Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 1
OÐINN 0. JBL.AJD UES. 1017. XIII. ÁR Síra Arnljótur Ólafsson. Guðm. Hjaltason kennari skrifaði itarlega grein í »Höjskolebladet« danska frá 20. og 27. júlí 1906 um síra Arnljót Ólafsson, og fylgja greininni þar myndir af honum og frú hans. Hjer verður tekinn upp stuttur útdráttur úr því, sem hann segir um ritmensku og prestskap A. Ól., en G, H. var hon- um nákunnugur um 22. ára skeið. Síra A. Ól. var fæddur 21. nóv. 1823 og andaðist á Sauðanesi 29. okt. 1904. Æfisögu hans og stjórnmálasögu má sjá í »Andvara« 1906, — en G. H. segir: »Hann starfaði ekki ein- ungisá alþingi ogaðstjórn- málum. Hann hefur líka skrifað mikið bæði um stjórnmál.skóla-ogkirkju- mál, landbúnað og hag- fræði og sögu. Aðalrit hans er Auðfræði, og er hún meistaraverk. Þar skrifar hann á fjórum eða fimm blaðsíðum svo fagra og mikilfenglega lýsingu á þroska æskumanns, er Arnijótm hann sjer dýrð lista og vísinda, að það er með því besta, sem bókmentir okkar eiga í lausu máli. A. Ó. var það gefið að geta skrifað hrífandi skáldlega um hversdagsleg- legustu efni. Þess vegna eru ýmsir kaflar þessarar bókar hrein og fögur kvæði í lausu máli. Auk þessa hefur hann skrifað Rökfræði, útlendar frjettir í Skirni og fjölda greina í blöð og tímarit. A. Ó. var mestur málsnillingur okkar á síðari hluta nitjándu aldarinnar. Mál hans var þýtt og kröftugt og auð- ugt. Engin hafði myndað eins mörg íslensk nýyrði, einkum í heimspeki, og hann. En það er ekki ein- asta formfegurðin, sem andar úr ritum hans, hugs- anir hans voru líka fagrar, frjálslyndar og þrótt- miklar. En hann hirti alt of lítið um rithöfundar- hæfileika sína og hefur þannig grafið margt af besta gulli síiiu. En hann var ekki einasta rithöfundur heldur líka ræðumaður — góður ræðumaður, bæði á þingi og í kirkju. Hann las ekki predikanir sínar upp, eins og llestir prestar gera, og það var ekki laust við að hann hæddist að þessum upplestri prestanna; hann áleit að blaðalaus ræðu- flutningur einn væri trygg- ing fyrir þvi, að prestur- in legði sál sína og hjarta í predikunina. Og Predik- anir hans voru jafnform- fagrar, varmar og andrík- ar og alt annað, sem hann talaði og skrifaði. Og hann var glæsilegur á velli og raddmikill. En þó fanst fæstum til um predikanir hans. Það var af því að þær voru of lærðar og hugsanirnar of háfleygar fyrir fólkið. Hann talaði oft eins ogskáldlegur heim- spekingur. Hann var líka sennilega Iærðasli prestur landsins og lærdómur hans óvenju alhliða. í bókasafni hans var fyrst og fremst úrval íslenskra bókmenta, síðan fjöldi guð- fræðirita á dönsku, sænsku, þýsku og ensku og hagfræðis-, nátturufræðis- og heimspekis-rita. Þar voru bækur eftir Darwin og Haechel, hjerumbil öll rit Spencers og mörg eftir Stuart Mill. Þar var Draper og Bain, Tain og Henan, Ghanning og Park- er og fleiri únítarahöfundar. Þar voru spiritistisk og þeósófisk rit við hlið píetistiskra og pápiskra. Olafsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.