Óðinn - 01.04.1915, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.04.1915, Blaðsíða 6
6 ÓÐINN liefur og keypt tvær jarðir, er liggja að Kiðja- bergi, Hest og Gíslastaði, svo að jarðirnar þrjár eru nú samfeld eign, og hefur hann Hesl undir. Bæði hafa þau hjónin rekið búskapinn með mikl- um dugnaði og rausn. Er oft gestkvæmt á Kiðja- bergi, enda eru þau mjög gestrisin. Gunnlaugur varð dannebrogsmaður 1907. í stjórnmálum hefur Gunnlaugur jafnan stutl Heimastjórnarflokkinn og hafa margir viljað fá hann til að gefa kost á sjer til þingmensku fyrir Árnessýslu, en til þess hefur hann ekki verið fá- anlegur, og mundi þó án efa hafa haft til þess fylgi sýslubúa. Hann var kosinn í landsdóminn, er þær kosningar fóru fyrsl fram. Gunnlaugur er nú einn eftir á lífi af þremur sonum Þorsteins kanselliráðs. Annar bróðirinn, Jón kaupmaður í Reykjavík, andaðist liaustið 1895, en hinn yngsti þeirra, sjera Halldór, andaðist í Reykjavik síðastl.'sumar. — Bræður frú Solfíu eru þeir sjera Skúli í Odda, Helgi bóndi á Herru í Rangárvallasýslu og sjera'Gísli á Stórahrauni. Hjer fer á eftir kvæði, sem Vald. Briem vígslu- biskup orti til þeirra hjónanna, er þeim var haldið samsætið, sem áður^er um getið, 15. maí 1911: Fögur stendur bygð að bergi bakka Hvítár á. Nafn af bergi ber með rentu bærinn mæti sá: Hjón þar búa góð og göfug, gnæfa liátt í bygð. Þeirra rausn er bygð á hjargi, bjargföst þeirra trygð. Áin þar við bergið brunar bökkum grænum hjá. Stafar sólin gullnum geislum gljáan spegil á. Hjer er enginn stríður straumur, stilt er elfar flóð. Kemst þó áin ei að síður áfram sína slóð. Þannig rann og ykkar æfi áfram, góðu hjón. Ykkar lífsbraut orpin geislum unaðsrík var sjón. Hjer var enginn ofsi’ á ferðum, alt var rótt og milt. Fræg er orðin förin ykkar, ferð þótt gengi stilt. Hafðu þakkir, heiðursmaður, hollvin þinni sveit! Hafðu þakkir, heiðurskona, hlífin blómgum reit! Hafið þakkir, hjónin hæði, hreinni reynd að dygð! Endurskein frá ykkur gleði yfir vora bygð. Traust sem bergið sterka standi stöðugt ykkar hrós. Bjart sem áin lífið líði lífsins fram að ós. Löng er þegar leiðin orðin; lengi vari’ hún enn. Allra lengst þó orðstír liflr eftir góða menn. 0 Við þinn Ijúfling minstu móðír. (Þýtt úr ensku: Kiss me mother kiss your darling.) Við þinn ljúíling minstu móðir, mig, ó, tak í faðminn þinn! Vafinn þínum ástar örmum unaðsværa hvíld jeg finn. Þó að lífsins blómskrúð blikni, hrosir við mjer sæluströnd. Yfir dauðans ægi ber mig engill guðs í fegri lönd. Við þinn ljúfling minstu móðir, móðurblessun veiltu mjer. Þungt mjer er um andardráttinn; innan skamms jeg hverf frá þjer. Segðu þeim, er æ jeg unni: »Undir vorum íána hann dó, harmið ei þvi hermannsgröfin heiðri krýnd nú veitir ró.« Yfir liauður húmið læðist, heyri’ eg engla strengjaklið. O, mig langar upp til þeirra, upp í himins sælu’ og frið. Heyrir þú ei undraóma óðum nálgast? þey, þey, þey! Hinstu kveðju’ eg kveð þig móðir, kyslu mig, því nú jeg dey. S. Kristófer Pjetursson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.