Óðinn - 01.02.1913, Page 1

Óðinn - 01.02.1913, Page 1
OÐINN II. BLAU FEABUAR 1013. VIII. AK. Finnur Jónsson prófessor. 14. júlí síðastl. sumar átti Finnur Jónsson prófessor 25 ára kennaraafmæli við háskólann í ' Khöfn. Hann varð þar dócent í norrænni mál- fræði 14. júlí 1887, og var þá 29 ára gamall, fæddur 19. maí 1858. Prófessor við háskól- ann varð hann 1898. Óðinn flutti fyrir sex árum mynd af Finni prófessor og ít- ^ arlega grein um hann eftir Þorstein Erlings- son skáld (II. ár 11. tbl.). Vísast lijer til þess, sem þar segir um hann og um starf- semi hans fram til þess tíma. Síðasta stórvirk- ið, sem Finnur Jóns- son hefur tekist á hendur, er útgáfa hinna fornu skálda- kvæða. Þetta verk á að ná yfir allan hinn forn-norræna kveð- skap frá 800—1400, að undanteknum Eddukvæðunum og nokkrum kvæðabrot- um, setn heyra þeim til. Síðastliðið ár kom út fyrri hluti þessa verks í tveimur stórum bindurn, A. og H. Utgáfunni er hagað svo, að í A eru kvæðin prent- uð stafrjett eftir bestu handritum, sem til eru af þeim hverju um sig, en síðan er neðanmáls gerð grein fyrir tilbreytingum þeim, sem fyrir koma í öðrum handritum. Þarna er því öllum sj'nt, er það vilja kynna sjer, hvernig kvæðin liggja fyrir í handritunum. En í B. eru kvæðin prentuð upp aftur í sömu röð og í A, en stafsetningin færð til síðari tíma stafsetningar, svo að þar verða kvæð- in svo aðgengileg öllum til lestrar sem fremst má verða, og fylgja neðanmáls skýringar á þann hátt, að hvert erindi er þar fært í laust mál og svo þýtt á dönsku. Þessi fyrri hluti verks- ins nær yfir kveðskap- inn frá 800 til 1200, eða 4 aldir, en síðari hlutinn á að ná yfir 2 aldir, frá 1200 til 1400. Titill verksins er: »Den norsk-islandske Skjalde-digtning ud- given af Kommission- en for den Arnemag- næanske Legat ved Finnur Jónsson«. í annari eins út- gáfu og þessari er fólgið mjög mikið erf- iði. En F. J. er ó- þreytandi starfsmað- ur. Og fornnorræni kveðskapurinn er það, sem liann liefur sjer- staklega lagt stund á alla tíð frá því að hann var ungur. Að þessu verki loknu á að koma út ný útgáfa af »Lexicon poeticum« Sveinbj. Egilssonar, endurskoðuð og aukin af pró- fessor Finni Jónssyni, en það er orðabók yfir skálda- málið forna. Þegar alt þetta er út koinið, má lieita að velsje sjeð fyrir skáldakvæðunum,—Þegar háskólinn var stofnaður hjer 1911, ánafnaði prófessor F. J. honum bókasafn sitt, og er það mikil gjöf.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.