Óðinn - 01.02.1913, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.02.1913, Blaðsíða 5
ÓÐINN 85 Ælfiágrip Jóns Ólafssonar á Einarsstöðum. Jeg er fæddur í Lögmannshlíð í Ej'jafjarðarsýslu 31. júli 1832. Foreldrar mínir voru Ólafur Jónsson og Aðalbjörg Ólafsdóttir. Bjuggu pá i Lögmannshlíð Jón Jónsson afi minn og amma min Þórey Stefánsdóttir, kann jeg eina vísu um afa rninn: »Jón kann vanda verkin handa vel forstanda búskapinn, laus við kvíða, lund með blíða Lögmannshlíðar hreppstjórinn. Föðurbræður mínir voru Stefán Jónsson alpingis- maður, bjó á Reislará og Steinsstöðum og Jón Jónsson, bjó fyrst á Múnkapverá svo á Litlahamri, færði par bæ- inn úr stað, úr kvos, upp á hól i túninu sljettan. Bað- an flultist liann að Kristnesi, l)vgði par baðstofu alpilj- aða i hólf og gólf, og pótti pað mikil nýung, pvi pá voru baðstofur litt vandaðar og viðast með torfgólfi. Frá Kristnesi fluttist hann að Hólum í Hjaltadal, paðan að Frostastöðum í Skagafirði, paðan að Möðruvöllum í Hörgárdal og frá Möðruvöllum að Eórustöðum í Kaup- angssveit, en druknaði á Akureyrarpolli haustið 1855. Hann var atkvæða-, dugnaðar- og fjörmaður, vinsæll og vcl látinn. Föðursystur minar voru Þorgerður Jónsdóttir kona Jóns Jónssonar alpingismanns og hreppstjóra á Múnka- pverá, og Þórunn yngst, giftist Halldóri Kristjánssyni á Múnkapverá, pau fluttust vestur á land. Frá Lögmannshlíð fluttust foreldrar mínir vorið 1834 að Merkigili í Hrafnagilshreppi, pótti pá heldur lit- ið varið í pað kot, engjalítið og niðurnítt að túni og húsum. Bóndinn liafði farið paðan af pví hann hjelt að kofarnir dræpu sig, enda bygði faðir minn strax haðstofuna með reisifjöl á langhöndum og piljum fyrir neðan lausholt langsetis, og eru pær piljur lil enn ó- slitnar. Petta sama vor, sem foreldrar mínir fluttust að Merkigili, týndist jeg einn góðan veðurdag, foreldrar mínir höfðu farið til kinda en tvær stúlkur áttu að gæta okkar Kristínar systur minnar, hún 3ja en jeg á 2ru ári. Fegar pabbi og mamma komu heim sást jeg hvergi. Sem nærri má getavarekki beðiðviðað leita að dreng. Hjón komu handan yfir Eyjatjarðará, og sá faðir minn að pau riðu út með ánni og maðurinn fór af baki og tók eitthvað upp og hjelt svo til vegarins. Fór pá faðir minn i veg fyrir pau, að vita hvað pau liefðu fundiö, pað var pá týndi sonurinn, er sagði »mamma«. Pað er æði langur vegur frá Merkigili og niður að ánni og ó- sljettur, holt og melar og sund ámilli, hærinn í efri röð. Svo bar nú ekkert til tíðinda, er í frásögur sje fær- andi, par til jeg var á 7da árinu, var mjer lofað yfir að Litlahamri, að finna afa minn og ömmu, pau voru par hjá syni sínum Jóni, líka var par jafnaldri minn og frændi, Jón Jónsson, er jeg vildi sjá. Ekki man jeg hvernig jeg var búinn, en á höfðinu liafði jeg dökkan bómullarhatt, barðalítinn en kollháan, með fallegum borða og gyltri hringju. Fólkið á Litlahamri fór að skoða mig allan í krók og lu ing og hattinn líka, var jeg nokkuð hróð- ugur af hattinum og sagðipaðværi sakra- mentishatturinn hennar móður minn- ar, en’fólkið fór að lilæja að pessu. Peg- ar jeg fór heim frá Litlahamri gaf afi minn mjer bók úr gömlum scndihrjef- um, og sagði að jeg gæti lært að skrifa á hana pegar jeg færi að læra að skrifa. Mjer pótti mjög vænt um gjöfina og geymdi vel bókina og byrjaði líka að skrifa í hana, eftir stafrofi sem faðir minn gaf mjer, aðra forskrift hafði jeg ekki en petta stafróf. Pegar jeg var á lOda árinu fór jeg með Jóni móður- hróður minum norður í Draflastaði i Fnjóskadal að finna Kristinu ömmu mína, er par bjó pá með seinni manni sínum Sigurði Jóhannssyni. Pað var nálægt sumarmálum i góðu veðri, við höfðum eitt hross, sem jeg sat á pegar gott var færið, en yfir Vaölaheiði varð jeg að ganga, pví ilt var með köflum fyrir hrossið. Amma mín tók mjer mæta vel, við höfðum eklci sjest fyrri. Alt lieimilisfólkið kom út á hlað að sjá penna nýja gest. Margt var par nýstárlegt að sjá og heyra, en mest brá mjer við rúmið sem jeg var látinn sofa i hjá Indriða frænda minum, mjer fanst jeg ætla að hverfa ofan fyrir allar hellur, og fanst pað svo ónotalegt, fjell betur við rúmið mitt heima, sem var punt ullarteppi fyrir sæng og koddi með skinnveri. Pað er sá besti koddi sem jeg hef átt, enda falla mjer alt af illa mjúk rúm eða dúnsængur óbældar. Parna hjá ömmu minni var jeg 5 vikur, pá komu foreldrar mínir að sækja mig. Kverið fór jeg að læra á 9. og 10. ári og til spurn- inga á kirkjugólfi á 11. ári, vildi verða Kristínu systur minni samferða, hún ári eldri. Pá var sira Hallgrímur prófastur Thorlacius pjónandi prestur á Hrafnagili, einstaklega lipur og góður við börnin, pað voru sann- kallaðir gleðidagar að fara til spurninga á sunnudögum og miðvikudögum á föstunni, og um leið geta pá glimt við marga drengi og prófastssoninn, og pess vegna leidd- ist mjer aldrei að læra kverið eða fara til spurninga. En pað var fleira en að glíma og láta spyrja sig sem dró mig til kirkjunnar. Síra Hallgrimur var sá snilling- ur fyrir altarinu ög tilkomumikill i kirkjunni. Mjer er pað alt af minnisstætt, pegar fólk var til altaris að heyra liann pá tóna faðir-vor og innsetningarorðin. Pegar jeg var nær 16 ára var jeg ljeður að háifu Jóni og Porgerði föðursyslur minni á Múnkapverá til að vera par smali og mátti pað lieita fyrsta sporið út í heiminn úr foreldrahúsum, enda geðjaðist mjer vel að pví. Par fanst mjer alt svo áhrifa- og tilkómumikið, margt fólk fjörugt og frítt, Jón mikill fjörmaður og gleði- Jón Olafsson á Kinarsstöðum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.