Óðinn - 01.02.1913, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.02.1913, Blaðsíða 8
88 ÓÐINN hann halda þar ræöu á fundinum, og dáöist aö fram- komu hans þar og málsnild. Af því jeg var nú orðinn laus viö búskaþinn, var jeg ekki ófús á að róta mjer, þar af leiðandi var jeg 4 ár á Höfnum á Skaga verkstjóri hjá Jónínu Jónsdóttur er þar bjó þá ekkja. Hafnir eru að sumu leyti kosta- jörð, en líka erflð og þar margir ókostir; kostirnir eru æðarvarþið og kóþaveiði á vorin, líka oft góður fiski- afli. Lítið kyntist jeg Húnvetningum, en það sem það var, þá geðjaðist mjer vel að þeim, margir afþeim mann- vænfegir og dugnaðar-menn. Eyfirðingar 2 voru þar verslunarstjórar, Andrjes Arnason á Skagaströnd og Pjetur Sæmundssen á Bfönduósi, er báðir sýndu mjer gestrisni og vináttu. Vinnumaður var jeg 2 ár hjá Jóni í Múla og ljet hann mig hafa afskifti af umboðinu fyrir sig, er hann flutti til Seyðisfjarðar, 2 seinustu árin, sem liann var um- boðsmaður fyrir Norðursýslu-umboðinu, varð jeg því að ferðast um umboðið, til ábúendanna. Petta átti fíka vel við mitt lundarfar, að kynnast bæði sveitum og bú- endum bæði á Sijettu, Pistilfirði, Núþasveit og Axarflrði, Ffatey og víðar. Veturinn 1901—2 fór jeg til Seyðisfjarðar til að af- gera reikninga mína og sakir við Jón í Múla. Fór frá Akureyri 20. des. til Seyðisijarðar, dvaldi þar svo hjá Jóni til 15. marts, að við nafnar fórum með Vestu, jeg ætlaði til Akureyrar en Jón til Reykjavíkur, en svo bannaði hafís okkur að fara norðurfyrir, var því farið til Reykjavikur og ekki heldur fært að fara vesturfyrir. Var þá ekki annar vegur fyrir mig en setjast að í Reykja- vík og bíða byrjar, sem jegvar vel ánægður með. Rjeði jeg mig þá hjá vini mínum Vilhjálmi á Rauðará sem matvinnung. Jeg kom til Reykjavíkur um Pálmasunnu- dag og var svo alla þáskavikuna að skoða mig um og hitta gamla kunningja, vini og tengdafrændur, t. d. Gunn- ar kauþmann Einarsson og Einar son hans, er tóku mjer mæta vel. Norðlendingarnir, sem búaí Reykjavík, buðu mjer margir heim til sín, svo sem Júlíus amtmað- ur, Pórhallur iektor, Pálmi kennari, Porgrímur læknir Johnsen, Einar garðyrkjumaður Helgason og margir fleiri. Jeg kom líka til Benedikts Gröndals og Páls Melsteðs og varð hrifin afbáðum. Afþessuöllu er auð- ráðið, að mjer hefurliðið vel þessa þáskaviku að ganga milli góðbúanna. En svo eftir þáskana var jeg stöðugt hjá vini mínum Vilhjálmi á Rauðará fram um kross- messu. Svo fjekk jeg góða skiþsferð til Seyðisfjarðar. Par komst jeg aftur í Vestu og fjekk frítt far til Akureyrar. Var þá aftur kominn í mina gömlu átthaga, fjekk góða samferð’heim að Einarsstöðum, og hefnú setið þar um kyrt síðan, enda hef jeg hvergi unað mjer betur en á Einarsstöðum. Pegar jeg lít nú til baka yfir æfiferil minn, þá finn jeg það vef, að jeg hef verið gæfumaður, og að forsjón- in og hamingjan hafa leitt mig og stutt á lífsleiðinni, hef þvi ekki undan neinu að kvarta og get verið öllum þakklátur. Börn mín eru nú lifandi 6 af 12, er við eignuðumst. Erusynirnir Björn þrentari á Oddeyri, Aðalsteinn í Amer- íku, þar bankastjóri, og Nói á Glerá, og dætur Asrún, ekkja Frá 15. ág. er verðið á steinoliu 3 au. hærra á hverj- um potti en í auglýsingunni frá D. D. P. A. stendur hjer í blaðinu. Haraldar sáluga Sigurjónssonar, og Katrín, kona Sigurjóns Friðjónssonar, báðar á Einarsstöðum, og Kristjana lcona Aðalgeirs á Stórulaugum. Barnabörn mín eru nú 20 lifandi af 28. Fyrir 2 árum bað jeg vin minn Jón Ólafsson á Ein- arsstöðum að rita fyrir mig ágriþ af æfisögu sinni; var hann heldur tregur til þess, en þó fjekk jeg þetta hand- rit, sem nú er þrentað, sumarið 1911. Mjer einum var það ætlað til nota, ef svo vildi verkast einhvern tima, en þegar jeg hafði lesið rækilega, vildi jeg sem einskis í því missa.^og taldi vin minn á að lofa því að birtast eins og það kom frá hans hendi. Kunningjar Jóns munu kannast við hann á þessum blöðum, og svo hef jeg þá trú að sögumönnum seinni tíma muni ekki þykja minst varið í svona lagað heim- ildarrit. Mjer finst varla að jeg hafi kynst manni á lífsleið- inni, sem öllu betur og verklegar hefur lifað Lífsóð Longfellows en sögumaöurinn. Aldrei hef jeg vitað Jón^öðruvísi en fjörugan og glaðan, alt af í framsókn, sístarfandi með eitt eða fleiri áhugamál í takinu, altaf hlakkandi til einhvers, nýrra framkvæmda, nýrra bóka. Nú er hann kominn yfir áttrætt, lýsir hann fyrir mjer í seinasta brjefinu, hvað lífið sje sjer gott, gleðin hressir elliárin, kærleikurinn í kring um hann lcngir lífdagana. Margt á jeg vel og viturlega sagt i brjefum Jóns, en lítið gerði hann jafnan úr bókviti sínu, en hitt kann- aðist hann við að hendurnar hefðu verið sjer og öðrum þarfar: »Jeg bað aldrei um vísdóm, en bað um þrek og þol, og það hvorttveggja hef jegfengið vel úti Iátiö«. Svo ritar hann mjer einu sinni. En andans yfirburðir hans voru nú samt einmitt þeir, að vera altaf í óslitinni framsóknarbaráttu, öðrum til þrifa. Nokkuð má í það ráða af sjálfssögunni, og blómaskeiðið var það, þegar hann var »grjótpáll« Eggerts Gunnarssonar, en kunnugir mundu geta rakið mörg fleiri sþorin. Sje jeg t. d. að Jón getur ekki um það, að hann átti. upptökin og for- göngu að myndarlegri sjóðstofnun í Öngulstaðahreþpi í Eyjafirði. Mig minnir að »Styrktarsjóður« sá væri til eflingar sjálfsábúð og búnaði, og ernúkominn yflr 2000 kr. Eins man jeg það er eg var á ferð fyrir norðan sumarið 1904, að þá hafði Jón nýstofnað »Menningarsjóð« fyrir Einarsstaðasókn, sem er smávaxnari enn þá. í ferðadagbók minni þá rita jeg það tvent eflir Jóni gamla, er búskap varðaði: Kvaðst hann sjá mest- an mun þess frá æskuárunum, hvað menn nú þyldu betur vetur, fjeð væri miklu feitara á vorin. I annan stað taldi hann fólk hafa verið vinnusamara áður fyr, en þó slægi maðurinn miklu meira á dag nú en fyrrum, bætti hann við. Síður en ekki tómt lof um liðna tímann: »Ekki vil jeg eins og Páll gleyma því sein að baki er, það er mitt mesta yndi að muna það«, segir hann í brjefi, »en jeg seilist líka í það sem fyrir framan er«. Myndin er tekin af Jón tæplega sjötugum, og hefur hann litið breytst síðan. Smáfríður er hann ekki, karl- inn, en óhætt væri að fara með hann í hóp smábarna. Pau mundu fljótt verða góðir vinir hans. P. B. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.