Óðinn - 01.01.1913, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.01.1913, Blaðsíða 4
76 ÓÐINN og skilnings, en lýsir sjer J)ó i vexli og viðhaldi einstaklingsins, þannig að úr hverju fræi verður ákveðin planta, sem er nákvæm eftirmynd teg- undar þeirrar, sem fræið er sprottið af. Líkt þessu er því farið í dýraríkinu, sem er næsta lífsveldið, nema hvað dýrin liafa skyn og sjálfshreyfingu til að bera fram yfir plönturnar. Þau lifa þó að eins eftir eðlishvötum sínum og setja ekki Iífi sínu neinn skynsamlegan tilgang. En það er einmilt þetta, sem auðkennir manninn fram yflr dýrin, að hann er gæddur skynsemi, ber skyn á það, sem er satt, fagurt og gott, göfugt og tignarlegt og get- ur því sett lííi sínu liinn háleitasta tilgang. í fyrstu er maðurinn raunar líka náttúrunnar barn, er lifir girndum sínum og fýsnum og lætur hverj- um degi nægja sína þjáningu. Er það náttúru- ástand hans, þriðja lífsveldið. En þegar þjóðfje- lagið fer að myndast og menn fara að selja sjer sameiginleg lög og siði, fer siðferðistilfinning manns- ins smámsaman að þróast. Þá er liann kominn inn í siðaveldið, eða eins og síra Hannes nefnir það, veldi sjálfsábyrgðarinnar, og er það fjórða lífsveldið. En jafnframt þessu þroskast skynsemin og þekkingin vex með vaxanai menningu. Sjón- deildarhringurinn verður æ stærri og stærri og hugsjónirnar hærri og hærri. Rödd hins eilífa og algilda fer að kveða við í brjósti mannsins og að lokum finst lionum eins og liann sje orðinn að skuggsjá alheimssálarinnar. Andi hans er þá orð- inn að smáheimi (mikrokosmosj, er endurspeglar al- heiminn (makrokosmos) og hina miklu alveru, guð, sem býr að baki lilverunni. Alvera þessi opin- berar sjálfa sig í hugskoti mannsins og samvisku; en það fyllir liann lotningu og trúnaðartrausti, og að lokum fer liann að lifa Hfi sínu í henni. Þetta er hið æðsta stig fullkomnunarinnar, lífið í guði. Svona var nú í sem fæstum orðum heims- skoðun síra Hannesar. Er hún honum til vegs og sóma, hvernig svo sem honum hefur tekist að rökstyðja hana. En auk þessa hjelt hann ákveð- inni siðaskoðun fram. Hann lagði mesta áherslu á það, að inaðurinn næði sem mestri siðferðilegri festu, yrði sem innviðatraustastur og sem bestur. En þar konnim við loksins að kjarnanum í kenn- ingu síra Hannesar og lífi, að alltauginni í hans eigin innra manni, en það var skylduræknin. Manninum ber að liegða sjer eftir liinum algildu siðalögum, eftir því skilyrðislausa skylduboði, er siðfræðin setur honum fyrir sjónir, en það er í því fólgið að fara jafnan eftir þeim reglum í breylni sinni, er geti orðið öllum öðrum til eftir- breytni, orðið að algildu lögmáli. [_Og hið sið- ferðislega liámark mannsins er það, að geta orðið sem fullkomnust eftirmynd hins eilífa og algilda, þessarar alveru, sem smámsaman er að ryðja sjer til rúms í sálu hans og opinberar sig þar að lok- um í viðurkenningu sannleikans, siðferðislegri full- komnun og í fullkominni tign og fegurð. Síra Hannes mun hafa verið fremur trúhneigð- ur maður, enda þótt hann væri tregur á að færa trú sína í ákveðinn búning. Er eins og hann kinnoki sjer við að nefna guðs nafn í þessum fyrirleslrum sínum; nefnir hann guð víða alver- una, hið óendanlega og eilífa, en þó langlíðasl likt og þýzku liugspekingarnir hið algilda (das Absolate). Engu síður bar liann fult trúnaðar- traust til þessarar miklu veru, er hann hugði vera þungamiðju tilverunnar. Það sýnir saga, sem Steingrímur rektor Thorsteinsson hefur sagt mjer af honum, og er hún á þessa leið. Steingrímur Iconi inn til hans eittlivað 2 dög- um fyrir andlátið. Lá síra Hannes þá i rúminu og var ekki lengur lífs vænt, en með fullri rænu og varð honuin þá þetta að orði: — »Ja, jeg veit það nú að jeg á að deyja. En læknarnir eru þau flón, að þeir þora ekki að segja mjer það. Þeir lialda víst, að jeg sje hræddur við að dej'ja. En jeg er ekki hræddur við að deyja. Jeg vona að skaparinn liafi einliverstaðar ætlað mjer stað, og að hann geíi mjer það, sem þeir gömlu kölluðu tvdavaoíae. Ekki er annars gelið en að sira Hannes haíi fengið þessa ósk sína uppfylta, fengið blílt andlát. Hann andaðist 1. desember 1879, fullra 70 ára að aldri. Með erfðaskrá sinni stofnaði hann sjóð þann, sem nú her nafn lians og ætlaður er líl út- breiðslu heimspekilegum fræðum á íslandi. Hann fól vini sínum, Árna landfógeta Thorsteinsson, að sjá um þelta og koma því í framkvæmd. Tilætl- un Hannesar með sjóðstofnun þessari mun ekki eingöngu hafa verið sú, að hjálpa ungum mönn- um til náms og frama, heldur og að gagna þjóð- inni með því að auðga andlegt líf hennar. Hann mun sjálfur hafa fundið sárt lil þeirrar andlegu einangrunar, er vjer lifum í hjer á hjara veraldar, og því steig hann fyrsta skrefið til þess að leiða helstu menta- og menningarstraumadieimsins beint inn yfir þetta land. Sjálfur var hann að vísu ekki um það fær, en með sjóðsstofnun sinni gaf hann öðrum kost á að reyna það. Og hann, sem dó

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.