Óðinn - 01.12.1912, Qupperneq 1

Óðinn - 01.12.1912, Qupperneq 1
OÐINN Jens prófastur Pálsson. Síra Jens Pálsson prófastur í Görðum á Alfta- nesi andaðist 28. f. m. Hann hjet fullu nafni Jens Ólafur Páll og fæddist á Skarði á Skarðsströnd 1. apríl 1851. Foreldrar hans voru síra Páll Jónsson Matthíesen, er síðar var prestur að Arnarbæli, dáinn 1880, og Guðlaug Þorsteinsdóttir bónda í Núpakoti Magnús- sonar. Síra Jens varð stúd- ent 1870, fór svo á presta- skólann og útskrifaðist það- an 1872. Eftir það var hann um tíma erlendis, en vígðist 2. nóv. 1873 að- stoðarprestur til föður síns í Arnarbæli. Vorið eftir kvæntist hann og gekk að eiga Guðrúnu Sigríði dóttur Pjeturs Guðjohnsens organ- leikara. Fáum árum síðar, 1879, fjekk síra Jens Þíng- vallaprestakall, en Útskála fjekk hann 1886, og loks Garða á Álftanesi 1895. Hefur hann verið þar prest- ur síðan og prófastur í Kjalarnesþingi frá 1900. Jafnan hefur síra Jens Pálsson verið vinsæll af sóknarbörnum sínum og öllum, sem náin kynni hafa haftafhonum, því hann var lipurmenni og dreng- ur góður, glaðvær maður og fjörugur og vildi öll- um vel gera. Búhöldur var hann allgóður, áhuga- samur um almenn mál, bæði hjeraðsmál og lands- mál yfir höfuð. Hann var þingmaður Dalamanna á árunum 1891—1899, en í Gullbringu og Kjósar- sýslu var hann kosinn á þing 1908 og endurkosinn 1911. Á fyrri þingverutímabili síra Jens voru sam- göngumálin aðaláhugamál hans. Á þeim árum kom hugmyndin fyrst fram um lagning járnbraut- ar frá Reykjavík til Suðurlandsundirlendisins og var síra Jens einn þeirra þingmanna, sem mesta trú höfðu á gagnsemi þess fyrirtækis og löngun til að fá því framgengt. Hann taldi vöntun greiðra sam- gangna landsins mesta mein. Ekki var hann tal- inn laus við öfgar, er þann hjelt fram þessu á- hugamáli sínu, en allmikil áhrif mun hann hafa haft í þá átt að hrinda á stað breytingum þeim, sem um það leyti urðu á samgöng- unum. 1908—9 var hann i flokki andstæðinga sam- bandslagafrumvarpsins, og 1911 var hann forseti efri deildar. En á síðasta þingi gekk hann í Sambands- flokkinn og var það þá hans heitasta áhugamál að koma á sáttum og samlyndi milli þeirra, sem áður höfðu staðið hvorir öðrum önd- verðir í sambandsmálsdeil- unni. Enginn maður gat verið einlægari en hann var í því máli, enda var hann alstaðar heill og óskiftur. Heimili síra Jens Páls- sonar var rausnarheimili. Börn eignuðust þau Garða- hjónin ekki. En þau ólu upp mörg börn og gengu þeim í foreldra stað. Síra Jens hafði verið hraustur maður og heilsu- góður, en dó af slysi. Hann var staddur í Hafn- arfirði kvöldið 20. f. m., og var að leggja á stað þaðan heim til sin. En um leið og hann stje á bak hesti sínum, fældist hesturinn og hljóp með liann út í hraunið. Prófastur fjell af hestinum og meiddist mikið, viðbeinsbrotnaði og síðubrotnaði. Lá hann eftir það í húsi Augústs kaupmanns Flyg-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.