Óðinn - 01.10.1912, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.10.1912, Blaðsíða 3
ÓÐINN 51 Fyrirhugað hefur hann enn nýja langferð urn Kúrdestan, til þess að fullkomna þekkingu sína á því landi, og þá ef til vill einnig að rita um það bók. A. M. B. hefur þó fundið til tómleikans, sem færist yfir líf hvers manns, sem eingöngu helgar það andlegri starfsemi. Þess vegna keypti hann fyrir nokkrum árum heiðarland á Vestur-Jótlandi, nálægt Videbæk, og hefur síðan fengist við að rækta það og græða upp eftir því sem tíminn hef- ur leyft. Landið er þarna áþekt því, sem hann hefur sjeð á ferðum sínum sumstaðar í Vestur- Asíu og uppi í heiðum íslands. Náttúran þarna á Vesturströnd Danmerkur hefur laðað hann að sjer, svo að liann hefur oft haft þarna aðsetur á sumrin —• og ef til vill verður þarna aðaláfanga- staður hans síðar á lífsleiðinni. Nú í sumar, sem leið, liefur hann bygt þarna sumarhús, fallegt og eftir nýustu týsku. Th. st Yið Sundið, i. Kvöld. Dauða þögn. — Sjá, döprum silfurbjarma dreifir tungl um sundsins myrku flöt. Dauðaþögn . . En mínu innra eyra útburðarvæl drauma minna hljóma. Næturvakin fylking fornra harma fer um hugarsvið mitt eldi og brandi. Sjúkan gleðisöng jeg þykist heyra: Chopins tóna, — vín og fýsið kjöt, — hláturtrylling yfir eyddu landi, — andvarp þungt í gleðifyltum sal! Fölvar vofur fjarra, dauðra óma fylla hug minn skelfing. — Stöðugt ríkir þögn. — Og yfir sundsins svörtu djúpi sveimar fugl, af myrkri rændur lit. Litlaus, friðlaus fugl! — minn eiginn andi . . Örvænting mín bíður. — Jeg er þreyttur. Ó! hvað Guð — og ó! hvað jeg er breyttur! Þögn . . . Jeg hlusta: Er þá engu kalli, engum blíðum þánka stefnt til mín?! Þögn? — Jeg bið og særi, þögn, þú víkir! Þögn, þú lýgur! — — — — — — — Nei . . . þú segir satt —: Jeg er einn og á ei nokkurs þanka, á ei nokkurs gleði eða tár, — — aðeins drauma, aðeins holdlaus sár. —-------- Þögn. — Jeg sit, og sundsins spjald jeg rita sjónum döprum minni þánkarún, — framber sakir, færi rök og gögn: — Seg mjer, nótt: Var kossinn ástareiður? eða kaldur fölskvi?...................... ....................Dauðaþögn. — Júni 1911. ii. Morgun. Máfar yfir sundi sveima, silfurgráir, hljóðir máfar. Sólin byggir bleikum geislum brú að landi, morgundauf. Skuggar sjer í skógi gleyma. Skolli milli stofna ráfar, nauðlattur af næturveislum. Nælurperlur skreyta lauf. Hversu mundi dagur dapur, dýrðarfár og blómilms snauður, — liugarþunginn yrði o’ná efalaust í minni lund, —- sólarblærinn norðan-napur, nauðljótt bæði sund og hauður — ef jeg ekki ætti von á, ástmey, þjer, um liádagstund? Þú ert ljós, sem litinn gefur laufi, grasi, vatni, blómi. Hlátur þinn, í helgri gleði, hjartnæm, fögur æfintýr í kóngulóarvefinn vefur. Af vörum þínum ljúfum rómi streymir hreint frá glöðu geði mitt guðsorð — er í sál þjer býr. Ágúst 1911. Gunnar Gunnarsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.