Óðinn - 01.10.1912, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.10.1912, Blaðsíða 7
ÓÐINN 55 eskjurnar? Flestar eins og dotnar upp úr kjöln- um óðar en sjón deprast, eins og skrælnaðar káp- ur, sem ekkert er innan í. Utgáfur af Lilju. Það eru til mörg handrit af Lilju, mjög mörg, og mikill orðamunur í þeim. Hún hefur líka verið prentuð nokkrum sinnum. Arngrímur Jóns- son lærði gaf hana út fyrstur manna 1612, en slepti eða breytti öllu því, sem fer í bága við kenningar Lúþers. 1748 var hún prentuð aftur, jafnafbökuð. Öll og óskemd er hún prentuð í fyrsta sinn í kirkjusögu Finns biskups (2. bindi, Khöfn 1774). Þá ljetu kaþólskir menn prenta liana í Khöfn 1858. Kaþólskur maður gaf liana og út í Róm 1883, með franskri þýðingu. Eiríkur Magnússon sá um vandaða enska útgáfu með ágætri enskri þýðingu 1870. Th. Wisén, sænskur málfræðingur, tók hana í bók sína, Carmina Norroena, Vol. I, 1886. Finnur Jónsson hefur hana í sínum Carmina Norroena; er sú bók prentuð sem handrit 1893. Jeg hef ekki fundið fleiri útgáfur í svipinn. Engin af þessum útgáfum er við alþýðu hæfi. Það er meinið. Okkur vantar góða alþýðu- útgáfu af Lilju. Þess vegna er hún fallin í gleymsku og er það mikil minkun fyrir þjóðina. Jeg hef litið fljótlega á allar þessar úlgáfur, sem nefndar eru, og verð að segja að jeg felli mig langbest við frágang Finns prófessors Jónssonar, enda er liann óefað hverjum manni fróðari um fornan íslenskan skáldskap og mundi manna fær- astur til að búa út alþýðuútgáfu af Lilju. Bók- mentafjelagið ætti svo að gefa hana út. Efni Lilju, kveðandi og málfœri. Kvæðið er ort undir lirynhendum hætti, en sá háttur hefur löngum þótt hljómfegurstur allra ís- lertskra bragarliátta. í hverju erindi eru 8 vísuorð; eru venjulega 8 samstöfur (4 bragliðir) í hverju vísuorði, en hljóðstafir og hendingar eins og i dróttkvæðum hætti. Síðan var þessi liáttur oft nefndur Liljulag. Málfærið er undravert. íslensk ljóðagerð var á Eysteins tímum orðin að efnisrýru og botnlausu orðagjálfri, fullu af andlausum »kenningum« og torskildum fornyrðum. í Lilju rís íslensk skáld- skaparlist aftur upp frá dauðum. Varðar mest til allra orða, undirstaðan sé réttlig fundin,1) eigi glögg pótt eddu regla undan hljóti að víkja stundum segir Eisteinn síðast í kvæðinu. Hann liafnar, satt að segja, öllum Eddu reglum, öllum gömlum kenn- ingum. Hann yrkir svo ljóst, að því nær hver hending hans er enn í dag auðskiljanleg allri al- þýðu. Stundum notar hann að vísu óviðfeldin miðaldarorð, sum útlend; en það er mjög sjaldan; þess gætir ekki; mál hans er yfirleitt hreint og fagurt. Lilja er stefjadrápa; í henni eru 100 er- indi. Fyrst er inngangur, 25 erindi. Þar næst er stefjamálið, 50 erindi; fellur það í 2 bálka, jafn langa (25 erindi), og er sitt stefið í hvorum bálki og haft upp í 5. hverju erindi. Loks er niðurlag (s/œmur á fornu máli) og eru það 25 síðustu erindin. í upphafi kvæðisins ávarpar skáldið guð og er þetta fyrst: Almáttigr guð, allra stétta yfirbjóðandinn engla og pjóða, ei purfandi staði né stundir, stað haldandi í kyrrleiks valdi, senn verandi úti og inni uppi og niðri og par í miðju, lof sé pér um aldr og æfi, eining sönn, í prennum greinum. Því næst tekur liann til að segja frá sköpun himins og jarðar, hrösun engilsins, sköpun manns- ins og syndafallinu. Þá eru komin 20 erindi. Síð- ustu 5 erindin af innganginum eru eins og formáli aðalefnisins, en það er endurlausnin. Skáldið telur sjer þetta yrkisefni ofvaxið; hann byrjar næsta þátt kvæðisins (stefjamálið) á þessa leið: Engi ség að jarðnesk tunga, inn háleiti stjörnureitar drottinn, pér, sem verðugt væri, vandað fái nú stef til lianda. Sé pér dýrð með sannri prýði, sunginn heiður af öllum tungum eilifliga; með sigri og sœlu sœmd og vald pitt minkiz aldri. Síðari helming þessa erindis hefur hann að stefi í fyrra stefjamálinu. Nú lýsir hann með fögrum orðum boðun Maríu og fögnuðinum yfir þeim boðskap: Loptin öll af ljósi fyllaz, legir á grundu stóðu og undraz. 1) Allir kannast við petta spakmæli, en ekki vissi jeg fyr, fremur en aðrir, að pað er ættað úr Lilju. G. B.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.