Óðinn - 01.12.1917, Síða 2

Óðinn - 01.12.1917, Síða 2
66 ÓÐINN Og þar voru rit Shakespeares og Byrons og fleiri skálda, því mest hjelt hann upp á enskar bók- mentir. — En það var þó ekki einungis þessi lærdómur, sem fældi menn frá predikunum hans, heldur líka hitt, að hann var ekki nógu strangtrúaður og kreddu- fastur. Hann Ijet sínar eigin sjerskoðanir i ljós bæði í barnafræðslu sinni og predikunum. Kenn- ing hans var eitlhvað á þessa leið: í eðli sínu hef- ur maðurinn nokkurnveginn jafnsterka hvöt til góðs og ills. Siðferðisþróttur hans er mjög sterk- ur. (iuðsmyndin Iifir og starfar í öllu góðu í hjarta okkar. Ivenningin um algerða spillingu mannsins og vanmátt til hins góða er röng og skaðleg. Við bæði getum og eigum að vinna að betrun okkar og sáluhjálp. Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sjer sjáfur. Kristur er meira en spámaður og trúar- bragðahöfundur, hann er sonurinn og meðalgangar- inn Alt hið guðdómlega, sem geymst getur í manns- andanum, safnast í honum, eins og í brennidepli. Hann hefur opinberað okkur föðurinn og vísað okkur veginn til hans með kenningu sinni og lífi. En aðallega er það maðurinn sjálfur, sem mest á að vinna að sáluhjálp sinni með lífi sínu og notkun náðargáfanna. Engin algerð, eilíf útskúfun er til. Minning og áhrif þess illa, sem við unnum, getur orðið sá ormur, sem aldrei deyr og sá eldur, sem aldrei sloknar. Og minning og áhrif hins góða, sem við gerðum, verður einnig það blóm, sem al- drei bliknar, og það ljós, sem aldrei deyr. — Kvöld- máltíðina elskaði hann og virti, hún var honum helg minningarhátíð. Hann grjet stundum eins og barn við altarisgöngur. Kristindómur hans var ekki dauð trú og tilfinningarlaus, heldur brennandi bjartans mál. Og yfirleitt var A. Ó. ekki að eins hugsunar- og rannsóknar- heldur líka tilfinninga- maður. Lýsingar hans á manneðli Krists voru sjer- staklega hugnæmar og fagrar. En hann lagði minni áherslu á þrenningarkenninguna, guðdóm Krists og einkum friðþægingarkenninguna, og það var meginorsök þess, að söfnuðinum gatst ekki ávalt að ræðum hans. Þó var hann ávalt gætinn, vara- samur og nærgætinn, þegar hann mintist á sjerskoð- anir sínar. Regla mín sem prests er sú, sagði hann, að særa eða hneyksla söfnuðinn aldrei og segja aldrei neitt, sem jeg meina ekki. Og þessari reglu fylgdi hann. En þó að fólki geðjaðist ekki allskostar að ræð- um hans, átti hann þó mikil ítök og áhrif í söfn- uði sínum. Og sem höfðingi hans kom hann fram sem Ijúfmenni og vinur. Hann var tillagagóður allra mála og hjálpfús. Hann lánaði oft mörg hundr- uð krónur vaxtalaust ár eftir ár, hann veitti at- vinnulausu fólki vinnu og starfaði að jarðabótum á búum sínum, vatnsveitum, girðingum og tún- græðslu. Og 78 ára gamall byrjaði hann á skóg- rækt. Samkomulag hans við söfnuðinn var gott, hann var glaðvær, friðsamur og sáttfús. Einu sinni jós t. d. eitt safnaðarbarna hans yfir hann skömm- um í margra manna áheyrn. Prestur sagði fátt en reiddist ekki, og var þó bráður í eðli sínu, en hafði gott lag á að stilla sig. Daginn eftir kom maðurinn og bað um fyrirgefningu, undir fjögur augu. Prestur fyrirgaf honum undir eins, og dag- inn eftir fór hann ásamt konu sinni og dóttur í skírnarveislu til mannsins og krafðist aldrei ann- arar uppreistar. Svona var Arnljótur Ólafsson. Hann var mest- ur brautryðjandi andlegrar fræðslu, þjóðhagsfram- fara, persónulegs frelsis og sjálfstæðis á sínum tíma. Hann var fyrsti islenski hagfræðingurinn. Hann unni sannleika og rjettlæti um fram alt. Og eflaust voru það sönn einkunnarorð æfisögu Arnljóts Ól- afssonar, sem segir í erfiljóðum eftir hann, að: »hærri víst þú hefðir, kæri — hlotið sess í veröld þessi — hefði minna sök og sanni — sæti gefið lagabætir«. <& Miður morgun á Skeggjastöðum. Kislufell sólin signir. Sindra daggir í barði. Andvarann óðum lygnir uppi í Svínaskarði. Skálafell skuggum klæðist. Skin á Hrútsnefi Ijómar. Lognþoka skörðin læðist. Lækka Tröllafoss hljómar. Árgljúfrin úðareykur alltröllsleg gerir strjúka. Líparítbrosið leikur Ijett um Móskarðahnjúka. Hallgr. Jónsson. &

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.