Óðinn - 01.03.1913, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.03.1913, Blaðsíða 3
ÓÐINN 91 Magister Holg'er Wiehe Margir íslendingar kannast við nafn mag. H. Wiehe’s. Hanri er danskur norrænufræðingur, sem numið hefur íslensku svo, að hann talar hana og Mngister Holger Wielie, ritar eins og innfæddur væri. í blöðunum lijer hefur oft á síðari árum verið getið um greinar, sem hann hefur skrifað um íslensk mál í dönsk blöð, ýmist til leiðrjettinga á ranghermum, sem fram hafa komið úr öðrum áttum, eða til upplýs- inga um hitt og þetta. H. Wiehe er fæddur 5. jan. 1874, hjá Nýmylnu í Sölvahrjóðurhreppi, segir hann sjálfur (þ. e. Ny- mölle i Sölleröd Sogn). Faðir hans, Johannes Wiehe, sem enn er á lífi, og nú hjá syni sínum í Khöfn, var þá forstjóri pappírsmylnanna Orholm (i Lyngby Sogn) og Nymölle, er þá voru eign lang- afa H. W., Chr. Drewsens, sem átti líka pappirs- mylnuna Strandmöllen. Johannes Wielie er son- ur Fr. Wiehe yfirkennara í Árósum, sem dó þar 1864, þá er hann var nýlega útnefndur rektor í Hill- eröd. Ekkja Fr. Wiehe’s, föðurmóðir H. W„ sem Marie heitir, lifir enn, 89 ára gömul, og er hún dóttir Chr. Drewsens, sem fyr var nefndur og lika varð háaldraður, 97 ára. Bræður Fr. Wiehe’s voru þeir leikararnir Michael Wiehe og Wilhelm Wiehe, sem báðir eru nafnkunnir fyrir lisl sína, og fleiri menn af þeirri ætt hafa verið leikarar og söngmenn. Eru bæði Wiehes-ættin og Drewsens-ættin merkar ætt- ir og nafnkunnar hjá Dönum. Móðir H. W. and- aðist 1911. Hún hjet Hanne og var dóttir Chr. Wismers verksmiðjueiganda. Á stúdentaárum sín- um í Khöfn bjó H. W. hjá móður hennar, ömmu sinni, frú L. Wismer. Hann kom á háskólann haustið 1892 (stúdent frá Norrebros latínuskóla í Khöfn), las þar norræna málfræði og tók meist- arapróf í henni 1899. Nú er hann kennari við »Efterslægten« og »De forenede Kursus« í Khöfn. Hann kvæntist 1899. Ivona lians heitir Olga Inge- borg Hjort, dóttir E. Hjorls stórkaupmanns. Þau eiga 3 börn, senr lieita Erland (Erlendur), Tove (Tófa) og Stíg (Stígur). H. W. er söngmaður góður, og liefur líka dálítið fengist við sönglagagerð. Hann söng 2. tenor í »HoIalkvartetten«, sem nú er slitið, en á sínum tíma þótti mikið til koma. Líka leikur hann á fiðlu. — Hann er ákafur fylgismaður nj'ja málsins »Idó«. Var áður Esperantó-maður, en telur nú »Idó« miklu belra. Á stúdentsárum sínum var H. W. fjelagsnrað- ur í íslendingafjelagi í Khöfn og sótti þar flesta fundi. Hann var mjög fljótur að nema íslensku og tókst það svo, að brátt var varla hægt að merkja á framburði hans að hann væri ekki is- lenskur, og málið skrifar bann laukrjett. Ritstj. »Oðins« var honurn nákunnugur á stúdentaárun- um, enda eru þeir stúdentar frá sama ári og stund- uðu sömu námsgrein. Blaðagreinar þær, sem H. W. hefur skrifað um íslensk mál, eru allar skrifaðar af vinarþeli til íslands og af góðum skilningi á íslenskum hög- um, enda hefur hann lengi fylgt með öllu, sem skrifað hefur verið í íslensk blöð. í brjefi til-rit- stj. »Óðins« segist hann vilja liafa »skynsamlegt málefnasamband milli landanna«. — »Núverandi fyrirkomulag álít jeg óhafandi til lengdar«, segir hann, »enda þó íslendingar væru með því. Kon- ungssamband eitt er óaðgengilegl Dönum og ykkur með öllu ókleift. Skilnað álít jeg vitleysu. Jarls- fyrirkomulag er að ýrnsu leyti allgott, en annað- hvort mun það líkjast innlimun eða skilnaði«. Gfunnar Gnnnarsson. Saga hans »Ormar Orlygsson«, sem kom út hjá Gyldendal síðastl. haust, fær mjög hrósandi dóma í ýmsurn blöðum dönskum og norskum, svo sem »Akademisk Ugeblad« í Khöfn. Aðra sögu hefur G. G. skrifað í framhaldi af þessari og heitir hún »FrúináHofi« (Fruen paa Hof). Sú saga er nú einnig tekin til útg. af Gyldendals bókaverslun.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.