Óðinn - 01.01.1913, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.01.1913, Blaðsíða 1
OÐINN ÍO. BLAi) JA.NUAR. 1018. VIII. AK Um Hannes Árnason. Því hefur verið haldið íram í blöðum og bók- um nú upp á síðkastið, að aldarafmæli Hannesar Árnasonar hafi verið í ár. En þetta er ekki rjelt og sýnir athugaleysi hjá mönnum þeim, er um hann hafa ritað. Raunar er þeim nokkur vorkunn, því að sjálfur segir Hannes svo frá í æfiagripi því, sem hann reit, þá er hann prestvígðist*), að hann sje fæddur í október mánuði (mense OciobriJ 1812, og í Minningarrili prestaskól- ans er sagt fullum fetum', að hann sje fæddur 11. okt. það ár. En engum virðist hafa dotlið í hug að fletta npp í kirkjubókinni, og er þó hægur lijá, þar sem hún nú er hjer á Landsskjalasafninu. Þar segir svo (Lskj.s. VIII, 4, B, 2): »Nati \o: fœddif] 1809. — — 4. Hannes Kktabam hjónanna Mr. Arna Davíðs- sonar og MadH Þóru Jónsdótt- nr á Belgsholti, fœddnr og skirð- ni þann 1PJL Ocktobrisí Mela- kirkju, í nœrveru þessara gnð- feðgina: Sr. Signrðar Olafs- sonar, Mr. Hergs Sigurðssonar og Ástríðar Olafsdóitura. Minislerialbók Melaprestakalls, incip. Anno 1785. Þannig hljóðar þá fæðingar- og skírnarvoltorð Hannesar Árnasonar, en samkvæmt því er það skakt, að hann sje fæddur 1812. Og hætt er við, að einnig sje getið skakt til um fæðingardag hans, því að ólíklegt er, að hann kafl verið fluttur til kirkju og skírður sama daginn og hann fæddist. t"ó kemur þetta fyrir, eins og kirkjubókin ber með *) Sbr. CurricuJúm vilœ vevln divini ministrorinn 1848—69, nr. í> á Lnndsskjalasnfninu. sjer, en ekki er þó rjelt að fullyrða meira en að Hannes Árnason sje fæddur jgrri hlnta október- mánaðar 1809. Foreldrar sira Hannesar voru þau Árni stúd- ent Davíðsson og Þóra Jónsdóltir, systir síra Arn- órs sálmaskálds, hin merkasta kona, er síra Hann- es hrósar nijög í æfiágripi sínu. Hannes var yngstur 4 systkina, tveggja bræðra, er lil menta voru settir, og einnar systur. Ekki hafði verið hugsað til að setja hann til menta, því að efna- hagurinn var övðugur og ekk- ert látið af gáfum hans. Kemst hann sjálfur svo að orði í ætiágripinu — og sýnir það meðal annars, hversu innilega hreinskilinn maðurinn var um sjálfan sig —, að hann hafi verið tregur til náms, en heldur hneigður til atbyggju jingenio ad discendnm iardo a medilatione non alienoj. Sárt þólti honum því að vera ekki settur til menta, en hann bar barm sinn i hljóði, þangað til honum bar það happ að hönd- um, að Slefán (iunnlaugsen, sem þá var sj'slumaður í Borgarfjarðarsýslu, þegar við fyrstu viðkynningu bauðst til að kenna honum og láta kenna honum undir skóla; lofar Hannes að makleikum þenna velgjörðamann sinn. Eftir 2 ára undirbúning komst hann í Bessastaða- skóla 1831; sagði hann sig þá 3 árum yngri en hann var, 19 ára í stað 22. En slíkt hið sama kváðu eldri bræður hans, sýslumenniinir Jóhann og Arnór, hafa gert, eflir því sem Hannes skjala- vörður Þorsteinsson hefur sagt mjer. Páll sagnfræðingur Melsled var samlimis Hannesi Árnasyni í skóla og hefur hann sagt mjer, að Hannes hafi þá þegar þóll koma nokkuð cin-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.