Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 6
62 ÓÐINN fræðislega fyrirlestra, og stundað guðfræði. Nú gat hann ekki sökum fátæktar uppihaldið sjer við háskólann, þáði því framboðið húskennara- pláss hjá herra jústitsráði, amtsforvaltara Fryd- ensberg og öðrum fleiri í Kallundborg, hvar hann dvaldi þangað til vorið 1821. í þessari tíð æfði hann sig oft að prjedika í kirkjunni. Frá Kallund- borg fluttist hann siðan til háskólans og tók til theologiskra stúderinga, heyrði fyrirlestra viðkom- andi prófessora í guðfræði t. d. Fr. Hornemann, P. E. Muller, Jens Möller, H. N. Clausen, einnig Sibbern: »Philosophiske Undersögelser over Krist- endommens lieldste Dogmer«. Á þeim tíma þjón- aði hann líka sem eftiriniðdags prjedikari í Wartau- kirkju íKhöfn hvern þriðja helgan dag, ensterk brjóst- veiki ásamt peningaskorti knúði liann, samkvæmt lækna og prófessora ráði, að fara til íslands, hverja ferð hann og fyrirtók í apríl 1822,varð liúskennari í Eskifjarðarkaupstað hjá gróssera K. ísfjörð, ogdvald- ist þar inn til 1. nóvbr. 1824, þá hann á ný sigldi til Kaupmannahafnar, þar eð honum fanst sem sjer væri albata brjóstveikin. Á meðan hann dvaldi á Eskifirði, prjedikaði hann oft í Hólmakirkju og katechiseraði, einkum á meðan Dr. Brynjólfsen 1 vetur var erlendis. Þegar hann í Höfn aftur tók að lesa fyrir alvöru til attestats greip, hann snar- lega hans fyrri brjóstveiki og augnveiki, hvers vegna hann þáði tilboðið húskennarapláss í Lá- landi hjá prófasti Daniel Smilh í Horslunde, hvar augna- og brjóst-veiki leyfði honum ekki að vera i svo óheilnæmu loftslagi lengur en til haustsins 1825, þá hann á ný heimsótti háskólann, hvaðan hann, — eftir að hafa stúderað theologiu, numið innbyrðis barna-undirvísan, og tekið þátt í theo- logiskum disputer-æfingum, — neyddist vorið 1826, sökum brjóstveiki og peningaskorts, fyrir fult og fast að yíirgefa Danmörku og flytjast til íslands, hvar hann til um haustið 1827 var húskennari og kontórskrifari hjá amtmanni G. Johnsson á Akur- eyri. Að þeim tíma liðnum ferðaðist hann til Reykjavíkur, og varð þar barnakennari hjá kaup- staðarins borgurum. Þann 7. janúar 1828 var hann með veitingabrjefi sliftamtmanns P. Fjeld- sted v. Hoppe kallaður til að vera sóknarprestur fyrir Helgastaða- og Einarstaða-söfnuði í Þing- eyarsýslu, og í þeim tilgangi var hann prestvigður af íslands biskupi, herra Steingrími Jónssyni, þann 10. febr. s. á. í aprílmánuði næsta eftir fluttist hann til þessa brauðs, hverju hann þjónaði þangað til 14. september 1829, þá hann fengið hafði áreiðan- lega vissu um það, að hans hátign konungurinn Friðrik hinn VI. þann 6. júní s. á. hafði allra- náðugast veitt honum Hítardals prestakall innan Mýrasýsln og Vesturamts. Lagði hann á stað að vitja þessa brauðs, en þjónustu Helgastaðapresta- kalls, sem stóð í hans ansvari til næstu fardaga, fól hann í millitíð á hendur fyrverandi aðstoðar- presti síra Halldóri Björnssyni, siðan orðnum prófasti yfir Þingeyjarsýslu, en þjónaði sjálfur Hítardalsbrauði, sem nær því hafði þjónustulaust verið í heilt ár. Um fardagaleilið 1830 gerði prest- ur Hjálmarsen sjer ferð norður að Helgastöðum og afhenti þarverandi kirkju og stað eftirmanni sín- um síra Sigurði Grímssyni frá Þaunglabakka. Sama ár 1830 gekk prestur Hjálmarsen, þann 29. júlí, að eiga snikkaraekkju frá Reykjavík, Birgittu Halldórs- dóttur, hreppstjóra úr Selvogi, hverri hennar fyrri maður Sigmundur Johnsen eftirskilið hafði 4 börn þeirra: Laurilz Mikkael, er fyrst var prestur til Holts í Önundaríirði og prófastur í Isafjarðarsýslu (seinast var hann prestur i Skarðsþingum), Margrjet Krislín, nú gift prestinum síra Tómasi Þorsteins- syni á Brúarlandi, Jóhanna Charlotta og Guðrún, sem uppólst lijá snikkara Pálma Johnsen á Blómst- urvöllum í Skaftafellssýslu, nú báðar giftar. Þau prestur Hjálmarsen og Birgilta eignuðust 2 dætur, Kristrúnu Birgittu, fædda 27. ágúst 1831, nú gifta sjálfseignarbónda Eggerti Stefánssyni frá Ballará, Guðrúnu Ragnhildi, fædda 5. júní 1833, nú gifta faktor Guðmundi Lamberlsen í Reykjavík, og 1 son, Erlend Jens Guðlaug, sem andaðist 7 mánaða gamall. — Prestur Hjálmarsen naut sainvista þess- arar sinnar konu inn til þess 16. nóvember 1846, þá guði þóknaðist að burtkalla hana, 52*/2 árs gamla, til sín með skammvinnum en þúngbærum og striðum sjúkdómi. Hann giftist aftur þann 7. október 1847, og gekk að eiga dóltur fyrverandi hreppstjóra, síðan sáttasemjara Sigurðar Jónssonar, Margrjetu frá Tjaldbrekku. Hún var fædd á Gautastöðum í Hörðudal 21. októher 1827. Þessi voru börn hans með henni: 1. Margrjet Erlendína, fædd 22. sept- ember 1838. 2. Anna Elen, fædd 16. sept. 1850. 3. Hólmfríður Sigríður, fædd 1. nóvember 1852. 4. Þorsteinn Sigurður, fæddur 20. nóv. 1855. 5. Rannveig Margrjet, fædd 15. febr. 1857. 6. Hjálm- ar Gunnlaugur, fæddur 2. sept 1858, dáinn 21. júlí 1865. 7. Filippía Lárína, fædd 22. des. 1859, dáin 26. ágúst 1860. 8. Erlendur Láritz, fæddur 4. jan. 1861. 9. andvana fætt sveinbarn 26. febr. 1862.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.