Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 2
58 ÓÐINN Thomas Hermann Jolinson. keypt slátrunarhús á Portage ave. fyrir 23 þúsund dollara. Sigtr. Jónasson er kvæntur Rannveigu Ólafs- dóttur Briem, systur Valdimars vígslubiskups. Dugnaður og drenglvndi Sigtr. Jónassonar er öllum löndum hans vestra kunnugt og er hann þar í miklu áliti fyrir hvorttveggja. Pað, sem hjer er sagt á undan, er tekið eftir »Lögbergi« frá 1907. En því má þar við bæta, að árin 1903 og 1904 var Sigtryggur hjer heima í útflutningaerindum, og átti hann þá mikinn þátt í að vekja hugmyndina um járnbrautarlagning lil Suðurlandsundirlendisins, sem dr. ValtýrGuðmunds- son og fleiri þingmenn mællu þá fyrir á alþingi og síðan hefur verið haldið vakandi, þólt lítið hafi enn orðið úr framkvæmdunum, en útlit til þeirra má samt telja vænlegra nú en áður og leiðir eru mældar austur til brautarlagningar. Má nú við því búast, að eitthvað fari að verða úr framkvæmd- um þeirrar hugmyndar áður langt um líður. V. Thomas Hermann Johnson er fæddur að Hjeð- inshöfða í Þingeyjarsýslu 12. febr. 1870. Til Mani- toba kom hann með föður sínum átta ára gamall, árið 1878. Faðir hans er Jón Björnsson írá Hjeð- inshöfða, bróðursonur Kristjáns Kristjánssonar amt- manns. Móðir Thomasar, fyrri kona Jóns Björns- sonar, hjet Margrjet Bjarnadóttir, frá Fellsseli í Köldukinn, og var hún látin nokkru áður en Jón flutti sig vestur. Faðir Thomasar, Jón Björnsson, settist að í Nýja íslandi, sem þá var aðalaðseturstaður íslend- inga vestra. Hann fluttist síðan til Winnipeg, og þar gekk Thomas á alþýðuskólann og seldi fyrst blöð til að afla sjer inntekta. Pegar Thomas var 16 ára gamall, fluttist hann með föður sínum til Argylebygðar, út frá bænum Glenboro. Gekk liann þar á skóla og tók þriðja flokks kennara- próf árið 1888. Síðan var liann skólakennari þar í hjeraðinu að sumrinu, en stundaði skólanám að vetrinum. Fjóra vetur gekk hann í Gustavus Adolphus College í St. Peter í Minnesóta og lauk þar fullnaðarprófi (B. A.) árið 1895. Með hausl- inu sama ár tók hann að lesa lög lijá lögmönn- unum Richards & Bradshaw í Winnipeg; lauk hann því lögfræðisnáini og var útskrifaður árið 1900. Um nokkurn tíma þar á eftir var hann í fje- lagi við G. R. Howard lögmann, en árið 1903 gekk liann í fjelag við lögmann þann, er Rolliwell heilir undir nafninu »RothweIl & Johnson«. Síðan hafa þeir tekið þriðja manninn í fjelag með sjer, Stubs að nafni. Th. H. Jolinson liefur allajafna tekið mikinn þátt í opinberum málum í Winnipegbæ. Pannig var hann einn þeirra er stofnuðu »Joung Men’s Liberal Club« og fyrslur forseti íslenska liberala klúbbsins í Winnipeg. Árið 1904 var liann kosinn í skólanefnd Winnipegbæjar í 4. kjördeild og þótti leysa það starf svo vel af hendi, að hann var end- urkosinn árið 1906 í einu liljóði. Tliomas H. Johnson lieyrir til fyrsta lútherska söfnuði i Winnipeg og er einn í söngflokki þess safnaðar, enda er hann einkar vel að sjer í söng- list og söngmaður ágætur. í þeim söfnuði var hann fermdur 1885. Hann kvæntist árið 1898. Kona hans er Auróra dóttir Friðjóns kaupmanns Friðrikssonar og Guðnýjar Sigurðardóttur konu hans. Th. H. Johnsson er einn af þeim efnilegu löndum vorum í Kanada, sem fyrir dugnað og hyggindi hefur yfirstigið erfiðleikana, sem verða á vegi margra innflyljenda. Æfiatriði lians sýna Ijós- lega, hve miklu einlægur áhugi og kapp á því að mentast og mannast fær til vegar komið. Sjálfur aflaði liann sjer með vinnu sinni fjár til að kosta sig á skólum landsins, með þeim árangri, að hann er nú einn af álitlegustu yngri lögfræðingum í bænum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.