Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 3
ÓÐINN 59 Vorið 1907 var hann kosinn þingmaður í Vestur-Winnipeg og endurkosinn við síðuslu kosn- ingar. — Er alt þetta, sem hjer segir á undan, tekið eftir »Lögbergi«. * Að fjallabaki. Við gráan himinn bera fannhvít fjöll, þar flykkjast jel að tindum öllumegin; en bak við fjöllin færð í vetrarmjöll er framtíð min á skýjabökin dregin. Hvort er það eigi dimm og döpur mynd hjá drotnum þeim, sem öllu básinn marka? Hvort ber hún með sjer nótt og norðanvind, svo naumast verði klifm hægt að slarka? Jeg þrái hvorki stöðugt logn nje Ijós; mjer leiðast tómir egasljettir vegir; jeg býst ei við að græða rós við rós, nje rætist alt, sem rnálug vonin segir. En vináttu jeg vildi gjarnan ná hjá vorinu, sem lætur klakann þynnast, og öðru hvoru sólskinsbletti sjá og sumarblænum ofurlílið kynnast. Og áfram held jeg yfir þessi fjöll, þótt aldrei finni’ j’eg greiða vegi tíðar. Þótt herði frost og framtíð mín sje öll í frændsemi við nótt og sorta-hríðar. Svo kveð jeg alla kunningjana hjer, og kærar þakkir fyrir glaðar stundir. Þið gleymið mjer, ef fjöllin skakt jeg fer, — ef forlaganna sköfium verð jeg undir. Jakob Thorarensen. Kristrún Birgitta Þorsteinsdóttir, i Þann 26. september 1911 ljest að Hvammi í Laxár- dal Kristrún Birgitta Porsteinsdóttir á 80. aldursári. Hún var fædd í Hítardal 27. ágúst 1831. — Var liún dóttir Þorsteins prófasts Hjálmarsens Erlendssonar og fyrri konu hans Birgittu Halldórsdóttur, sem áður var gift Sigmundi Johnsen, og var síra Lárus, prófastur í Ilolti í Önundarfirði, eitt at börnum liennar af fyrra hjónabandi. Kristrún sál. ólst upp í foreldrahúsum og naut par góðrar uppfræðingar. Sex- tán ára að aldri misti hún móður sína og fór að heim- an litlu síðar suður til Reykjavíkur og var þar fram yfir tvítugt; lengst af hjá hinum góðfrægu hjón- um Jóni Guðmundssyni rit- stjóra og frú Hólmfríði Þor- valdsdóttur, sem hún mint- ist jafnan með ást og virð- ingu. — Eftir það dvaldi hún nokkur missiri hjá systkinum sinum; Margrjeti, sem gift var síra Thomasi Þorsteinssyni á Brúarlandi, og síra Lárusi, sem áður er nefndur. — Tuttugu og fimm ára giftist hún Eggerti Stefánssyni Eggertssonar frá Ballará. Lifðu þau farsælu hjónabandi i 37 ár, en hann dó 15. apríl 1894. Þau eignuðust 7 dætur, en aðeins 3 af þeim komust á fullorðins aldur og lifa þær enn; þær eru Guðrún, kona Indriða Indriðasonar á Ballará, Ragn- heiður, kona síra Arnórs Árnasonar í Hvammi, og Guð- borg, kona Snorra Jóhannssonar bókara í Reykjavík. Þau Eggert og Kristrún sál. reistu bú á Hvalgröf- um á Skarðsströnd og bjuggu síðar á Kollafjarðarnesi, Ballará, Staðarhóli og Króksfjarðarnesi. — Heimili þeirra hjóna var jafnan fyrirmyndarheimili að háttprýði og höfðingsskap, þvi þar vor bæði hjónin samtaka i þvi, að gera gott án manngreinarálits, og hús þeirra stóð ávalt öllum opið, einkum öllum nauðleitamönnum og þeim, er bágt áttu. Hjeldu þau oft slika menn tímum og árum saman og ólu upp 3—4 fátækra manna börn. Eftir lát manns síns brá Kristrún sál. þegar búi, og fór til Ragnheiðar dóttur sinnar, sem giftist tveim mánuðum síðar og var hún hjá henni jafnan síðan til dauðadags. Kristrún sál. var hin mesta atgerfis kona bæði til sálar og likama og vel að sjer til munns og lianda. Hún var fróð og minnug og liafði á yngri ár- um verið sjónæm og kunni hún því frá mörgu að segja. Söngkona var hún með afbrigðum, eins og marg- ir í hennar ætt. a’. Oddysseifskviða Hómers. Þýðing Sveinbjarnar Egilssonar er nýlega komin út í Khöfn i endur- skoðaðri útgáfu, gefin út eftir handriti Svb. sjálfs, sem hann hefur látið eftir sig, en Sigf. Blöndal bókavörður liefur sjeð um útgáfuna. Bókina hefur kostað W. P. Ker prófessor í Lundúnum og er út- gáfan mjög vel vönduð. Kristrún Birgitta Þorsteinsdóttir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.