Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 1
OÐINN 8. BLiA.3t> NÓVKMBER 1913. VIII. AR Yestur-íslenskir framamenn. IV. Sigtryggur Jónasson er einn þeirra manna, sem mest hefur að kveðið af íslenskum landnámsmönn- um vestra. Hann er fæddur 8. febr. 1852 og er Eyfirð- ingur að uppruna, fæddur á Bakka í Öxnadal. Ólst hann að öllu leyti upp hjá foreldrum sínum fram yflr fermingaraldur, en fór eftir það til P. Haf- steins amtmanns á Möðru völlum. Nauthannþar mentunar og var við rit- arastörf á amtsskrifstof- unni. Árið 1872 fluttist hann til Vesturheims, tvítugur að aldri. Þó hann hefði ekki gengið skólaveginn heima, hafði hann náð mikilli þekk- ingu á enskri tungu og ritaði íslensku eins vel og nokkur skólagenginn maður. Frá því árið 1872, að hann kom vest- ur um haf, og til ársins 1875 átti hann heima í ýmsum stöðum í austui- bygðum Kanada, aðal- lega í Ontaríófylki. Á þeim tíma undu íslend- ingar þar fremur illa hag sínum og var þá ráðist í að senda nefnd manna alla leið vestur til Mani- tóba, til að velja þar hæfilegra landnámssvæði fyrir landa vora þar, og aðra, er síðar kynnu að koma. Sigtryggur var einn í þeirri nefnd, og heíur síðan verið einhver allra helsti forkólfur fjelagsmála þar vestra. Arangur farar nefndarinnar var stofnun nýlendunnar Nýja íslands á vesturströnd Winni- pegvatns. Sigtryggur settist sjálfur að í Nýja-íslandi og Siglryggur Jónasson. bjó þar sem bóndi um nokkur ár að Möðruvöll- um við íslendingafljót. Stýrði hann á þeim árum öllum öðrum fremur málum nýlendunnar, og rjeðst þá í það stórræði að gefa út fyrsta íslenska tíma- ritið, sem komið hefur út í Ameríku, »Framfara« að nafni. Árið 1880 flutti Sigtryggur sig burt úr Nýja-íslandi og settist að í Selkiik; hafði hann þá gengið í fjelag með Friðjóni Friðrikssj'ni kaup- manni og hjelt úti ásamt honum gufubátnum »Victoria« á Winnipeg- vatni, og síðar öðrum stærri gufubát, »Aurora« að nafni. Enn fremur ráku þeir fjelagar og fleiri timburverslun. Síðan flutti Sigtryggur heimili sitt til Winnipeg og brautst þá í því að stofna þar blaðið »Lögberg«, sem Einar Hjörleifsson varð þá ritstjóri að. Árið 1894 tók Sigtryggur við ritstjórn »Lögbergs« og hafði hana á hendi þang- að til um sumarið 1901. í janúar 1896 bauð Sigtryggur sig fram til þingmensku í St. An- drew's kjördæmi, sem Nýja ísland var þá einn hluti af. Var hann kos- inn þar með 78 atkv. meirihluta á móti B. L. Baldvinsson. Varð hann þannig fyrsti íslendingur, er sæti átti á þingmanna- bekkjum í Kanada. Siðan hefur B. L. Baldvins- son orðið hlutskarpari þar í kjördæminu og er nú þingmaður þess. Eftir að Sigtryggur lagði niður ritstjórn »Lög- bergs«, varð hann eftirlitsmaður með heimilis- rjettarlöndum Kanadastjórnar, og því embætti gegndi hann þangað til í maí 1906. Haustið 1906 gekst hann ásamt öðrum fyrir því, að stofna gripaverslunarfjelag í Winnpeg og hefur fjelagið nú

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.