Óðinn - 01.03.1913, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.03.1913, Blaðsíða 2
90 ÓÐINN Þrír menn tignir komu að Sandi í sumar. Þa rna koma þakkir fyrir komuna frá bóndanum. Stóð jeg lengi á björgum blám. Man jeg, er í síðsta sinn sá jeg þig, minn æskureitur. Sólardagur sumarheitur signdi þína ljósu kinn. Öll var mýrin gróðrargræn; grasið ljett í öldum bærðist. Og í sál tnjer friðnr færðist; fyltu hugann Ijóð og bæn. Glóði Kinnar fjallsbrún frán, fagur roði lýsti’ af hvarmi; silfurbjört á sumars armi svaf í norðri hvikul rán; um Grísatungur geislastaf glóey lagði’ af nógum föngum; og í suðri svörtum dröngum sina móðurkveðju’ ’ún gaf. Gekk jeg suð’rum bala og björg; buga Hjálpar augum leiddi; suð’r um hraunið ganginn greiddi. Glóði sýning fríð og mörg. Birkistóð og blómagjár buðu faðminn öldnum vini. Litla stund hjá lágum hlini Ijet jeg falla þögul tár. Stóð jeg lengi’ á björgum blám, blöstu við mjer lón og sandar; leiftrum stráði hafið handar. Hugur fyltist sorg og þrám. Nípá lágt sinn kvöldsöng kvað, Karlsá betur herti róminn; báru klettar enduróminn og mjer festu’ i hjartastað. — Margt á jeg að þakka þjer, þú min sveit! með vangann rjóða, vagga minna vona’ og Ijóða; veit þó, fleira bauðstu mjer. Ver jeg um þín vinahót vermireit í barmi mínum. Æ í fríðum faðmi þínum frævist lands míns besta rót. S. F. & I. Sr. Röguvaldur Pjetursson. Rögnvald klerk jeg vænstan veit vera af kennilýði; ágætt flutti’ í okkar sveit erindi guðs, með prýði. II. Jóliann skáld Sigurjónsson. Burt frá þeim, sem lúta lágt lífi gildis-snauðu, fylgi þjer gæfan fram og hátt, földuð bláu og rauðu. III. Pórhallur biskup. Hljóðan flýr helgiskrúða, hjaldri frásneiddan, Baldur hótfyndni, heift og þræta. Hann er spakastur manna. Elur á eilífðar málum; ant um gróðurlíf þjóðar. Hylli höfuðsmann allur, blýðinn sanngirni, lýður. G. F. M Hlákuvindur. Peyr, með hárauðum hlýrum, hlýtt úr landsuðri andar, allur purpura og pelli prúðbúinn, — þvílíkur skrúði! Lindir leystar úr böndum Ijóða um konunginn óðu; flæða um fjallahlíðar flóðhvikar, allar á glóðum. G. F. 0 Almeuu kirkjusagii er að koma út, eftir Jón Helga- son prófessor, á kostnað bókaverslunar Sigfúsar Ejr- mundssonar. Fyrsta bindi kom út síðastl. haust og nær yfir fornöldina. Annað bindið, sem á að ná yflr sögu miðalda-kirkjunnar, á að koma næsla haust. Bók- in er sjerstaklega ætluð guðfræðisnemendum háskólans, en getur jafnframt verið almenn fræðibók. Hugur og heimur heita heimspekisfyrirlestrar eftir dr. Guðmund Finnbogason, sem út komu síðastl. haust á kostnað bókav. Sigf. Eymundssonar, en áður voru haldnir hjer i Reykjavík.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.