Óðinn - 01.12.1916, Síða 7

Óðinn - 01.12.1916, Síða 7
ÓÐINN 71 Hann Ijest úti’ í Lundúnaborg. Hún lagðist og dó af sorg. Og þarna er Loftur og Lilja. Þau lofuðu aldrei að skilja. Hann hrataði’ í heitan hver. Hún hljóp út og drekti sjer. (pp., lamentoso). Æ! — þarna’ er hann Árni’ og hún Una. Hann ætlaði’ að frelsa’ bana’ úr bruna. í fölskanum fundust ein í faðmlögum þeirra bein. iBiðhljómar]. [Vofurnar hverfa dansandi út um dyrnar]. (Vivace et scrnnre crescendo). [Samsöngur). Næturvofur víkja burt. Vakna Ijósin, harpan kætist. Sitjum ekki’ í sorg um kyrt. Síðast vel úr öllu rætist. Líðum glöð um lífsins braut. Leið er greið í jarðar skaut Eftirmáli. Jeg kann að visu fleira, en kveð nú ekki meira í almennings eyra af mínum mörgu bögum undir ljúfum lögum, því — sannast að segja — sælir eru þeir, sem kunna að þegja. Og sá, sem fer i býti, hann er sjaldan talinn verslur G e s t u r. * Magnús Gislason skáld er fæddur 29. maí 1881 að Helgadal í Mosfells- sveit. Flultist þaðan með foreldrum sínum, Gísla Magnússyni óg Sigríði Hannesdóttur, austur í Grafning og ólst þar upp hjá þeim. Tvitugur að aldri lluttist Magnús til Reykjavíkur og nam þar Ijósmyndasmíði. Ferðaðist hann síðan talsvert hjer á landi og safnaði myndum, og eigi síður hug- myndum en ljósmyndum. Árið 1903 sigldi hann til Kaupmannahafnar til að fullkomnast í þeirri iðn og stundaði hana um skeið, en hefur lagt hana á hilluna siðustu árin. Magnús Gíslason er kvænt- ur Jófriði Guðmundsdóltur af Skarðströnd við Breiðafjörð. Þau eru búsett hjer í Reykjavík og eiga 3 börn á lífi. Snemma fór að brydda á skáldskapargáfu Magn- úsar, og ákafri mentaþrá, og þótti honum ill vistin i heimaliúsum hvað mentun snerti og sýna það Magnús Gislason. Ijóslega þessar vísur, sem teknar eru úr kvæði, er hann gerði í kringum fermingaraldur: Menningar og mentastraumar mæða ei fólkið lijer. Pað dottar alt og dregur ýsur. Drottinn lijálpi mjer! Jeg er eins og fangi í fjöllum, far á skeri lent. Útlaga frá allri þekking, ekkert mjer er kent. M. G. orkti mikið i æsku og einnig siðan og hefur tiltölulega lítið birst af því enn. Ljóðagerð hans hefur brejdst mikið frá því fyrsta eins og lífskjörin. í æskuljóðum hans kennir minna hins þunga heimádeiluanda, sem nú orðið auðkennir svo mjög ljóð hans. Um 18 ára aldur orkti liann hið draumljúfa smákvæði »Nótt«, sem birtist í hinu fyrsta kvæðasafni hans »Morgunbjarma«, prentað 1906. Kvæðið »Nótt« er líklega þjóðkunn- ast af öllum kvæðum Magnúsar og sungið víða bæði innanlands og utan. Fyrsta vísan er svona: Nú ríkir kyrð í djúpum dal, pótt duni foss í gljúfrasal; í hreiðrum fuglar hvíla rótt, peir hafa boðið: góða nótt.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.