Óðinn - 01.04.1915, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.04.1915, Blaðsíða 2
2 ÓÐINN Hann seltist nú að í Khöfn, en kunni enn ekki við að halda kyrru fyrir og gerðist skips- læknir uni hríð. Um 1880 varð hann aðstoðar- læknir á Almanna-spitalanum í Khöfn og siðan hjá hinum ágæta skurðlækni Dana, M. Saxtorph prófessor. En árið 1883 var Sc hierbeck veitt land- læknisembættið á íslandi og varð hann þá jafn- framt forstöðumaður læknaskólans í Reykjavík. Schierbeck sagði af sjer landlæknisembæltinu árið 1894 og fór heim til Danmerkur þá um sum- arið, alfari hjeðan, en árið eftir var honum veitt stiftslæknisembættið fyrir Norður-Sjálandi og hjelt liann þvi embætti til dauðadags. Hann andaðist 7. dag septembermán. 1911. Schierbeck kvæntist árið 1870 danskri konu, að nafni Ina Ragnhilda, dóttur Joh. Chr. Petersen grossera. Lifir hún mann sinn og þrjú börn þeirra, tveir synir, Aage Schierbeck læknir á Fjóni og Axel Ejnar Schierbeck cand. juris og myndasmiður i Kaupmannahöfn. Dóttirin, Ebba að nafni, er gift góðkunnum landa vorum í Khöfn, cand. jur. Jóni Sveinbjörnsson kammerjunker. »Svo skal einn lofa að lasta eigi annan«, er íslenskt orðtak, og er auðvelt að fylgja því hjer, er minst skal á starfsemi Schierbecks sem land- læknis. Bæði sá, er Schierbeck tók við embæltinu af, og sá, er við þvi tók af honum, voru stórnýtir og samviskusamir ágætismenn í stöðu sinni, er gert hafa islenskri læknastjelt og heilbrigðismálum þjóðarinnar mjög mikið gagn hvor á sína vísu. En því verður trauðla á móli borið, að starfsemi Schierbecks í embætti hans var nýr og sterkur lífsstraumur í vorum litla, íslenska læknaheimi. Hann kom fastara og betra skipulagi á margt í lækna- og heilbrigðismálefnum og samkvæmara kröfum samtíðarinnar en áður var, þótt síðar hafi margt verið betur bj'gt á grundvelli þeim, er hann lagði — af samtíðarinönnum eftir nútíðarkröfum. Enda var honum sjálfum vel ljóst að á því sviði fer öllu óðlluga áfram og ætlaðist hann manna síst til þess, að all væri lálið standa í stað. Þvi hann var víðsýnn vísindamaður, og framfaramaður í hvívetna, en kyrrstöðumaður enginn. Lá honum ríkt á hjarta að bæta læknaskipun landsins og endurbæta sjúkrahúsin, og fjekk hann þar allmiklu áorkað lil hins betra. Hann kendi læknum betri rot- og drepverjandi sárameðferð en áður þektist hjer og bætti í öllu slórum verklega kenslu í hand- lækningutn. Skurðlæknir var liann ágætur, og fyrst í hans tíð tóku læknar alment að gera stóra hold- skurði. Sjálfur gerði hann marga slíka, og mæltu það margir að sönnu, að þeir ættu whnífnum lians Schierbeckscc líf sitt að þakka. Holdsveikisrann- sóknir hans bæði hjer á landi og áður í Noregi hafa allmikið vísindalegt gildi. Og fyrstur manna sannaði hann, að tæringarsóttkveikjan væri til á íslandi. Sc'hierbeck lagði einkum stund á að kynna sjer farsjúkdómafræði og merkar þykja ýmsar al- huganir hans á þeirri grein, ekki síst þær, er hann gerði þegar kýlapestin gaus upp í Glasgow árið 1900. I’ess var áður getið, að Schierbeck landlæknir lagði stund á garðyrkju í æsku. Ekki dvínaði sá áhugi hans með aldri og sjerstaklega eiga íslend- ingar honum mikið að þakka á því sviði. Er það orða sannast, er Einar Helgason garðyrkjufræð- ingur segir um hann í bók sinni »Bjarkir«, er hann hefur helgað minningu Schierbecks, að »hann hefur unnið garðyrkjunni á íslandi meira gagn en nokkur einn maður annar hefur gert um langan aldur«. I’ar var hann frumkvöðull þeirra fram- kvæmda, er yngri menn hafa tekið við og bygt á og aukið siðan og vel farnast. Garðyrkjan var hjáverk hans, en »garðurinn hans Schierbecks« í Reykjavík — við liús lians — ber þess vitni, að það hjáverk var ekkert smá- verk. Hann gerði þar mikilsverðar tilraunir með trjárækt, blómrækt og matjurtarækt, er borið hafa »hundraðfaldan ávöxt«, — ekki að eins í garðinum þeim, heldur fyrir fordæmið í flestum görðum Reykjavíkur og víðar um land. Rauðará við Rvík keypti hann og gerði þar stórfeldar jarðabælur, lún og maljurtagarða. Hann er í raun rjettri frum- kvöðull að jarðrækl Reykvíkinga. Grýttur jarð- vegur óx honum ekki í augum, hann blátt áfram elskaði moldina og áburðinn, og jörðin gaf honum að launum gull og blóm. Hann var ásamt Árna sál. Thorsteinsson land- fógeta aðalhvatamaður að slofnun »Hins íslenska garðyrkjufjelags«, er komst á árið 1885, og var Sehierbeck formaður þess full 8 ár, uns hann fór hjeðan, en eftir það skrifaði hann oft ýmislegt gagnlegt og golt í ársril þess. Schierbeck ljet ekkert tækifæri ónotað lil að vekja áhuga þjóðarinnar á garðrækt bæði í við- ræðum og ritgerðum. Kver ritaði hann um mat- jurtarækt og leiðarvísi um ræklun fóðurróína. í

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.