Óðinn - 01.02.1913, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.02.1913, Blaðsíða 4
84 ÓÐINN Unnur Benediktsdóttir. Svona var náttúran, fóstra Unnar, í lieimahög- um. Þar undi bún sjer tímunum saman, 5Tmist ein eða þá með systrum sínum. — En þess vegna gerist jeg svo langorður um þetta atriði, að jeg fæ ekki betur sjeð, en að úr samlífi Unnar við nátt- úruna sjeu allir meginþræðirnir spunnir, sem skáld- skapur hennar er ofinn úr, og að þeim upptökum verði hver sá maður að rekja sig, er skilja vill til hlítar kveðskap hennar. Eigi má þó taka orð mín svo, að jeg telji ljóð hennar torskilin, þvi það er alkunna, að Unnur (Hulda) kveður lipurt og ljett. En hún liefur oft smágerva strengi á hörpu sinni og stillir þá löngum svo, að úrþeim heyrast frekar þj'ðir og ljúfir tónar heldur en hávær hljóm- ur. Viðkvæm lund og áhrifanæm þolir eigi hávaða, og síst af öllu þegar hún þarf að ná til hjartans. Þegar Ijóð eru runnin af þessum rótum, verða menn oft að lesa margt og mikið milli línanna, og einmitt það eykur að jafnaði stórum áhrifa- gildi kvæðanna fyrir hvern þann mann, er smekk hefur fyrir skáldskap yfir höfuð að tala. Fyrir 1909 \ar Hulda orðin þjóðkunn af kvæð- um sínum, þeim er út höfðu komið í blöðum og ritum. En það ár voru kvæði hennar gefin út í heild. Var þeim hvervetna vel tekið svo sem þau áttu skilið. Þó hafa sumir fundið það að kvæð- um Huldu, að þau væru of einhæf að efni og hugblæ — hið sama upp aftur og aftur i breyttum búningi. En þeim mönnum vil jeg benda á það, sem jeg lief drepið á hjer að framan: af hvaða eðlistoga kveðskapnr hennar muni vera sjerstaklega spunn- inn. Þegar á það er litið, rýrir það ekki skáld- skap Huldu, þó hann sje aðallega bundinn við ákveðið svið. Hann á meginrætur sínar í náttúru- lífinu með öllum auði þess og fjölbreylni, í æfin- týrunum og í kjörum þeirra manna, sem reika úti á hjarni mannlífsins. Er það ekki sæmilega víð- lækt svið handa einu skáldi? Og þar er ekkert einasta orð uppgerð; Hulda »segir alt af satt«, þegar hún yrkir, — hún yrkir af þörf. Benda mætli á fjölmörg dæmi úr ljóðum hennar, sem sanna orð mín hjer að framan. En oflangt mál yrði það í þessari grein. — Margt á Unnur í fórum sínum, sem ekki hef- ur verið prentað. Auk ljóðagerðarinnar hefur hún dálítið fengist við að semja smásögur, og hefur sumt af þeim komið fyrir almennings sjónir (Ný sumargjöf). Nú hefur liún í smíðum allstóra kvæðaflokka; hefur hún að mestu Jokið við lang- an flokk, er nefnist: »Syngi, syngi svanir mínir«, og er liann orlur út af æfintýrinu af Hlini kóngs- syni, — gullfallegar lýsingar og hugnæm lifssann- indi ofin innan í guðvef æfintýranna. — Ekki hefur Unnur gengið á skóla. En auk þeirrar fræðslu, er hún naut í föðurgarði, hefur hún framast á Akureyri og í Reykjavík og notið þar einkakcnslu. Les hún bæði ensku og þýsku auk Norðurlandamála og er þar á ofan hannyrða- kona mikil. llnnur er gifl Sigurði Sigfússyni, sem veitir forstöðu söludeild Kaupfjelags Þingeyinga í Húsa- vík. Er heimili þeirra hið prýðilegasta, og munu allir þeir, sem kynst hafa, bera hlýjan hug til þeirra hjóna fyrir viðfeldna alúð og geslrisni. B. Bj.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.