Óðinn - 01.12.1912, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.12.1912, Blaðsíða 3
ÓÐINN 67 Frá 15. ág. er verðið á steinolíu 3 au. hærra á hverj- um potti en i auglýsingunni frá D. D. P. A. stendur hjer i blaðinu. var þá utanlands, og hafi kynni verið með þeim, þá hafa þau verið á árunum 1810—12, þá hún var 15—17 ára. Nú kemur löng frásögn hjáBrynjólíi á bls. 39—42, sem er ekkert annað en þjóðsaga frá upphafi til enda. Páll Melsteð kvongaðist 2. nóv. 1815 á Möðruvöllum og þá er Rósa í Fornhaga og hefur henni víst verið vel kunnugt um kvonfang hans. Pau Páll og kona hans fluttust ausl- ur 1816, en Rósa kemur fyrst að Ketilsstöðum vorið eftir (1817), sjá kirkjubók Vallanessprestakalls. Hún kemur frá Svalbarði í Pingej'jarsýslu, og kom faðir hennar austur sama árið, og gerðist ráðsmaðnr Páls. Ragn- lieiður dóttir Páls og Önnu fæddist á Möðruvöllum 13. júlí 1816 og Ingibjörg dóttir þeirra er fædd 28. sept. 1817 á Ketilsstöðum. — Pað er þvi auðsjeð að sögnin á bls. 40—42, um komu Önnu konu Páls að Ketilsstöðum, er ekkert annað en þjóðsaga. — Um haustið (4. nóv. 1817) giftist Rósa Ólafi (f. 14. des. 1791) syni Ásmundar Sölva- sonar bónda á Hallgilsstöðum i Fnjóskadal og Pórönnu Magnúsdóftur,*) og fluttust þau frá Ketilsstöðum vorið eftir, og segir prestsþjónustubók Vallaness að þau fari að Leysingjastöðum í Pingeyrarsókn, en það reynist eigi svo, heldur fóru þau að Haukagili í Vatnsdal ogvar Ölafur þar vinnumaður en Rósa húskona, og þar fæddist Pálina dóttir þeirra 1. ág. 1818. Guðrún dóttir þeirra er lika fædd á Haukagili (30. júli 1819) en Sigríð- ur (22. des. 1822) í Saurbæ í Vatnsdal og þar deyr Guð- mundur faðir Rósu 17. júlí 1821. Pað er þvi ekki rjett á bls. 46—48, að þau hafi farið að Snæringsstöðum. 1823 (ekki 1820 eins og segir á bls. 49) fóru þau að Lækja- móti og voru þar í eitt ár, og þá var Natan þar i hús- mensku; þar fæddist Rósant Berthold (22. marz 1824), en um vorið eftir fara þau að Vatnsenda, og þar fæddist Póranna Rósa (30. mai). Arið eftir, 1825, er Súsanna fædd 7. júlí og skirð s. d. í kirkju. Foreldrar: »Natan Ketils- son búandi á Illugastöðum á Vatnsnesi ógiftur og Rósa Guðmundsdóttir gift kona áVatnsenda« stendur í kirkju- bók Vesturhópshólakirkju, og er einkennilegt að höf. skuli ekki hafa tekið eftir þessu, þar sem hann þó til- færir rjett fæðingar og dánardag þessara tveggja barna Rósu, sem fædd eru í þessari sókn (á bls. 53), og virðist þetta vera eina kirkjubókin, sem hann hefur tekið eftir. Pað getur því tæplega verið rjett, sem segir á bls. 53, að sýslumaður haf sett rjett á Vatnsenda og spurt Rósu, er »kom heim úr kindaleit«, um faðerni Súsönnu, þar sem barnið er skírt s. d. og það fæddist og foreldrarnir innfærðir i kirkjubókina. Hvenær þau Ólafur og Rósa hala skilið, hef jeg eigi fundið, enhúnfereigi fráVatns- enda fyr en 1831 og fer hún þá með Rósant Berthold að Melrakkadal, en Póranna Rósa dóttir hennar fer þá ") Svaramenn þeirra voru Páll Melsteð og Guðmunctur faðir Rósu. að Gauksmýri. 1832 var Rósa bústýra Jóns Jónssonar á Lækjamóti, 1833 voru þau á Jörfa, 1834 er hún húskona lijá Ólafi á Vatnsenda, 1835 er hún aftur bústýra Jóns Jónssonar, er þá var kominn að Gottorp, og þaðan fór hún 1837 í lausamensku. Sama ár (24. júlí 1837) kong- aðist Ólafur í annað sinn og þá hafa þau verið skilin að Iögutn. Hann andaðist 2. júli 1843. 1839 fluttist Rósa með Gísla Gislasyni prests á Vesturhópshólum, Gíslasonar, að Markúsarbúð undir Jökli og giftust þau þar 22. nóv. 1840. — Rósa andaðist 28. sept. 1855 á Fremra-Núpi i Miðflrði. Ilefði höf. gætt þess, að láta þessa alls getið, þá hefði sagan orðið miklu merkilegri. — Pað er hálf- leiðinlegt, þegar verið er að rita æfisögur manna, að láta t. d. hvorki fæðingardags og árs eða dánardags getið, þar sem því verður við komið. — Ýmislegt fleira í sögunni mun og vera tniður rjett, en jeg læt hjer staðar numið. — Jóhann Kristjánsson. já> L.aufey Guðmundsdóttir. Lýsir af morgni, ljós á skari dvín. Hljóð, úti’ í horni, harpan bíðnr mín; nujkri skgldu mundir minum strengi bœra — el/ur laka undir ál/akvakið skœra. Unnir þú óði, yfir draumum bjósl; orðlausu Ijóði lifðir þú og dóst. Haustar — fölið feslir fljótt á hljóðum barmi; grúfðu þínir þrestir þöglir, gfir harmi. Blómlausa lilja, legg þinn ungan sleit nöpur nœðingskglja, nisti’; en enginn veit enn, úr hvaða áttum örlagaveðrið dundi. — Sit nú heilum sáttum sœl, i skglla lundi. — Liðin er löngu, Laufeg, sumartíð. Stormveðrin ströngu strjúka’ um skógarhlíð;

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.