, og ílengdist í Þýskalandi eftir að Napóleon misti völd, en misti þar af ein- hverjum orsökum, sem ekki eru kunnar, eignir sínar, er verið höfðu allmiklar. Son- ur hans varð úrsmið- ur og tók aðsetur í dönsku sveitaþorpi, Nakskov, og þar fæddist elsti sonur hans Filip Ferdínand 1829, er síðar varð ríkur kaupmaður og kvæntist 1856 Önnu Maríu Bene- diktsen, dóttur Jens Jacobs Benediktsens, íslensks stórkaupmanns, sonar Boga Benediktssonar bónda á Staðarfelli í Dalasýslu, sem er alkunnur maður hjer á landi. En kona Jens Jacobs Benediktsens Áge Meyer Benedictsen var dönsk og hjet Anna María, fædd Frahm, og var faðir hennar einn af foringjum í hafnarorust- unni við Kaupmannahöfn 2. apríl 1801, næststjórn- andi undir Olfert Fischer. o Age Meyer Benediktsen er fæddur í Kaup- mannahöfn 13. júlí 1868, ogvar4^£barn þeirra hjóna. Það bar mjög snemma á ferðalöngun hjá drengnum, og 13 ára gamall hætti hann skólanámi og fór í siglingar. Hann kom þá í fyrsta sinn til íslands, á skonnortu, sem Martin Smith frændi hans átli, og var eitt sumar versl- unarpiltur á lausa- kaupmenskuferð um Veslfirði. Ener hann hafði verið i sigling- um hálft annað ár, gaf hann sig aftur að náminu og varð stú- dent 1886. Las svo læknisfræði við há- skólann í Khöfn um hríð og tók undir- búningspróf í þeirri grein. Einn vetur dvaldi hann i Norð- ur-Rússlandi og hafði Þá í hyggju að setj- ast þar að. Fór hann þá að gefa sig við tungumálanámi, og hallaðist síðan alveg að því og þjóðminjafræði. Um þetta leyti kvæntist hann. Kona hans hjet Jeannette Schönheider van Deurs; bjuggu þau saman í sjö ár, en áttu ekki börn. Hún dó 1898. Nú í sumar kvæntist hann í annað sinn jótskri bóndadóttur, Kathrine Andreasen.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.