Óðinn - 01.03.1913, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.03.1913, Blaðsíða 10
94 ÓÐINN Þá var hegning hæstu drotna hellirigning dag og nótt. Inn að skinni allir blotna, undarlega var pað fljótt, uns þeir hættu hreint að botna, — hurfu i kaf með brostinn prótt. Samt við leka sá pá Nói; sagði hann við öll síu hjú: »Pó að kannske grasið grói, geðjast mjer ei rekja sú. Eflaust svo að út úr flói allir dalir fjdlast nú. Grannar okkar æði viða eru’ að kafna í lautunum. Dugar ekki að dunda’ og bíða dauðans eftir prautunum. Látum okkur ílát smíða úr öllum fjala-stautunum«. Með honum vildu fegnir fljóta fleiri menn en Örkin bar; altaf var peim upp að skjóta og endalaust að suða um far. Ei væri sjer um syndaprjóta, * svaraði Nói og byrstur var. í orðakasti oft hann lenti út af þeirri ferjubón; margur til h’ans hnútu henti og hrakspánum um strand og tjón. Ei til lengdar Nói nenti að nöldra við pau dauðans flón. Peim voru lífsing protnar varnir, sem prjóskast höfðu drotni gegn, af yfirborðinu allir farnir, — er pað geigleg dánarfregn. — Altaf hjeldust ópurkarnir, áttatiu dægra regn. Áreittur af ólmum hrönnum yfir fjallatindunum, Nói fann með nokkrum mönnum nályktina’ af syndunum. Streittist hann í stjórnar önnum, — stýrði móti vindunum. Hann var oft um ofsanætur, - alt var sokkið hálendið — verjulaus og votur í fætur að velkjast fyrir mannkynið, og heyja varð við hina prætur, — hásetana’ um framhaldið. Hvar hann vissi veg til hafna, vóru þeir að stagast á; vætuskýin væru að dafna, virtist peim hann mega sjá. Sæmra væri’ að sökkva’ og kafna en svingla petta til og frá. Hann kvaðst geta sagt ineð sanni: »Sólin skín, er regnið þver. En engu vil jeg beita banni — banna’ ykkur að kafna hjer; hjartanlega hverjum manni heimilt er að stinga sjer. Aftur sje jeg heiminn hreppa heiðan dag í vonunum; þá að einu þarf að keppa: pví, að fjölga sonunum, enda vil jeg ekki sleppa yfirhönd af konunum«. Oft í Nóa herrann hnipti, honum var það áfram hvöt. — Sól að lokum regni rifti, rifna fóru’ á skýin göt. Sjálfsögð voru sokkaskifti, sýndist mál að vinda föt. Lýðum stendur sterkt í minni strandið hans á Ararat; pað er eins og allir finni að annað tæpast bjargað gat viðhaldinu á veröldinni. í vatnsaganum feigðin sat. Að skýjunum við skulum gæta, ef skapið æsir heiftin blind; aftur skyldi ei’ egnd upp væta, er yfir flæði hæsta tind. — Mundi heiðan himinn græta hegðun sú, að drýgja synd? Jakob Thorarensen. 0 Stefán (4. — Stefán G. hefur tungur tvær, tyrfin sú vinstri og ófrábær, — rasbögufrjó og grasbitsgjörn, gresjar mannýg við leirutjörn. Heimspekileg er hin og góð, hún á skáldmjöð og andansglóð. G. F. Athugrist. 15. ág. 1912 liækkaði útsölu- verðið á steinolíu um 3 aura hver pottur frá þvi, sem í auglýsingunni frá D. D. P. A. stendur hjer í blaðinu. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.