Óðinn - 01.01.1913, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.01.1913, Blaðsíða 3
ÓÐINN 75 og málefni. IJótti honutn einatt lítt gert, sem gert var, eftir þvi sem Árni landfógeti sagði mjer, og alt heldur smávaxið og smásálarlegt. En á hinn bóginn var hann þó fremur bjartsýnn maður og viðkvæmur og vildi engum rangt gera. Skaplyndi hans og innræti kom annars best fram í skólunum. Kynnu piltar vel, glaðnaði jafn- an yfir honum og gat hann þá leikið við hvern sinn fingur; kynnu þeir miður, varð hann daufari í dálkinn og alvarlegri og liann gat jafnvel komist við yfir því, ef uppáhaldspiltar kunnu illa; en alt- af dró hann þó heldur taum þeirra. I\að sýnir sagan um piltinn, sem einu sinni þóttisl hafa kunn- að betur en annar piltur (Eiríkur Briem) og setli snúð á sig við síra Hannes fyrir það, að hann þó hefði gefið sjer Iægri einkunn. Við hann mælti Hannes þessi alkunnu orð: »Jeg vil lieldur tíu strönd og klárheit imellem en ekkert strand og lutter dunkelheit«. En það háði sira Hannesi, liversu spjehræddur hann var; hann naut sín ekki fyrirvþað og einmitt þess vegna glettust piltar oft við hann. Gat hann orðið ákaflega reiður, ef hann hjelt, að einhver piltur gerði vísvitandi gahh að sjer. En hitt hafði hann líka til að biðja af- sökunar, ef það kom fyrir, að hann liafði einlivern fyrir rangri sök. Bar hann lærisveina sína mjög fyrir hrjósti og var þeim oft hin mesta hjálpar- hella. Mætti segja margar sögur af því, en tvær eru mjer minnistæðastar. í annað skiftið liöfðu skólapillar verið að glellast eitthvað við einn kennarann. Varð úr því kennarafundarmál og átli að refsa þeim fyrir. En þá lók síra Hannes óðar máli þeirra og sagði: »Þetta hafa mínir piltar ekki gert!« Varði hann þá svo í lif og blóð. En hvað gerðu strákaskamm- irnar á meðan? Þeir fyltu svo utanhafnarstígvjel hans, að hann bullóð, er hann fór í þau. Þá hljóp hann inn í bekk og sagði: »()g þið eruð vísir til að hafa gert þetta, ótætin ykkar!« Með það fór hann og varð ekki meira úr því. í hitt skiftið kom hann heim til þess vinar síns, er hann jafnan taldi bestan, Jens Sigurðsson- ar, og ljet á sjer skilja, að sjer segði þungt hugur fyri r um prófið á prestaskólanum þá um sumarið. »Nú, eru þeir hræddir um sig?« spyr Jens. — »Þeir liræddir! Nei; en það er jeg, setn er hræddur«, svaraði síra Hannes. Þessa sögu hefur próf. Eiríkur Briem sagt nijer eftir Birni sál. Jenssyni, sem var við þegar síra Hannes sagði þetta. En báðar sögurnar sýna, hversu ant hann ljet sjer um nemendur sína, þótt ekki launuðu þeir honum allaf jafnvel fyrir. Eins og þegar er drepið á, kendi síra Hatines í lærða skólanum náttúrusögu (steinafræði og dýra- fræði) og var þetta á skólamáli nefnt »snakkið«. Bar það til þess, að hann einu sinni í kenslu- stund hafði sagt við pilt: »Stattu þig nú í snakk- inu!« Sjálfsagt hefur síra Hannes lagt sig eftir greinum þessum eins og föng voru á; en að þeirra tíma sið mun hann hafa lært þau meira á bókina en af náttúrunni sjálfri. Á það bendir t. d. sagan utn dúfuna, sem piltar færðu honum og sem hann sagði að mundi vera »ekta þýzkur smyrill«. Sje saga þessi sönn, virðist náttúruþekking síra Hannesar ekki hafa slaðið djúpt. En því meiri alúð og rækt virðist liann hafa lagt við heimspek- ina, sem hann kendi á prestaskólanum. Að vísu fór hann þar að niestu eftir kennara sínum, danska heitnspekingnum Sibbern, sem liann bar hreina og beina lotningu fyrir; en þó má fremur öllu öðru marka það af heimspeki síra Hannesar, liverr- ar skoðunar hann var og í hvaða átt liugurinn beindist. Síra Hannes kendi heimspekina í fyrirlestrum, er stúdentarnir rituðu upp eftir honum. Hef jeg fyrir mjer handrit síra Jóns Þorleifssonar xnóður- bróður míns, er var notað utn 5 ára skeið á presta- skólanum (sbr. Handritasafn Landsbókasafnsins, nr. 317, 4Í?) og annað enn yngra eftir síra Bene- dikt Kiistjánsson. Fyrirlestrar þessir lúta aðal- lega að sálarfræði og í'ökfræði; en þó kemur þar jafnframt ákveðin heimsskoðun og siðaskoðun í Ijós. Víðast hvar fer síra Hannes eftir Sibbern bæði í framsetningu og orðatiltækjum (sbr. Sibbern: Psychologie, Kh. 1849), en Sibbern aftur eftir þýzku hugspekingunum, einkutn Schelling. Það, sem síra Hannes einna helst beinir hug- anuiii að, er lífið og þróun þess. Byrjar hann með hinni fáránlegu lýsingu Sibberns á eðli lifs- ins: »líferinnan að komandi, af innri rót sprett- andi, tafarlaust og hvíldarlaust framhaldandi verkun eða verkandi afl o. s. frv., sem skapar sig sjálft og tnyndar sig sjálft«. Síðan lýsir hann því, livernig lífið þroskast stig af stigi líkt og það hefji sig úr einu lifsveídinu í annað, uns það liafi náð sinniæðstufullkomnun. Lífsveldin erufimm: plöntu- lífið, dýralífið. líf mannsins í náttúruástandinu, líf lians í þjóðfjelaginu og lílið í guði. Lægsta stig lífsins er plöntulífið. Hið skapandi all náttúrunnar (nisus formalivusj verkar þar í blindni, án skyns

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.