Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 4
60 ÓÐINN Sira Siggeir Pálsson. Síra Siggeir Pállsson er fæddur á Hallfreðar- stöðum í Hróarstungu 15. júlí árið 1815, og voru foreldrar hans Páll Guðmundsson (f 1815) sýslu- maður í Norður-Múlasýslu, og kona hans Malena, dóttir Jens Örums, verslunarmanns eystra, og konu hans Sigríðar, systur Geirs biskups Vídalíns. Faðir Páls sýslumanns var Guðmundur sýslumað- ur í Krossvík (bróð- ir Sigurðar Pjeturs- sonar skálds) Pjet- ursson sýslumanns á Ketilsstöðum I’or- steinssonar sýslu- mannsá VíðivöIIum Sigurðssonar. Þor- steinn sýslumaður var eigi skólageng- inn, en vel að sjer í mörgu og álitinn mikilmenni. Hann var fyrst sveinn Páls lögm. Vída- líns, og vann síðan að samningu jarða- bóka um Austfjörðu fyrir hann og Árna Magnús- son, en gerðist loks sýslumaður. Er mælt að hann hafi verið vitur maður, góður búhöldur, læknir, gamansamur og hagorður, óbreytinn og hófsmaður, og orðið auðmaður mikill sem sumir niðjar hans. Hann var kominn af bænda-ætt í Dalasýslu, en kona hans og móðir Pjeturs sýslumans, Björg Páls- dóttir prests í Goðdölum Sveinssonar, var í móð- urætt komin frá austfirskum höfðingjum, svo sem Bjarna Oddssyni og Birni Gunnarssyni, sýslumönn- um að Bustarfelli, o. fl., og má rekja þá ætt til Jóns biskups Arasonar, Lofts ríka Guttormssonar og fleiri merkismanna. Siggeir gekk skólaveginn og tók stúdentspróf, en var lengst æfi sinnar embættislaus. Kvæntist hann (1847) Önnu dóttur síra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað, og bjuggu þau um hríð eystra (í Dölum í Fáskrúðsfirði og á Surtsstöðum í Jökuls- árhlíð), en eigi áttu þau skap saman og skildu loks samvistir. Meðal barna þeirra var frú Stefanía (j-17. febr. 1905), kona Sæmundar prófasts Jónssonar í Hraungerði og móðir þeirra sr. Ólafs þar og Geirs vígslubiskups á Akureyri.*) Eftir þetta var Siggeir um stundarsakir í Noregi, og mun einna fyrstur Is- lendinga hafa numið ljósmynda- (eða sólmynda-) gerð. Árið 1862,4. ágúst, vígðist hann til Skeggja- staða á Langanesströndum, og gekk þá að eiga Guðlaugu Guttormsdóttur (stúdents og alþingis- manns Vigfúsar á Arnheiðarstöðum), sem er enn á lífi. Feim varð eigi barna auðið, og andaðist hann árið 1866, 51 árs að aldri. Jón Ólafsson fer þessum orðum um Siggeir í æfiágripi Páls bróður síns (framan við II. bindi Ljóðmæla P. Ó., Rvík 1900): »Siggeir . . . var hagmæltur vel og hafði gott vit á skáldskap, og orktust þeir snemma á mágarnir«. Annar Austfirð- ingur (Guttormur Vigfússon í Geitagerði) segir svo frá Siggeiri: »Jeg man Siggeir þegar jeg var barn, 8—10 ára. Þá var hann kennari okkar systkina (á Arnheiðarstöðum). Man jeg að hann var hið mesta ljúfmenni, svo að okkur börnunum var eins vel til hans og föður, og jeg held að hann hafi verið ágætur kennari. Söngmaður var hann með afbrigðum og spilaði á »flautu«. Eru mjer enn í barnsminni rökkrin, þegar Siggeir gekk um gólf í húsinu sínu og spilaði á »flautuna«, eða sat og söng ýmsar vísur, en við drengirnir sálum og hlustuðum á. Hann var hagleiksmaður hinn mesti og oddhagur vel, gróf mörg signet árin, sem hann var lijá okkur, og smíðaði töluvert af tóbaksdós- um úr hreindýrahornum, og gróf þær allar út með ýmsum skurði; gaf þær víst flestar kunningjum sínum. Kraftamaður mun Siggeir hafa verið með af- brigðum, ekki síður en ýmsir föðurfrændur hans (svo sem Þorsteinn Guðmundsson í Krossavík). Sá jeg sem drengur ýms handbrögð til hans, sem bentu á þetta. Er eitt þeirra til dæmis að taka steinn, er hann setti »á hlóðir« á kletti utan við Arnlieiðarstaðatúnið. Man jeg að faðir minn rengdi Siggeir fyrst um það, að hann hefði komið steini þessum á hlóðir verkfæralaust, en hann lagði við drengskap sinn að svo hefði verið, og bauð að bylta steininnm af aftur og skyldi hann setja hann upp, en ekkert varð úr því, enda mun faðir minn hafa trúað, því að hann þekti manninn«. J. J. *) Önnur börn þeirra voru: Ólafur, dó innan við tvítugt, fóstursonur Páls Ólafssonar skálds og Þórunnar fyrri konu lians, systur síra Siggeirs, Bjarni verslunar- stjóri, síðast í Breiðadalsvík, nú dáinn fyrir fáum árum, Pórunn, ekkja austur i Flóa, og Malena Pálína, alin upp hjá afa sínum, síra Ólafi Indriðasyni, nú í Ameríku.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.