Óðinn - 01.04.1915, Side 1

Óðinn - 01.04.1915, Side 1
OÐINN H. J. G. Schierbeck landlæknir, Vjer Islendingar höfum mjög haldið því á lofti i ræðu og riti, er erlendir embættismenn lijer á landi í fyrri tíð hafa unnið oss til óþurftar - og er það eðlilegl og ofl að maklegleikum. En hitt er jafn sjálfsagt og skylt að halda á lofti minningu þeirra erlendu embættis- mannanna, er oss hafa reynst ágæta- vel og jafnvel verið miklu þjóðnýtari menn á meðal vor, en allur þorri ísl. embættism. á sam- tíð þeirra. Hverri þjóð, sem er á þroskaskeiði, er mikill styrkur að starfskröftum og reynslu erlendra á- gætismanna, er flytja henni nýja þekkingu, kenna henni hag- kvæm hyggindi og leggja sig í líma til þess að koma betra skipulagi og menningarbrag á hagi hennar, þar sem þeir hafa betri tök og meiri verklægni til brunns að bera en samtiðar- mennirnir í landinu. Er slíkt einkum mikils vert í afskektu og fámennu þjóð- fjelagi eins og hjer hjá oss. Er sómi vor að meiri, að kunna að meta slíkt að verðleikum, enda þurf- um vjer eigi að láta oss lægingu í þykja, þar sem altítt er um miklu stærri þjóðir og lengra á veg komnar, að þær fái lil sín erlenda menn og noli sjerþekkingu þeirra til þess að koma skipulagi lijá sjer á ýmislegt, er aílaga fer, og verði það ráðlag að góðu. Auðvitað verður þó árangurinn bestur, er erlendi maðurinn ílendist sem lengst og tekur ástfóstri við þjóð þá, er hann dvelur lijá og starfar fyrir, og vill gæfu hennar og gengi i öllu. Hjer flytur nú »Oðinn« rnynd af úllending, dönskuiu embætlismanni á Is- landi, er slíkt má óhikað eigna— mik- ilhæfum merkis- manni, er rjett er og skylt að minnast hjer á landi með virðingu og hlýjum hug. Hans J acob George Schierbeck var bor- inn og barnfæddur að Oðinsvjeum á Fjóni í Danmörku 24. dag febrúarmán. 1847. Faðir hans var m álmsteypum að u r þar í borginni. — Snemma bar á áhuga Schierbecks á garð- rækt og var hann við garðyrkju- nám í æsku nokkur ár, las því næst utan skóla undir stúdents- próf og varð stúdent 1870. Ein- bættispróf í læknisfræði tók hann 187(5. Var hann svo um tíma aðstoðarmaður á Friðriksspítala í Khöfn. Fór siðan erlendis til að leita frekari fræðslu í læknavísindum og var í för þeirri nokkur ár, m. a. sótti hann fyrirlestra og fullnumaði sig á ýmsan hátt í Parísarborg.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.