Óðinn - 01.04.1915, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.04.1915, Blaðsíða 4
ÓÐINN •*- 1873 Helgastaðaprestakall og 1876 Grenjaðarstað. Þar var hann lengi prestur og hafði þar stórt bú, en sagði af sjer fyrir nokkrum árum og fluttisl þá Sjera Benedikt Kristjánsson. út á Húsavík. Þar hafði hann á hendi póstaf- greiðslustörf til dauðadags. Prófastur í Suður- Þingeyjarsýslu var hann á árunum 1873—84. Sjera Benedikt var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Regína Magdalena Hansdóttir Siverlsens kaupmanns í Reykjavík, og misti hann hana 1884. En síðari konan var Ólöf Ásta Þórarinsdóltir bónda á Víkingavatni, og lifir hún mann sinn. Börn af fyrra hjónabandinu eru þessi á lífi: Rjarni, kaupmaður á Húsavík, Karólína, kona Helga Jó- hannessonar bónda í Múla, Guðrún, ógift, Hansína, kona Jónasar læknis Kristjánssonar á Sauðárkróki, og Ingibjörg, gift austur á Fljótsdalshjeraði. En börn af síðara hjónabandinu eru þessi á lifi: Kristján, úrsmiður á Vopnafirði, Regína, kona * Guðmundar Thoroddsens læknis á Húsavík, Rald- ur, í Vesturheimi, Jón, við læknanám á háskól- anum í Reykjavik, Sveinbjörn, stud. art., og Þórður. Sjera Renedikt var merkispreslur og vinsæll í hjeraði. Einn af fyrverandi sóknarmönnum hans hcfur sent »Oðni« eftirfarandi kvæði með þeirri ósk, að það fylgdi mynd hans í blaðinu, en kvæðið var flull við jaiðarför sjera Renedikts: Þá var jeg ungur, er jeg undir sat háu hvolfþaki heilagrar kirkju. — Ljek úr landátt með ljúfum ómi — söng við suðurvegg — sólheitur blær. Helti hlýgeislum úr hádegis-stað sumarsól um suðurglugga, — gylti í guðshúsi gafla milli bríkur og bekki blessandi ljós. Hóf heilagt mál fyrir há-altari fyrirmannlegur í fullum skrúða, birli blessun guðs yfir barnahjörð, göfugur ásýndum guðsorða þjónn. Stóð hann í stóli, stilti orðum lýstur ljósflóði logandi sólar, greindi gjörla með glöggum rökum, orðum andríkum, erindi guðs. Ljúf var sú ræða sem linda-niður samstiltur sólhlýjum sunnanvindi. Átti sjer aðgang í allra hjörtu kærleiksboðskapur í Krísts nafni. Man jeg mildan svip og málið þýða, — kærleiksmál flutt af kennimanns vörum, er hann útskýrði með ást og blíðu kristindóms-greinar kyni ungu. Þigg nú hugheilar hjarlans þakkir barnanna þinna, blíði faðir! fyrir leiðarljós, er logandi barst undan okkur á æsku-skeiði. Fella nú syrgjandi svanni og börn höfug hrygðar-tár við hvílu þína. — Er þess öll von, því að enginn vissi ágætari föður og eiginmann. Verið hefur þjer úr viltum heimi hugljúf heimför til himnaföður; þar þitt mæra mál, mönnum þagnað, ómar að eilífu á engils tungu. Drúpir þögul und Þorgerðarfjalli höfuð-kirkja þín, hermaður drottins! harmar að hún hlaut ei holdi þínu veila viðtöku í vígðri mold. ?

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.