Óðinn - 01.12.1912, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.12.1912, Blaðsíða 4
(58 ÓÐINN Yíkingaskipið í Almannagjá, Þegar staðið er á veginum í Almanna- gjá, fáa faðma fyrir sunnan suðurhornið á Drekkingarhyl, eru þar ldettar á vestri (hærri) gjábarminum, sem í dagsljósi eru ekkert einkennilegir, en á kvöldin, þegar þeir eru dökkir og skuggalegir og bera við himininn, líkjast mjög vikingaskipi, almönn- uðu, undir árum. Myndin, sem hjer fylgir, er pennadráttur af þessari einkennilegu til- viljun. G. M. se/ og sinuskú/a sveigir norðankaldi, freðin þúst og þúja þar sem fuglinn dvaldi. Grœl jeg og greiði gjaldið eina’, er má — lœt jeg á leiði laufin bleik og fá; sígrœn blöð þjer breiði björk í fegra lieimi. Mildur blœr í meiði minning þína geymi. S. S & Frk. Guðrún Indriðadóttir leikkona. Frk. Guðrún Indriðadóttir hefur margt'vel leikið hjer á leiksviðinu. Myndin af henni, sem hjer fylgir, er úr leiknum »Trilby«, eftir G. du Mauriers, franskan höfund, og var sá leikur sýnd- ur lrjer fyrir nokkrum árum. Frk. G. I. Ijek þar aðalhlutverkið, söngstúlkuna Trilby, sem leikurinn tekur nafn af. í fyrra Ijek frk. G. I. Höllu í Fjalla- Eyvindi, eftir Jóhann Sigurjónsson, og fór mjög vel með það hlutverk. Nú er hún á ferð vestur til Winnipeg, eftir beiðni Vestur-íslendinga, til þess að leika þar Höllu, því þar á að sýna »Fjalla- Eyvind í vetur. Hún gerir ráð fyrir að koma heim aftur að þremur mánuðum liðnurn. Óðinn mun nú framvegis smátt og smátl flytja myndir frá leiksviðinu hjer.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.